Er ekki sýslumaður vanhæfur vegna ættartengsla?

.............................spyr ég fávís konan.  Þessi lögbannsúrskurður er sem olía á eld. Reiðin sem kraumar í þjóðfélaginu hlýtur að verða enn sýnilegri.  Það er ekki ólíklegt að það verði gert áhlaup á Kaupþing á þriðjudaginn.  Það er bara verst að geta engum banka treyst.

Fólkið í landinu bíður eftir handtökum og frystingu eigna auðmanna. Og er orðið langeygt.  Þetta getur ekki endað með öðru en byltingu.

 


mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

auðvitað er hann vanhæfur - það er ekki spurning. en að hann hafi fengið að setja lögbannið - maður setur spurningu við það.

skítalyktin bara magnast.

Sigrún Óskars, 2.8.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sýnir hvað spillingin er hér samgróin öllu.Hefur sjálfsagt ekki velt þessu fyrir sér að

hann gæti verið vanhæfur.Skv.lögum er hann vanhæfur og allir starfsmenn hans einnig.Með þessu gerir Sýslumaðurinn í raun lítið úr undirmönnum sínum. 

Einar Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki bara vanhæfur, hann framdi óhæfuverk. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2009 kl. 15:20

4 identicon

Sem viðskiptamaður í Kaupþingi, áður Búnaðarbankanum, er maður virkilega að spá í að hætta viðskiptum þar (versta er að það er ekki um auðugann garða að gresja annars staðar).

   Með hreinum ólíkindum að sýslumaður skuli ekki hafa verið dæmdur vanhæfur í þessu máli, þó að ég þekki ekki nákvæmlega hvernig ákvörðunin var tekinn. 

    ....síðan er efnislega niðurstaðan athyglisverð. Þetta er bara því miður dæmigert. Þetta sýnir bara að Ísland er ekki tilbúið að gera þetta hrun upp!!! Vonandi verður breyting á því. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 17:14

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég er kannski alveg van- bæði og óhæfur til alls, nema kannski að benda þér á Danske Bank, þú mannst þennan sem var alltaf að skamma íslensku bankana, þarft ekki að treysta neinum íslenskum, bara honum. En kannski Sparisjóður Glæsibæjarhrepps sé í lagi ennþá? Mínar millur allar eru þó enn í einum bankanna þriggja, en ekki í K.Vantar þig nokkuð fyrir Tuborgurunum eða fiskibollunum H?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 17:19

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk öll.

Nei það virðist lítill áhugi á að gera upp hrunið.

Magnús ég er komin í Danske Bank.....geturðu ekki bara sent fiskibollur?

Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2009 kl. 22:04

7 Smámynd: Offari

Það átti fyrir löngu að afnema bankaleyndina þega ljóst var að óprútnir menn höfðu notað bankaleyndina til að framkvæma stærsta rán sögunar.

Offari, 3.8.2009 kl. 13:41

8 Smámynd: Eygló

Held að kúlulánin hljóti að hafa verið kýlalán; allt kreist út - innanfrá

Eygló, 3.8.2009 kl. 22:19

9 identicon

Væri ég betur menntaður og yngri færi ég af skerinu Hólmdís.Þetta er óvenju hörð peningamafía á Íslandi venjulegu fólki er varla vært.Það verður að smyrja í peningaholurnar með háum vöxtum og verðtryggingu ,vinna vinna eignast ekki neitt.

Hörður Halldórs (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 22:59

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Hörður þetta er ömurleg staða.

Glingló....................................satt satt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2009 kl. 04:47

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jæja búið að aflétta þessu banni og allir geta þerrað tárin þess vegna! Hvað eigi svo að gera við þennan Rúnka Sýsló veit ég ekki nema hvað að kallin ku víst vera að komast á aldur eða svo gott sem.

Þú meinar svona klassískt hakkaðar úr eðalfangi sjávar, ýsu, þorsk, lúðu...?

Vilt kannski fá almennilegar rauðar íslenskar með?

Svona góðmeti ekki til í Gósenlandinu, en þar stendur Brugsen rauðkálið þó alltaf fyrir sínu!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 21:47

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Byrjaðu að hakka Magnús!!!!!!   Á ttu kannski nýtt gullauga?   Annars eru rauðar ágætar.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.8.2009 kl. 21:57

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Pakkid á Islandi lætur ekki deigann síga frekar en fyrridaginn í bankamálum  fekar en ödru sem snýr ad útrásarpakkinu.

Tetta er spurning hvada banka madur á ad treysta á ???? Ekki neinn á Íslandi alla vega.

Knús frá Jyderup

PS. Nú er búid ad henda konunni út af Facebook og læsa sídunni.

Af hverju veit ég ekki og fæ engin svör.Tad er líka PAKK.  arrrggggg.

Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 07:18

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ja Guðrún  mín....en ég fæ líka hótanir um lokun á fb.

Þú getur opnað síðu undir nýrri kennitölu......kennitöluflakk þykir ekkert tilkomumál nú til dags.  Mér finnst arfavont að missa þig af fb.

Kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2009 kl. 08:19

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk elskuleg.

Ætti kannski ad prufa tad .En ved ég tá ad skipta um nafn líka ......Hafa teir prest til ad sinna tessari tjónustu á FB?

Knus

Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 09:59

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég var nú sjálfur óvart að detta í þetta Fésbókarfargan. Skil ekki upp né niður í því enn eða mjög lítið og enn minna í að alltaf skuli verið að áreita og hóta þar fallegum dömum! Hvað eruð þið Guðrún til dæmis að gera þarna, fatafellast kannski og klæmast eitthvað um vondu ríkisstjórnina flórmokandi!?

Hvert á að senda bollurnar, á danska hjálpræðisherinn eða á farfuglaheimilið sem ég gisti sjálfur á einvhern tíman á?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 09:52

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 7.8.2009 kl. 17:28

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Arrgh, hættu að senda myndir á mig, stríðnisstrumpan þín!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.8.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband