Hvalur eitt

Hvalur eitt og Hvalur tvö

Hvalur þrjú og fjegur

Hvalur fimm sex og sjö

Hvalur ógurlegur.

......Eru BNA menn ekki sú þjóð sem veiðir flesta hvali?   Af algerri eiginhagsmunasemi vil ég leyfa hvalveiðar. ég hreinlega elska súran hval og grillað hrefnukjöt er algert lostæti. En óþarfi að veiða meira en selst. Svo held ég að áhrif á ferðamennsku séu ofmetin. Held að hvalaskoðun og veiðar geti farið saman. (nú fæ ég aldeilis skammir) Segir ekki Sægreifinn að hvalaskoðendur komi til sín í mat eftir skoðunarferðina?? Mér þykja lítil lömb yndisleg en borða þau nú samt. Hví skyldi annað gilda um hvali??. Og er bara ekki nóg af hvölum? Nei nýtum stofnana skysamlega. Kannski styrkist þá þorskstofninn.


mbl.is Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm namm, súrt hvalrengi hef ég ekki smakkað í fjöldamörg ár og sakna ég þess

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nákvæmlega, hræsnin í könum er yfirnáttúruleg, þeir slátra höfrungum í þúsundavís með netaveiðum og til verja túnfiskveiðar sínar, við erum að tala um að þeir fara á sjó á hraðbátum og skjóta þá með rifflum og láta hræin svo eiga sig.

Svo er auðvitað vitað að líf hvala eru mikilvægari en líf fólks hjá USA.

Hræsnarar.......við eigum að nýta hvalastofna skynsamlega.

Haraldur Davíðsson, 4.6.2008 kl. 02:16

3 Smámynd: Jónas Jónasson

hey! þeir skiluðu keiko..

Jónas Jónasson, 4.6.2008 kl. 04:17

4 Smámynd: Tína

Mér fannst eiginlega fyndið að heyra þegar Rice utanríkisráðherra BNA lýsti yfir vonbrigðum með hvalveiðarnar hjá okkur þegar hún var stödd hér á landi í ljósi þeirrar gagnrýni sem Bandaríkjastórn fékk frá okkar ríkisstjórn varðandi mannréttindabrot í fangabúðum þeirra (sem að sjálfsögðu hýsa alveg STÓRhættulega glæpamenn, að hennar sögn). Þetta kallast kannski að snúa vörn í sókn og gera það með stæl?! Ég vissi í það minnsta ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar ég heyrði þá frétt. En hræsni er þetta og það á háu stigi.

Njótið svo dagsins elskurnar.

Tína, 4.6.2008 kl. 05:43

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er alveg sammála þér Hólmdís mín og því engar skammir frá mér.

Sigrún Jónsdóttir, 4.6.2008 kl. 09:46

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit......en fékk engar skammir....var að vonast til þess

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband