Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

STÍS (prívatblogg)

Ung kona í Vesturbæ Reykjavíkur á stórafmæli í dag...........minnir að það sé 25!!!!!!!!!!!!

Til hamingju með daginn Ásdís mín !!!!!!!!!!!!

þú hefur fyrir löngu sannað að þú ert hörkuteygja.

  








OG AFMÆLISBARN DAGSINS ER.................

Hinn gullfallegi gleðipinni og húmoristi....Jenný. Til hamingju með daginn.


Léttir

.................hef varla náð blundi síðan ég las þetta..að prinsinn væri e.t.v. með blöðruhálskrabbamein tæplega níræður maðurinn.  Nú sef ég rótt
mbl.is Segir frétt um krabbamein Filippusar ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKERT AÐ HÆTTA

Ó Nei. Bara verið að gera nýjan samning. Þótt Jagger komist á eftirlaunaaldur á morgun. Maður getur hlakkað til næstu 20 árinWink
mbl.is Rolling Stones semur við Universal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRAMHALDSSAGA UM SKÁP

Án efa frægasti skápur Íslandssögunnar. Ég sat með bjór í hönd  úti í garði þegar bjargvætturinn minn og góður granni renndi í hlað.  Stór og sterkur.  " ég þarf að nota þig" sagði ég við hann.  Svo oft hefur hann bjargað mér. Málið er að ég næ ekki botnumbúðunum undan skápnum.  Við fundum skýringuna.  Þær eru skrúfaðar fastar!!!!!!!!.

"Ekkert mál"   Hann mun koma í kvöld við annan mann og redda málum. Hann er einn af þeim sem ég veigra mér um að biðja um greiða..............því hann kann ekki að segja nei.

Dóttir mín spurði " ertu skotin í honum?"  Ég hló. " Þú veist að hann á kærustu?"   Þá hló hún.         "  Mamma svona gamlir menn (52) eiga ekki kærustur"  " Þú getur kallað hana vinkonu"

Þar höfum við það.

Dútlaði dálítið í garðinum mínum í dag.........en bakið hafnaði allri alvöru vinnu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


"Hann er geggjaður"

hvíslaði ég í eyrað á 18 ára gamalli dóttur minni þegar burðarmennirnir komu með 100 kg skápinn minn.

"ha"

Hún horfði á mig undarlegum augum og spurði svo "veistu hvað hann er gamall?"   Ég: "skápurinn?"  Þá hló hún.  Hún hélt að ég væri að horfa á hina ungu burðarmenn.  Og við hlógum báðar.

En skápurinn er kominn í hús og verður seldur með íbúðinni þegar þar að kemur. Ég get varla mjakað honum og verð að fá smáaðstoð áður en ég farið að raða inn í hann. Sem verður ekki í dag því ég er að fara á aukavakt til að vinna fyrir honum.

Mig verkjar bæði í bakið og vísakortið.....en það jafnar sig.  








18. júlí 2008

Tíminn líður svo hratt. Sindri minn á afmæli..........bróðursonur minn. Sendi honum skyrtu sem að ég vona að haldi ekki fyrir honum vöku.   Hann fékk nýja peysu fyrr á árinu sem virkilega hélt fyrir honum vöku.....vaknaði margoft til að spegla sig þessi elska.

Börn eru svo skemmtileg þegar þeim líkar við nýja flík.  Einum fylgdi ég inn á skurðstofu í kuldaskóm.

Svo er hún Julia Amy Sandiford þrítug í dag....litla skottan sem ég passaði fyrir örfáum árum síðan í London og hef alltaf fylgst með síðan. Ferðaðist með henni í vetur um Vietnam...en mamma hennar er þaðan.  Yndisleg stúlka....listfræðingur og leikkona...sem sést jafnvel í breskum spennuþáttum!!

Og ég man líka að ég fór í fyrsta skifti til útlanda á þessum degi...þegar ég var 17 ára.  Boðin af Lionsmönnum á Húsavík.....því ég var svo frábær unglingur!!!!!!  Svo heppilega vildi til að Jóna vinkona mín frá Hauganesi var líka boðin af Eyfirskum Lionsmönnum.  Við skemmtum okkur vel í Svíþjóð og Kaupmannahöfn. En það situr enn í mér að við urðum að velja um tvenna tónleika í Gautaborg. Procul Harum ( sem ég vildi fara á)  eða Harpo !!!.  Við fórum að sjá Harpo....við Jóna svindluðum okkur inn   vorum sko ekki tilbúnar að borga fyrir þetta.

Ég er bara búin að vera dugleg í dag.............og lét eftir mér að kaupa hinn fallega Chateau skáp sem ég fæ á morgun.    Mér finnst svo mikið ég eiga hann skiliðWink


ÉG ER ÞRJÓSK

Við þennan lestur rifjast upp ýmislegt. Minn fyrrverandi tengdafaðir er sannarlega af gamla skólanum.  Hlutverk karlmanns á heimili er varla annað en að prumpa og hvíla sig.  Eitt sinn er svili minn tók sig til við að skipta á syni sínum stöðvaði sá gamli það með þeim orðum að í sínum húsum skiptu karlmenn ekki á börnum.  Og ég ákvað að skipta aldrei á barni í hans húsum og stóð við það. Kallaði alltaf á pabbann.....það þarf að skipta!!!!!!!!!!!!!

Cool


mbl.is Konan láti karlinn læra af reynslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ábyggilega vogmær

fædd í október.  Þó er ég ekki þunnvaxin og næ engan vegin þriggja metra lengd. Hef meira að segja komið við á Skagaströnd. En vissulega er ég sérstæð (einstæð...sjálfstæð). Svo mikið er víst að ég fæddist með tálknleifar sem voru fjarlægðar á unglingsárum. Þessar tálknleifar voru framan á hálsi. Þar var lítið gat þaðan sem rann vessi allt til að þetta var fjarlægt þegar ég var 16 ára gömul. Svona er ég nú komin skammt á þróunarbrautinni. Föðurbróðir minn og ömmusystir mín höfðu sama fæðingargalla. En ekki veit ég um fleiri.

En afmælisbarn dagsins er Atli Hreinsson bróðursonur minn....mikill rokkari. Til lukku með daginnWizard


mbl.is Vogmær finnst á Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bastilludagurinn 14.júlí 2008

Og afmælisbörn dagsins eru Snorri B. Digri og ungfrú Hekla. Til hamingju með daginn bæði tvö.Wizard

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband