Færsluflokkur: Matur og drykkur

Gæs, gæs, gæs.

  Jú þetta er rétt skrifað hjá mér. Í kvöld var elduð hér villigæs. Gæsin var snyrt, smurð með matarolíu og söltuð og pipruð. Fyllt með  frosnum skógarberjum og eplum. Sett inn í 210 gráða heitan ofn í 20-25 mín. Þá er hitinn lækkaður í 140 gráður í rúma klukkustund.

Á meðan var gert eplasalat.  Epli skorin smátt og hræð út í sýrðan rjóma.

Sósa:    Smjör sett í pott og brætt við lágan hita. 1 sellerystöngull smátt skorinn, 2 nettar gulrætur smátt skornar og hálfur laukur saxaður. Látið mýkjast í smjörinu við lágan hita. Þá hálfur desilítri bláberjasulta, ca desilítri rauðvín, soð af gæsinni. Skvetta af íslensku villibráðarsoði. Og rjómi eftir þörfum. Látið malla á lágum hita.  Þykkt með sósujafnara ef vill.

 Oftast myndi ég velja Hasselback kartöflur með en núna valdi ég: Papas arrugadas sem eru kartöflur soðnar að hætti Fuerteventurabúa. 1 kg kartöflur (helst smáar) soðnar á pönnu með ca 3/4 bolla af grófu salti. þegar fullsoðnar er vatninu hellt af og kartöflurnar eru látnar þorna á pönnuni á lægsta hita.


Eldfimur bökunarpappír.

Nú hefur það gerst í þrígang að kviknað hefur í bökunarpappír hjá mér. Þetta er Euro-shopper bökunarpappír. Ég frétti af marengsbotni í ljósum logum á sama pappír. Svo það borgar sig ekki alltaf að kaupa ódýrasta pappírinn.

Slænggrautur

Einu sinni las ég um hann í bók eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Uppskriftin sennilega vestfirsk. Uppskriftin er afar einföld og gæti nýst einhverjum nú þegar matarverð rýkur upp úr öllu valdi. Notað er soð af slátri og slatta af fjallagrösum bætt í. Mallað dálitla stund. Njótið Tounge

Raclette

Í kvöld höfðum við hér á heimilinu raclette sem er svisneskt fyrirbæri. Notað er raclette-borðgrill með litlum pönnum. Aðalatriðið í þessu eru soðnar kartöflur og sjálfur raclette ostuinn sem við bræðum á kartöflunum .Í kvöld var ég með marinerað svínakjöt og hamborgara. Skar niður papriku, lauk púrru banana og fyllti tómata með rjómaosti. Og allir voru glaðir. Meiningin er að hver steiki fyrir sig. Við höfum prófað allt mögulegt hér, allar sortir af kjöti og grænmeti. Þetta er skemmtileg tilbreyting, börnum þykir þetta skemmtilegt, það verður ákveðin stemning. Samverustundin verður lengri við borðið en stundum annars.

Grískur saltfiskréttur.

Ætla að skella hér inn miklum uppáhaldsrétti.

11/2 kg saltfiskur,soðinn og beinhreinsaður.   Amk 1kg kartöflur soðnar.                                     Sósa;  1 og 1/2 dl ólífuolía sett í pott pg hitað. I stór laukur saxaður settur út í olíuna.                       2 dósir niðursoðnir marðir tómatar. Hálfur desilítri ferskt dill. 1-2 lárviðarlauf.            2 msk.tómatpuree. Oregano. Látið malla í ca 20 mín.     Takið nú 2 pakka af Filo-deigi. Annar pakkinn fer í botninn á eldföstu móti.Hvert blað er smurt báðum megin með olíu. Saltfiskurinn settur yfir. Síðan kartöflurnar. Þá sósan. Ein dós af fetaosti dreift yfir og að endingu er fílodeigið sett yfir. Hvert blað penslað með olíu. Þetta er bakað í ofni í 30 mín. Ca 180 gráður. Borðist með hvítlauksbrauði og góðu rauðvíni og í góðum félagsskap. Uppskriftin er fyrir 10 . Það er mjög mikilvægt að nota ferskt dill. Þurrkað gerir ekki sama gagn. Hef reyndar notað frosið dill með ágætum árangri.


1.mars 2008

Gleðilega hátíð. Fallegt veður í tilefni dagsins. Afmæli bjórsins á Íslandi. Nýr bjór settur á markað í dag; Skjálfti. Gott nafn á bjór eins og Kaldi er líka. Ég man þegar ég kom frá Kaupmannahöfn um árið og var boðið upp á bjórlíki á öldurhúsi. Ég hreinlega hélt að verið væri að gera grín að mér. Ekki þótti mér drukkurinn góður. Ótrúlegt að bjór hafi ekki verið leyfður hér fyrr.  Og mikil skelfingar ósköp er til af góðum bjór ss.Pilsner Urquell sem ég held að sé heimsins besti bjór og svo er nú Amstel góður. Drakk einn góðan Guinness í London um daginn. Belgar framleiða yfir 800 teg. svo ég er ekki búin að smakka þá alla en þar eru margar góðar tegundir. Á Íslandi kaupi ég gjarnan Egils Lite. Smakkaði í gær PáskaKalda og var hann ágætur. Reyni að smakka alla jóla-páska og Þorrabjóra. Enda er innkaupakarfan skrautleg þegar er valinn einn af hverri tegund. Það kom mér ánægjulega á óvart hvað bjórinn í VíetNam er góður en löng hefð er fyrir bjórframleiðslu þar. Saigon bjór og Hanoi bjór báru af. Annars er gaman að ferðast um Evrópu og smakka staðbundnar bjórtegundir sem eru lítið þekktar utan síns heimasvæðis. Einn vetur var ég á Egilsstöðum og ætlaði að ná mér í jólabjór, fór margar ferðir og var hann uppseldur amk x 3!!! Ekki halda að ég hafi ekki keypt mér eitthvað annað í staðinnWink En í BNA er fátt um fína drætti í þessum efnum, þar verður að kaupa innfluttann bjór, pissið þeirra er svo lélegt. Ég fæ mér oft bjór, hann virkar á alls kyns óáran svo sem leti,deyfð og frábær ef ég er með ónot í maganum. Tala nú ekki um ef ég ætla að skemmta mér. Í starfi mínu hef ég séð bjórinn gera kraftaverk á körlum með þvagvandamál og svo bætir hann auðvitað geðið og svefninn. Annars legg ég til að við tökum okkur Dani og Belga til fyrirmyndar og leyfum bjórneyslu í vinnutíma. Mér skilst að í Belgíu sé algengt að drekka 3 í hádeginu. Og í Danmörku mátti drekka amk 3 á vinnutíma. Góðar stundir.


Fallegt salat.

Er á leið í fimmtugsafmælið hennar Sibbu í kvöld. Lofaði að koma með eitthvað á borðið. Og valdi salat sem er mjög sérstakt en gott og algert augnayndi.  4 harðsoðin egg eru stöppuð í botninn á skál. Dálitlu af bræddu smjöri hellt yfir+ salt og pipar. Þétti þetta með skeið.  Vorlaukur mjög smátt skorinn hræður saman við 2 ds. af sýrðum rjóma og hellt yfir, nota ca. 10 vorlauka. Að endingu rétt áður en borið fram er 2 dósum af svörtum kaviar dreift jafnt yfir þannig að yfirborðið verður svart og skínandi. Ég set þetta í svarta skál og þá lítur þetta exotískt út Borðað með kexi.


Fiskisúpa

Á morgun koma 3 skólasystur úr MA Í mat til mín. Ég ætla að gefa þeim fiskisúpuna góðu frá henni Binnu á Egilsstöðum.    I/2 laukur saxaður,1/2 bolli saxaðar gulrætur, 1/2 bolli saxað sellery,1/2 bolli ,söxuð paprika.  Grænmetið er lettsteikt í oliu. Þá er 2 dósum af Hunts Original Garlic hellt yfir + 3 bollar vatn. 1/2 kjúklingateningur. 1 matskeið púðursykur. 1 peli rjómi . Ég bæti gjarnan 1-2 hvítlauksrifjum við. Þetta er latið malla góða stund (15 mín). þá set ég eitt ýsuflak skorið í munnbita,soðið í 5-7mín. gjarnan dál krabbakjöt eða hörpuskel. Að endingu ca 200gr af rækju sem ég set í pottinn um leið og ég ber fram.  Hvítlauksbrauð og gott hvítvín. Kerti og gleði. Verði ykkur að góðu.   PS. Afmælið hans Davíðs er búið.


Jólaþruma

Við vorum rétt sestar við jólaborðið þegar mikill bjarmi lýsti upp stofuna og í kjölfarið þessi miklli þrumugnýr. Allir glaðir á þessu heimili, maturinn góður og kjötsvimi sótti á mannskapinn snemma kvölds,okkur tókst þó að vaka langt fram á nótt enda B-mæðgur.Það er svolítið gaman að hinn mikli töffari heimilisins varð sem bráðið smér um leið og klukkan varð 6 í gærkvöldi. Fuglarnir eru í jólaskapi enda fengu þeir fullan poka af mör frá sláturtíðinni í haust.

Hlutverk nefsins um jólin

Nú er verið að skrifa síðustu kortin og pakka inn síðustu gjöfunum. Mér þykir þetta ósköp skemmtilegt. Um leið og kortin eru skrifuð rifjar maður upp skemmtilegar stundir með viðkomandi einstaklingum. Ég hef aldrei verið eins værukær og fyrir þessi jól og er bara róleg með það. Þau koma samt. Ég var orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að það hlakka ekki allir til jólanna.  Ég hlakka til alls. Finna skötulytina, hangikjötslyktina, lyktina af hamborgarahryggnum (sem ég þori bara að kaupa í Nóatúni),lyktin af rauðvínssósunni og rauðkálinu. Nefið er mikið notað þessa daga. Greniilmur.Hýacyntulykt. Villibráðarlyktin um áramótin. Lykt af flugeldum. Nostalgian alger.    Ekki gleyma ilminum af piparkökunum og jólaglögginni og ameríska fjallateinu.  Ég man reyndar eftir fleiri ilmtegundum um jól sem eru ekki jafnspennandi.                         Andið rólega,njótið aðventu          

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband