Kreppukostir.

....Ég tengi þetta við þessa frétt vegna þess að mig grunar að svona atburður sé afleyðing af því firrta samfélagi sem við höfum búið í.    Í öllu gróðærinu hefur þjóðin unnið myrkranna á milli.  Sumir hafa þurft þess til að eignast þak yfir höfuðið( vegna laglaunastefnu) aðrir hafa vilja hærri laun (græðgi) og enn aðrir vegna kröfu frá vinnuveitendum.    Sama hver orsökin er þá hefur vinnudagur verið allt of langur hjá okkur sem sannarlega bitnar á á uppeldi barna okkar og þeim skilyrðum sem við höfum búið þeim.  Allt of lítill tími hefur verið fyrir fólk til að sinna fjölskyldum sínum.  Fólk hefur komið seint heim úr  vinnu (jafnvel farið í ræktina líka)......og þá eru eftir heimilsistörfin...allir þreyttir og pirraðir.  Við verðum að vinda ofan af þessu.......líklega gerist það sjálfkrafa í efnahagsþrengingunum.   En ég held að þeir þúsundir sem eru án vinnu núna séu ekki að njóta kostanna við að fá allt í einu mikinn tíma með fjölskydunni. Einfaldlega vegna áhyggja...og það getur bitnað illa á öðrum fjölskyldumeðlimum.  Og fjölskyldur munu sundrast.

Við verðum að byggja hér upp á nýtt og kreppan gefur okkur tækifæri til þess.   Nú er tækifæri til að stytta vinnuvikuna á Íslandi  ( þá fá fleiri vinnu). En ef við viljum að samfélagið verði fjölskylduvænt og manneskjulegt verður að minnka greiðslubyrði fólks......annars fer allt smám saman  í sama farið hvað varðar óhóflegan langan vinnudag...því fólk reynir að borga niður skuldirnar þótt vonlítið sé. Það er einfaldlega ómannúðlegt að ætla fólki að borga skuldir sem hafa margfaldast á stuttum tíma og allar forsendur lánanna brostnar. Því segi ég verðtrygginguna burt......

Framtíðarsýnin verður að vera sú að fólk geti lifað sómasamlega af sínum launum.   Og þá miða ég við fullt starf og eðlilegan vinutíma. Það þarf að stokka upp allt launakerfi á landinu. Og jafna laun.

Notum kreppuna til að leiða okkur á réttar brautir.

 


mbl.is Stúlka varð fyrir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Sæl.

 Þetta hefur ekkert með kreppu að gera. Það má ekki kenna "kreppunni" um allt sem miður fer í dag.

Málið er að það verður að taka á gerendum af meiri alvöru, en gert er í dag.

Ingunn Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 05:44

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tek undir hvert einasta orð hjá þér Hólmdís mín.  Nú er t.d. lag til að koma einu af aðalbaráttumálum vaktavinnufóklks til framkvæmda.  100% laun fyrir 80% vinnu.  Það hlýtur að vera betra að fækka fólki á atvinnuleysisskrá og skapa mannúðlegt vinnuumhverfi á sama tíma.

Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ingunn ég er alls ekki að kenna kreppunnu þennan atburð heldur því ástandi sem við bjuggum við fram að kreppu. En takk fyrir innlit,

Sigrun nema hvað?

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flott Hólmdís mín og ég tek undir með þér í þessu.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 15:31

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek undir sjónarmið þitt Hólmdís, ég held að hluti ástæðunnar sé það að börnin ganga of mikið sjálfala.  Foreldrarnir eru allt of lengi í vinnu.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:31

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Við getum ekki vitað hvernig uppeldi þessara stúlkna var en líklega hefði það mátt betur fara. Ég reikna með að foreldrar ofbeldisstúlknana eigi um sárt að binda núna og er þeim vorkun fyrir að börn þeirra skuli taka þátt í skipulögðum glæp sem þessum.

Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 16:25

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit......nei við vitum ekkert um uppeldi þessara stúlkna en við vitum um allan tímaskortinn sem verið hefur í þjóðfélaginu.   vIÐ ÞURFUM AÐ VANDA OKKUR BETUR ÞEGAR VIÐ BYGGJUM UPP Á NÝ.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2009 kl. 03:03

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég vildi óska þess að þú réðir meiru hér á landi Hólmdís, þetta er svo rétt hjá þér og algjör sannleikur.

Helgarkveðja til þín frá mér

Sigrún Óskars, 2.5.2009 kl. 08:40

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Stefán við þurfum að upphefja gömlu góðu gildin.

Sigrún sömuleiðis.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2009 kl. 11:28

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hrikalegt

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 13:57

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já Hólmdís ég er þér alveg hjartanlega sammála, og vil líka taka undir það sem hún Sigrún segir hér fyrir ofan. -  Það má líka nota tækifærið og fækka vikulegum dagvinnustundum niður í 35 klst. á þeim launum sem fólk er á núna.  - En það þarf samt að byrja á að hækka lægstu launin, hvað sem hver segir, síðan má fækka vinnustundum osfrv. - Þá fá allir meiri tíma til að vera með börnunum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2009 kl. 00:56

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við erum sammála Lilja

Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2009 kl. 00:47

13 Smámynd: Ragnheiður

Hjartanlega sammála, til baka litið þá hefði ég viljað geta eytt meiri tíma með mínum börnum þegar þau þurftu þess með..

Ragnheiður , 4.5.2009 kl. 22:56

14 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 04:13

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.5.2009 kl. 12:23

16 Smámynd: Offari

Sammála þér. Ég eyddi of mörgum vinnustundum í að koma mér út úr skuldasúpuni og hafði lítin tíma fyrir elstu stelpuna. Nú hef ég meiri tíma með börnunum og gæti vel þegið enn meiri tíma með þeim.

Stytting vinnuvikunar gæti líka hleypt atvinnulausum að svo það eru ekki bara börnin sem græða á því.

Offari, 12.5.2009 kl. 21:26

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 21:34

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

til hamingju með dúlluna þína Offari

Hólmdís Hjartardóttir, 12.5.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband