Vankunnátta

Mig langar svo að setja skemmtilega vísu hér inn en kann það ekki enda miðaldra kerling ættuð úr sveit. En ég ætla að setja hana inn í tilefni tíðarfars með skástrikum.              Ég rækta mitt skegg í tæka tíð/ því tennurnar vantar að framan/ það er ekki gott í kulda og hríð/ að kjafturinn nær ekki saman.  Þetta orti KN.  Annars gleður snjórinn mig, allt bjartara og mér þykir lyktin góð. ( man ekki hvað bókin Smillas scent of snow heitir á íslensku) en ég finn lykt af snjónum eins og hún. Allt betra en rigning.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kannastu við þessa vísu eftir KN.  Kýrrassa tók ég trú/ traust hefur reynst mér sú/ í flórnum því fæ ég að standa/ fyrir náð heilags anda?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2008 kl. 03:09

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessa vísu hef ég heyrt en kann hana ekki. KN var skemmtilegur. En farðu aftur á blogg Laufeyja formanns Enstæðra mæðra og lestu mitt kvitt þar. Gott að vera ekki einn  í þessum heimi.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 03:26

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Flott vísa, aldrei heyrt hana fyrr. Skrifa hana hjá mér.

Er sammála þér með snjóinn, allt betra en rigining og rok en svolítið leiðinleg færðin þessa dagana

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ha, hvaða félagi spyr ég eins og álfur út á hól?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.1.2008 kl. 19:00

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það var kona að blogga sem er formaður félags einstæðra mæðra eða foreldra, man ekk hvað það heitir

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband