Hvað á að borða á Gamlárskvöld?

....................Dæturnar reyna að fremsta megni að stjórna mat bæði hér og hjá pabba sínum.  Ég á hreindýr sem mig langar að hafa á Gamlárskvöld.  Sú yngri " dettur þér í alvöru í hug að hafa hreindýr ef ég verð heima? það er ógeðslegt. " Sú eldri" mamma hafðu það á Nýárskvöld því ég ætla að vera hjá pabba á Gamlárskvöld."   Svo komst sú yngri að því að það yrði enn ógeðslegri matur hjá pabba sínum heldur en hér svo hún verður hér.   Hún reyndar hættir alltaf við að fara til hans.  Hefur víst heimsótt hann einu sinni á þessu ári.  Æææææææææææ þetta er ekki í fyrsta sinnið sem þær flækja málin.  En ég á andabringur sem ég get steikt á Gamlárskvöld.......litla frekjan vill þær. Svo ég verð í eldamennsku báða dagana til að þóknast öllum.

Keypti nokkrar hörpuskeljar í dag.....kosta tæplega 5000kr kílóið!!!!!!!!!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Pizzu? Eru þá ekki allir glaðir?

Víðir Benediktsson, 29.12.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hótel Mamma er nottla alltaf best

Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

fimm þúsund kall???

Vá hvurslags geðveiki er það?

Má ég þá heldur biðja um humar á 3000 kall kílóið

Soffía Valdimarsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ekki ætlarðu að gomsa í þig humarinn með skelinni og öllu? 50% í dallinn og þá er kílóverðið komið í 6000 kr.

Víðir Benediktsson, 30.12.2008 kl. 00:23

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hér verður lambahryggur með rjómasveppasósu og humarsúpa í forrétt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2008 kl. 01:08

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Víðir pizzufrí....þær vilja almennilegar steikur. Rétt þetta með humarinn

Sigrún ójá

Soffía þetta er geðveiki.

Líst vel á það Jóna Kolla

Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2008 kl. 04:35

7 Smámynd: Brynja skordal

Takk:) En já bæði er þetta ljúfengur matur sem þú ætlar að bjóða upp á  En vá verðið á skelinni dí myndi ekki tíma að borða þetta heheh seigi svona Er ekki komið á hreint með dinner á ísó en vonandi eitthvað gott langar í Humar sko slef! Hafðu ljúf áramót og Gleðilegt ár

Brynja skordal, 30.12.2008 kl. 05:09

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já ég væri alveg til í humar Brynja .  Gleðilegt árVerðið er skandall en ég keypti lítið!

Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband