Rústabjörgun

.....það er það sem við þurfum. Nú þarf að 0-stilla Ísland. Ég legg til að við fáum erlenda óháða sérfræðinga til að stýra landinu í gegnum þessa kreppu.  Gefum stjórnmálaflokkunum frí....traustið er farið. Eina vitræna leiðin til að losna við spillingu hér er að taka völdin af núverandi stjórnendum.  Þegar við erum komin í gegnum það versta þarf óháða erlenda sérfræðinga til að fara í saumana á því sem gerst hefur.  Ég held að margt óhreint sé í pokahorninu.   Ég held við búum í spilltasta landi í heimi því miður......og nú verður að ormhreinsa svo við eigum möguleika á framtíð.  Það er sorgleg tilhugsun að við munum missa margt velmenntað fólk í burtu.

Svo byggjum við nýtt Ísland.


mbl.is Ragnar: Ríkið stendur ekki undir skuldbindingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnar varaði nú reyndar við IMF!

En rétt er það að vanhæfni íslenskra ráðamanna og flokkspólitísk spilling er orðin mjög þreytandi og leiðigjörn. 

HP (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:19

2 identicon

Ádur en Ragnar kom fram á svidid var madur nokkur, Thorvaldur Gylfason, hagfraedingur (NB hvorki lögfraedingur né vidskiptafraedingur) búin ad vara vid thessari thróun i marga mánudi og jafnvel árum saman. Enginn hlustadi á hann, menn hlógu ad thvi i Silfri Egils áramótin 2006/2007 ad bankastjórnin vaeri skipud a politiskum forsendum, en thetta er bara sérfraedingsstada og grafalvarlegt mál sem ekki ber ad hlaeja ad, vid erum ad sjá thad núna. Fyndist ykkur edlilegt ad Pétur Blöndal yrdi skipadur yfirlaeknir a heilaskurddeild Landspitalans, eda ad Thorvaldur taeki ad sér stödu héradsdómara? Hann hefur enga thekkingu til thess en af einhverjum óskiljanlegum ástaedum hafa menn gengisfellt hagfraedinga og labbad i störf theirra áratugum saman, en nú var thad dýrt i einkavaedingarumhverfinu, kvedja Jón.

jón (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:32

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl mín elskulega Dís!

Fyrirsögnin þín fær mig nú bara til að rifja upp er þið konur farið að taka skútuna yfir meir og meir, að við eigum einmitt sérfræðing á heimsmælikvarða í RÚSTABJÖRGUN, hana Sólveigu Þorvaldsdóttur!

Spurning bara að láta hana kíkja á þetta!?

ER ekki annars allt sæmilegt að frétta úr "Læknum"?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég þarf að kalla son minn heim til landsins. Hann var í rústabjörgunardeild Björgunarsveitarinnar Ársæls og kann til verka... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:07

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála.  Það þarf óháða rannsókn og hér á landi er enginn óháður

Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

HP var ekki að benda á IMF heldur fá hingað erlenda hagfæðinga sem eru ótengdir íslenskum stjórnmálaöflum.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón ég er sammála þér....það á að velja fagfólk

Lára Hanna......

Sigrún að sjálfsögðu þarf að rannsaka þetta allt af óháðum sérfræðingum þó ekki væri til annars en að læra af því

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 00:08

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jón ég hlusta alltaf af athygli á þorvald Gylfason .

Magnús lífið á læknum gengur sinn vanagang.  Ekki vssum að Sólveig taki þetta að sér...........

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 00:12

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég er nýkomin úr sumarbústaðaferð þar sem ekkert var sjónvarpið, ekkert netið og oh my god, hvað þetta var kærkomin hvíld frá öllum þessum niðurdrepandi fréttum. Ég fékk andlega upplyftingu þessa helgi, auk þess sem ég kúrði og kúrði með mínum góða kúrubangsa......

Mér finnst þetta gott komment hjá þér Hólmdís, en ég nenni samt eiginlega ekki að ergja mig og æsa mig upp í að svara. Ætla bara að láta nægja að kvitta fyrir innlitið hér

Lilja G. Bolladóttir, 13.10.2008 kl. 00:21

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér Hólmdís, að öllu leiti. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kúribangsi?

Skildi Lilja hafa nælt sér í Sigfús Sigurðsson!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 00:47

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja mín.....gott þú áttir góða helgi

Takk Jóna Kolbrún

Magnús það skyldi þó aldrei vera

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 00:53

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Miðað við og ef ég man það rétt, þá er handboltabangsi þessi 1.98 á hæð og svona 110 til 120 kg. Hann kemur því allavega sterkur inn sem kandidat!?

En Lilja mun kannski fræða okkur betur um þetta, hvort veður hafi já svo skjótt skipast í lofti hjá henni!?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband