Auður stóll í Háskólabíói /ræðumanni hótað af ráðherra.

.................vona að það þýði að sætið sé laust!  Það hrópaði á mann að sjálfstæðisflokkurinn einn flokka skyldi hunsa þennan góða fund.  Sá flokkur telur sig sennilega ekki eiga neitt vanrætt við skrílinn.

Mikil stemning var á fundinum. Robert Wade fór á kostum og var mjög hylltur. Hann vildi senda seðlabankastjóra til Vuanutu.  Hann gerði gys að hagfræði Péturs Blöndal. Honum þótti líka merkilegt að hér hefði enginn axlað ábyrgð.  Hann gagnrýndi hversu seint stjórnvöld hér brugðust við málum. En honum fannst það besta sem væri að gerast á Íslandi væri að fólkið hefði risið upp og vildi hafa áhrif á framhaldið, Annar ræðumaður var Raffaella Tenconi. Bæði voru þau svartsýn á framhaldið í efnahagsmálum og töldu næstu 2 ár verða erfið.  Herbert Sveinbjörnsson var með góða ræðu og svo var einhver frá Viðskiptaráði Íslands sem ég kann ekki að nefna .

Hetja kvöldsins var  óumdeilanlega Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.  Hún byrjaði að upplýsa það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði hringt í sig í dag. Og sagt henni að tala varlega á fundinum í kvöld. Þetta var hótun!    Síðan rakti hún samskipti sín við Guðlaug Þór og lýsti hans vinnubrögðum. Hann hafði m.a. misst stjórn á skapi sínum við hana. Það sem hún sagði var hreint ekki til að auka álit mitt á ráðherranum. Enda kom krafa um að hann yrði settur af eigi síðar en á hádegi á morgun.  Það þarf kjark til að halda svona ræðu en mikið varð ég stolt af konunni.

Fulltrúar Viðskiptaráðs voru spurðir hvort þeir hefðu áyktað eitthvað um Heilbrigðiskerfið.  Jú þeir höfðu reyndar  ályktað um að hin nýja sjúkratryggingastofnun væri glapræði hún væri allt of dýr!!! 

Þetta var frábærlega góður fundur.  Ég held að fólk verði ekki stöðvað hér eftir.


mbl.is Fullur salur í Háskólabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takk fyrir þetta. Var að fylgjast með Robert Wade í Kastljósi.  Maður verður máttvana af reiði við að hlusta á hann rekja aðvörunarorð Þeirra tveggja hagspekinga sem ríkisstjórn okkar hló út af borðinu.

Hann bar lof á styrk mótmælenda. Það segir okkur að ef við látum ekki deigan síga en eflum andstöðu okkar með auknum fjölda og öllum tiltækum ráðum munu aukast líkur á að alþjóðasamfélagið skerist í leikinn með okkur.

Hann sagði viðbrögð stjórnvalda , Seðlabankans og fjámálaeftirlits hafa einkennst af ráðleysi og mistökum! Hefur orðið breyting á því?

Nú velti ég upp þeirri spurningu hvort ofbeldi stjórnvalda gegn okkur og lýsir sér í hrokafullri afneitun á ábyrgð gerða sinna- megi fremur flokka til lýðræðisfasisma en herforingjastjórnar í yfirfærðri merkingu.

En sigur er framundan fyrr en seinna ef við slökum ekki á!

Árni Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Árni og þú hjálpar okkur með þinni skynsemisrödd. Nú höldum við bara áfram!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hlakka til þess að sjá fundinn á miðvikudaginn eftir 10 fréttir á Ruv.   Ég horfði á Robert Wade í Kastljósinu og var hann góður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2009 kl. 00:46

4 identicon

Og Guðlaugur Þór birtist sama kvöld og biður þjóðina fyrirgefningar?

Auðmýkt? svarið er nei!

Tilviljun?  svarið er nei!

Fordæmdur?  jah - hvað vitum við ?

ttp://www.visir.is/article/20090112/FRETTIR01/29090016

Sigurlaug (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:56

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ætli sjálfstæðismenn séu ekki bara hræddir um að verða bornir út eins og jólasveinninn?

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stjórnvöldum er ekki sætt lengur!  Við gefumst ekkert upp.

En mér er flökurt að hugsa til vinnubragða Guðlaus Þórs.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 01:12

7 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Framkoma sumra sjálfstæðismanna er ótrúlega  hrokafull  þessa dagana og sýnir auðvitað varnarleysi þeirra gagnvart þeim aðstæðum sem þeir bera mikla ábyrgð á.  Auðvitað bera þeir ekki ábyrgðina einir heldur allir þingflokkar sem á Alþingi sitja, líka stjórnarandstaðan.  Ég reyndi að fylgja Heilbrigðisráðherranum eftir í útúrsnúningum hans í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann svaraði held ég aldrei einni einustu spurningu, heldur fór alltaf að tala um eitthvað allt annað.  Mér datt einna helst í hug að hann þyrfti á aðstoð heilbriðiskerfisins að halda, ég vona bara að hann komi ekki að lokuðum dyrum.  Þannig að ef hann hefur hótað þessari konu í dag, þá er kemur þetta allt heim og saman,  tala nú ekki um ef hann hefur misst stjórn á skapi sínu.

Magnús Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Skrifaði grein um þessa grein þína. Sjá hér:

Sjálfstæðismenn óttast að verða bornir út af "Lokuðum-borgarafundi"

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 01:59

9 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvað í fjáranum getur réttlætt það að ráðherra hringi í einhvern sem á að fara að tala á borgarafundi og segi við viðkomandi "þú talar gætilega á fundinum í kvöld, er það ekki?"..........?

Allar raunverulegar hótanir valdhafa eru sagðar undir rós - einmitt af því að þá er hægt að snúa út úr þeim ef upp um þær kemst. Þetta var HÓTUN.

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 02:07

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sannarlega var þetta hótun. Og vinnbröð hans eru með ólíkindum. Ástþór það kemur fólk úr öllum flokkum á þessa fundi og þeir eru mjög upplýsandi.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 02:24

11 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Það þýðir ekkert orðið fyrir D-listafólkið að koma á mótmælafundinaþÞeir eru bara hreinlega púaðir niður.Og vonandi verður niðurlæging þeira enn meiri í vor þegar kosið verður

Ólafur Ragnarsson, 13.1.2009 kl. 03:45

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það verðu ekki kosið í vor. Það verður líklega aldrei aftur kosið á Íslandi nema til málamynda eins og í Rússlandi. Spillingaröflin hafa sigrað - öll von er úti. Geir mun ná alræðisvaldi þegar hrun 2 hefur innreið sína og gamla fólkið (og auðvitað allir) missir lífeyrinn sinn. Þá hefst hér fátækt eins og tíðkast nú í Rússlandi - þar sem 90% þjóðarinnar lifir á hungurmörkum en hinir lifa í vellystingum í Pétursborg og Moskvu. Þetta er ekki hægt að koma í veg fyrir. Geir hefur sigrað og nú mun hann njóta vellystinganna ásamt þeim sem hann raunverulega starfar fyrir.

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 03:50

13 Smámynd: Neddi

"Ætli sjálfstæðismenn séu ekki bara hræddir um að verða bornir út eins og jólasveinninn?" Spyr Ástþór.

Á fyrsta borgarafundinn mættu þau Sigurður Kári Kristjánsson, Pétur H. Blöndal, Ólöf Nordal, Illugi Gunnarsson sem fulltrúar sjálfstæðismanna.

Á fundi nr. 2 mætti Illugi Gunnarsson í panel sem fulltrúi sjálfstæðismanna.

Þriðji fundurinn var um blaðamenn þannig að flokkarnir áttu ekki sinn fulltrúa á honum.

Og á stóra fundinum, þeim fyrsta í Háskólabíói, mættu sjálfstæðisráðherrarnir Geir Haarde, Þorgerður Katrín, Einar K. Guðfinnsson og Árni Matt auk þess sem eitthvað af þingmönnum sjálfstæðisflokksins voru á sviðinu sem áheyrnarfulltrúar.

Af þessu má sjá að sjálfstæðismenn hafa ekki haft neitt að óttast á þessum fundum og hvers vegna ætti það að hafa breyst eitthvað.

Þessar nýjustu upphrópanir Ástþórs eru því eingöngu gerðar í þeim tilgangi að skapa úlfúð og þykir mér það merkilegt að maður sem kennir sig við frið skuli vera svona duglegur við að skapa ófrið.

Neddi, 13.1.2009 kl. 09:08

14 identicon

Ennþá styður fimmti hver kjósandi Sjálfstæðisflokkinn! Ef við eigum að afstýra því sem Þór Jóhannesson spáir, þá verðum við að ná þessum fimmta hverjum og koma þeim í skilning um hvað er að gerast í kring um þá.

Það á ekki að setja Davíð í eitthvert ræðismanns starf í langtíburtu. Það á bara að reka hann, bless, og hann á ekki skilið að fá eftirlaun. Hann er búinn að eyða ævitekjunum fyrirfram. Hann getur bara gengið um og leitað að vinnu eins og aðrir.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 09:08

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Við sem áttum ekki heimangengt höfum ekki séð og heyrt fundinn. RÚV ætlar víst að láta svo lítið og leyfa okkur að fylgjast með á miðvikudagskvöld.

frábært að svona margir hafi mætt, held að andstaðan sé að eflast, sést á fundinum og því að aldrei hafa fleiri mætt á laugardagsfundina.

Við erum bara rétt að byrja og hættum ekki fyrr en við fáum lýðræðið í okkar hendur.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 09:45

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit. Vona að Þór verði ekki sannspár.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 10:22

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk Hólmdís mín fyrir þessa úttekt á fundinum.  Ekki er hægt að treysta á fjölmiðla lengur, það er fullljóst og forkastanlegt.

Sigrún Jónsdóttir, 13.1.2009 kl. 11:11

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún mín þú græðir ekkert á fjölmiðlum!

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 12:23

19 Smámynd: Hlédís

Tek undir þakkirnar með Sigrúnu.   Baráttukveðja!

Hlédís, 13.1.2009 kl. 12:38

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hlé Guðm og Stefán hvet ykkur einregið tl að hlusta á miðvikudagskvöldið. Ég myndi gera það aftur ef ég hefði tækifæri til þess. Hrokinn er yfirgengilegur Stefán en Guðlaugur kannast ekki við neitt í dag!

En mig megum ekki gefast upp ef við viljum fá heilbrigt samfélag.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 13:20

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hroki Guðlaugs kemur til af því að hann er af kynslóð heimagerðra flokksgæðinga, ræktaður í skúffu í Valhöll, og svo sleppt lausum eins og varðhundi flokksins og einkavinafélagsins.......

...en það þarf að gera fjölmiðlamál úr hótun ráðherra, jafnvel að leggja fram formlega kvörtu til umboðsmanns Alþingis, krefjast afsökunarbeiðni á opinberum vettvangi, og svo afsagnar hans á eftir.

Haraldur Davíðsson, 13.1.2009 kl. 14:33

22 identicon

Er "hrokinn" sá sami nú þegar komið er í ljós að ráðherratetrið var engin önnur en hún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir?

Allavega hefur ekki komið inn færsla eftir að hið "sanna" kom í ljós!

Hvernig hefðu kvöldfréttir t.d. Stöðvar 2 verið hefði Guðl. Þór staðfest að hann væri sá hinn "seki"? ......... Nú eða fyrirsagnir vefsíða fjölmiðla?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:31

23 Smámynd: Þór Jóhannesson

Held, Viðskrifarinn, að fólk sé einfaldlega í sjokki yfir þessum einræðisherratilburðum í Ingibjörgu - kemur mér ekki á óvart en íslendingar eru svo blindir að þeir trúa því að hún sé einhver jafnaðarmaður.

Finnst þetta að vísu snilld hjá Sigurbjörgu að segja ekki hver þetta var. Það varð til þess að Ingibjörg var svæld út úr greninu þar sem ALLIR lágu undir grun og meira að segja fólk farið að hengja bakara fyrir smið. Þannig komst hún ekki hjá því að stíga fram. Ef Sigurbjörg hefði sagt hreint út hvaða ráðherra þetta hefði verðið hefði Ingibjörg mjög líklega "komið af fjöllum" líkt og Guðlaugur í dag. Snilldarbragð á ferðinni af þessari frelsishetju - sem setur málstaðinn ofar flokkshollustu við formanninn!

En staðreyndin er að þessir einræðisherratilburðir hjá Ingibjörgu Sólrúnu sýna að hún telur sig hafa alræðisvald yfir fólki. Manni grunar að þetta séu aðferðirnar sem hún beitir innanflokks þingmenn og ráðherra sem voga sér að segja eitthvað annað en hún samþykir --- mig grunar að hún kalli þá snarlega á sinni fund og minni þá á a "tala varlega því það borgi sig fyrir þá".

Von þjóðarinnar er að Samfylkingin rísi upp gegn gerspilltum foringjanum og kljúfi þar með ríkisstjórnina í mikilli þökk fólksins í landinu.

Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 20:45

24 identicon

Hvað er satt? Hverju getum við trúað?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:46

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er nú það. Báðir þessir ráðherrar hafa sýnt þjóðinni hroka.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 22:31

26 Smámynd: Hlédís

ISG sýnir í flestu al-"Davíðska" tilburði!  Þetta eru aðferðir sem lengi hafa gagnast valdasjúku fólki.           Guðlaugur er í "tindáta-leik" með sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk alls Íslands, án þess að telja sig þurfa að tala við dúkkurnar/dátana. Held , næstum, að strákurinn telji sig fara rétt að!

Hlédís, 13.1.2009 kl. 23:01

27 Smámynd: Haraldur Davíðsson

ÆÆ Guðlaugur hafður fyrir rangri sök, en ISG má þá bara taka við kyndlinum...

Haraldur Davíðsson, 13.1.2009 kl. 23:25

28 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það breytir engu hver á í hlut og hvort að ISG gerði þetta sem vinkona eða ráðherra, skilst að þáttur GÞ hafi verið þegar konan sótti um starf en því var eðlilega búið að ráðstafa til vinatengslavinar.

Rut Sumarliðadóttir, 14.1.2009 kl. 13:16

29 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Rut vinnubrögð GÞ skána lítið þótt hann eigi kannski ekki þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2009 kl. 13:42

30 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nákvæmlega Hólmdís - við meigum ekki gleyma að í þessum töluðu orðum er hann á fullu að reyna að einkavæða "gróðravæna" hluta heilbrigðiskerfisins. Þ.e.a.s. þann hluta þess sem fólk "verður" að borga fyrir ef það ætlar ekki hreinlega að drepast ellegar. Þetta er frjálsyggjufasisti af hættulegustu sort og honum þarf að koma frá völdum strax - ásamt hinum pólitíkusunum sem eru ENNÞÁ að eyðileggja landið og gera ekki neitt til þess að verjast næsta hruni - ætla sér líklega að GRÆÐA á því líka.

Þór Jóhannesson, 14.1.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband