Fréttir morgundagsins?

Er tíðinda að vænta í fyrramálið?  Ingibjörg talaði alveg skírt í dag þegar hún sagði að það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvarðanir en ekki SÍ.  Ég hef trú á að Samfylkingin hafi gert  það að skilyrði fyrir áframhaldandi  stjórnarsamstarfi að skipt verði um stjórn SÍ.  Sennilega var  ekki svo erfitt að sannfæra suma ráðherra flokkksins  um að nauðsynlegt væri að skipta SÍ stjórninni út. Það einfaldlega verður að vera traust á bankann.  Það er morgunljóst að það er ekki til staðar í dag.  Ég held að við þurfum ekkert að vera svo hrædd lán alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

En mér finnst stjórnarliðar ekki nægilega duglegir að upplýsa okkur fólkið sem þau eru á launum hjá.


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég gæti trúað að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setji líka það skilyrði að "fagfólk" taki við stjórn SÍ.

Sigrún Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það finnst mér mjög líklegt Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er málið. Við fáum örugglega einhverjar fréttir í fyrramálið.

Haraldur Bjarnason, 19.10.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setji það sem skilyrði fyrir láni að fagmenn verði settir yfir Seðlabanka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur.......við fáum miklar fréttir á morgun

JK þeir setja eflaust slíkt skilyrði....

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband