Amma ( lesefni fyrir Danna)

..........Í dag er afmælisdagur Gunnfríðar ömmu minnar. Hún fæddist fyrir 103 árum á Botni í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. ( sem hann afi kallaði nástrandir)  Og var VESTFIRÐINGUR.   Foreldrar hennar voru Bjarni Aron og Elín. Amma átti einn tvíburabróður Guðmund  en hann fórst ungur í sjóslysi.  Amma flutti norður  í Eyjafjörð og var ráðskona á Kristnesi.  Féll þar fyrir ráðsmanninum Helga Dan og giftist honum og átti með honum 2 börn  Örn og Auði. Barnabörnin eru 8.  Og langömmu og afabörnin 17.  Þau bjuggu lengst af á Björk í Öngulsstaðahreppi en fluttu til Akureyrar þegar þau hættu búskap.  Ég var svo lánsöm að fá að  vera dekurrófa í sveitinni.  Amma var snilldar bakari og góður kokkur.  Og mikil hannyrðakona.  Óf gólftuskur og trefla fyrir Rússlandsmarkað.  Og í mörg ár prjónaði hún eina lopapeysu á viku til að selja. Amma var minn fyrsti og eini smíðakennari og smíðaði ég þónokkra fjósakolla þarna í sveitinn. Ég bjó seinna hjá ömmu 3 vetur á Akureyri og hafði það aldeilis gott.   Allir mínir vinir voru velkomnir í eldhúsið hjá ömmu í laugardagssnúða eða Berlínarbollur.

Amma talaði svolítið dönskuskotið mál og kallaði allar sínar vinkonur frú þetta og frú hitt.  Og henni var heldur betur annt um klæðaburð sinn.  Amma var mjög vinstrisinnuð og henni hefði alls ekki líkað ástandið í dag. Það er gott að minnast hennar.

Minn arfur frá henni er mikil ást á kæstri skötu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kæst skata og félagslegt upplag er ekki slæm arfleifð  Til hamingju með þína vestfirsku ömmu Hólmdís mín

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Sigrún

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ja mikið asskoti eigum við margt sameiginlegt. Amma var fædd í Botni en held að sá Botn hafi verið í Súgandafirði (þú leiðréttir mig Sigrún ef það er ekki rétt). Hún eignaðist 10 börn og þau afi hrúguðu þeim saman í bát og fluttu á Akranes 1928 ásamt fjölskyldu Sigurðar bróður afa Hallbjörnssona og settust þar að með allt sitt hafurtask.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

p.s. skata var alltaf hversdagsmatur heima og hún er sælgæti.

Haraldur Bjarnason, 6.11.2008 kl. 23:15

5 identicon

Falleg lýsing af ömmu þinni. Amma mín fæddist í Skötufirði við Ísafjarðardjúp og endaði æfina á Akureyri. Skyldu þær hafa þekkst?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halli ég held að það sé Botn í næstum hverjum firði fyrir vestan. Skötu borða ég bara á Þorláksmessu....skötustöppu með hnoðmör.  Og borða þá alltaf yfir mig.  Svo á ég kalda stöppu yfir öll jólin.  Það er mitt konfekt. Þegar dætur mínar voru litlar og orðnar spenntar fyrir jólunum spurðu þær:" hvenær kemur dagurinn með vondu lyktinni"

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fiskur er nú almennt góður matur, sem hinn nýungabilaði Íslendingur hefur því miður nánast týnt niður.

En göfuga FRÚ Hólmdís, ég mæti samt ekki í þína KÆSTU skötu nema þú hafir mígið á hana sjálf og það í vitna viðurvist!

En tek nú auðvitað hjartanlega undir með hamingjuóskum um hana ömmu þína, gaman að lesa þetta fyrir mig strákstaulan sem bara nokkuð ungur fékk áhuga á Ættfræði!En hún mamma þín valdi goðan fæðingardag fyrir þig sjálfa, bara mánuði og snemma til að þú hétir eitthvað allt annað en Hólmdís!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.11.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Botn er til í öllum vestfirskum fjörðum, þannig að Súgandafjörður á einn slíkan líka Haraldur minn.  Veit bara að afi þinn kom frá suðurfjörðunum, Tálknafirði eða Bíldudal, en sennilega hefur heimasætan í Botni Súgandafjarðar tælt hann þangað okkur Súgfirðingum til mikillar blessunar.  Skil samt ekkert í því að amma þín hafi ekki fallið fyrir honum Albert afa, sem var vinnumaður í Botni á þessum tíma....hann fann sína elsku í Skálavík

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 23:31

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi ég man vel eftir ömmu þinni Möttu. Held að þær hafi ekki þekkst.  Hvaða ár var amma þín fædd?

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús Geir.....móðir mín hefði aldrei skírt Gunnfríði. Bróðir hennar á Gunnfríði Svölu sem hætti að nota Gunnfríðarnafnið þegar amma dó.

Já ég hef alltaf átt góðan afmælisdag þangað til síðast en þá hrundi Ísland!!!!!!!!

Ég býða alltaf vinkonu minni í skötu en hún mætir aldrei!!!!!!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:04

11 identicon

Matthildur, langamma var fædd á Snæfjallaströnd, að ég held 1892 en dóttir hennar, Rósa, amma mín, fæddist að Hjöllum í Skötufirði, man ekki hvenær. Hún bjó lengi á Eyrinni á Akureyri.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:11

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún, Halli og Húnbogi við erum kannski öll komin af Brynjólfi sterka á Rauðasandi.....a.m.k er ég það!     Annars er ættfræði ömmu skemmtileg full af konungum....gott ef ég á ekki tilkall til Írlands.  þegar herðir meira að er aldrei að vita hvað maður gerir  

       







Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:16

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þori ekki að sverja fyrir mín tengsl.....en er ekki nóg að ég fylgi þér "konungborna" mær?

Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:22

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já alveg rétt Húnbogi....man þetta núna.  En bærinn hennar ömmu þinnar er í óskaplegum bratta!!!!!!!!      Þess vegna kallaði afi minn þetta andskotans nástrandir því undirlendi er svo lítið miðað við blómlegar sveitir Eyjafjarðar. Þó er Botn ömmu með betri jörðum fyrir vestan.  Kannski þær hafi þekkst amma þín og amma en man ekki að hafa heyrt það.   En hinar ömmur okkar þekktust svo mikið er víst!

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:24

15 identicon

Góð hugmynd...Flytjum til Írlands með sama hugarfari og gyðingarnir sem fluttu, Fyrir nokkrum áratugum, til Palestínu.......

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:25

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún hirðmær  jú jú   En mikið væri bara gott að eigna sér Írland.....ætli það sé engin eyja þar sem við getum tekið?

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:26

17 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nú þarf ég að fara í ættfræðibækur......kannski ég ykkur þar....

Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 00:27

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi...........úpps.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:28

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halli afi minn Helgi átti mikið bókasafn...........las ættfræði alla daga hann hefði fundið þetta út eins og skot.  Er búin að gleyma aðgangsorði mínu í Íslendingabók.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 00:31

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband