Aðskilnaður ríkis og kirkju.

....Mér hefur reyndar alltaf þótt það skjóta skökku við að trú sé ríkisrekin. En mér finnst þetta tímaskekkja.     En nú þegar verið er að skera niður í mennta-og heilbrigðismálum ætti það að vera krafa að aðskilja ríki og kirkju.  Það er fráleitt að skattpeningarnir okkar fari í þetta.  Aurana sem við spörum með þessu getum við notað til að efla velferðarkerfið.   Við hljótum að þurfa að forgangsraða í hvað aurunum er eytt. 

Sjálf var ég eins og svo margir skráð í þetta trúfélag að mér forspurðri . Minn trassaskapur er að hafa ekki skráð mig úr þessum félagsskap fyrir margt löngu.

Ég hef ekkert á móti því að fók iðki sína trú í sínum kirkjum en ég vil bara ekki borga fyrir það. "Neytendur" eiga sjálfir að borga fyrir.

Þetta finnst mér og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir íslendingar sem bera virðingu fyrir hvor öðrum eiga að segja sig úr ruglinu, við hendum þúsundum milljóna í þetta á hverju ári, núna síðast henti reykjavíkurborg og ríkið hundruðum milljóna í Hallgrímskirkju... biskup brosti út að eyrum, vildi klifra upp á krossinn... hann brosir og brosir enda er hann með milljón á mánuði, prestar með launahæstu mönnum ríkisins.
Já við erum að henda hundruðum milljóna í að laga himnadildó til dýrðar ævintýrapersónu sem hefur helst unnið sér það til frægðar að vera fjöldamorðingi(Samkvæmt biblíu)
Menntun skorin niður, heilbrigðiskerfið skorið niður.. ekkert skorið niður til kufla... þeir koma svo og hreykja sér af því að dreifa einhverju til fátækra.. sem þeir fá frá  okkur eða fyrirtækum út í bæ.

Þú getur tekið afar mikilvægt skref.. farið og skráð þig utan trúfélaga.. þá fer skatthlutfallið sem fer í tilbeiðsluhallir og presta í ríkiskassann.
Þú átt leik, ekki spila af þér vegna sjálfelsku og lyga um eilíft líf!

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl Hólmdís.

Trúin er ekki ríkisrekin. Ríkið innheimtir þó sóknargjöld fyrir öll trúfélög og skilar þeim. Þetta leggur sig á 6-700 kr. á mánuði minnir mig. Þeir sem standa utan trúfélaga eru vegna jafnræðisreglu rukkaðir einnig og rennur það gjald til Háskóla ÍSlands með sérstakri áherslu á að sá aur renni ekki til reksturs guðfræðideildarinnar.

Svona til að upplýsa þetta nánar hér þá skal vitnað í góða Morgunblaðsgrein Jóns Vals Jenssonar guðfræðings hins kaþólska sem er vitnað í í bloggpistli hans sem ég mun nú líma hér við :

Jón Valur JenssonJón Valur Jensson

Sunnudagur, 30. desember 2007

Gegn árásum á Þjóðkirkjuna

Svo hét grein mín í Mbl. 19. des. 2002 þar sem fjallað var um mál sem oft ber hér á góma: eignamál kirkjunnar og rétt Þjóðkirkjunnar til framlags úr ríkissjóði til rekstrar síns. Afar harðar hafa þær árásir oft verið, sem trúleysingjar og afbrýðisamir veraldarhyggjumenn ýmissa flokka hafa haldið uppi, einkum frá og með Kristnihátíðarárinu 2000 og nú enn og aftur, þegar örfámennur hópur virkra trúleysisboðenda hellir sér yfir dagblöð og bloggsíður nánast daglega.

Margir láta sem Þjóðkirkjan eigi hér engan rétt – sniðganga þar með þinglýstar og skráðar eignarheimildir hennar í margar aldir, unz ákveðið var, að ríkið tæki alfarið við jarðeignum þessum gegn endurnýjun þess lagaákvæðis, að ríkið borgi laun presta og Biskupsstofu. Sumir (og raunar fáir) hávaðasamir veitast að kirkjunni fyrir ýmist meinta ágirnd eða sníkjulífi, á meðan aðrir (sjá t.d. umræðuna á þessari síðustu vefsíðu minni) virðast aldrei geta áttað sig á því, að við erum hér hluti af réttarríki, þar sem arfhelg réttindi, m.a. eignarréttur, eru síður en svo eitthvað sem brýtur gegn almennum mannréttindum, heldur eru þau einmitt einn undirstöðuþáttur þeirra.

Já, það er óumflýjanleg grunnforsenda þessa máls, að "kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga," eins og ég sagði í greininni gömlu, en ófyrndu, sem ég endurbirti nú hér á eftir.

Gegn árásum á Þjóðkirkjuna

FORMAÐUR Siðmenntar, Hope Knútsson, ritar grein í Mbl. 30.10. 2002: 'Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju?' Þar sker í augu alger vöntun á umfjöllun um eignir kirkjunnar, eins og þær skipti engu í sambandi við þann "styrk" frá ríkinu sem Hope segir Þjóðkirkjuna fá og vill láta afnema. "Þjóðkirkjan nýtur hundraða milljóna króna styrks [svo!] árlega umfram önnur trúfélög," segir hún. Það er einfaldlega rangt. Ríkisvaldið tók kirkjujarðir (fyrir utan prestssetur) í sína umsjá 1907, innheimtir af þeim tekjur og greiðir í staðinn laun til presta.

Hvaðan komu þessar jarðir, 16% jarðeigna landsins 1907? Stór hluti tilheyrði kaþólskri kirkju á sínum tíma. Eins og sjá má af gjafabréfum eignafólks til kirkna og klaustra, áttu þær gjafir að styðja við Guðs kristni, helgast þjónustu við söfnuði hans. Eftir siðaskipti var ekki öðrum til að dreifa til kristnihalds en lútherskum klerkum sem framfleyttu sér, önnuðust viðhald kirkna og önnur útgjöld með þeim eigna- og tekjustofnum sem konungur lét óhreyfða þegar hann hrifsaði undir sig klaustra- og stólseignir. Var hitt þó ærinn skellur að sú menningar- og þjóðþrifastarfsemi sem fram fór í klaustrunum var í einu vetfangi aflögð, er konungur gerði eignir þeirra upptækar.

Kirkjan var á 14. öld langauðugasti landeigandi hérlendis og auðgaðist enn til 1550. Þá áttu biskupsstólarnir 14.119 hundruð í jarðeignum, sjöttung alls jarðnæðis. Síðar hafa margir býsnazt yfir auðsöfnun kirkjunnar, en eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor fræddi okkur nemendur sína um, var kirkjan leiguliðum sínum léttari í álögum en aðrir landsdrottnar. Að auki veitti hún fátækum og sjúkum ómetanlega hjálp. Um 1650 var þriðjungur jarðeigna í eigu kirkna, biskupsstóla, Kristfjárjarða og spítala, sjöttungur eign konungs og helmingur bændaeign.

Fyrir þá, sem líta ekki á eign sem þjófnað eins og stjórnleysinginn Proudhon, ætti að vera sjálfsagt að skoða þessi mál af jafnaðargeði og réttsýni. Eðlilegri kröfu kirkjunnar að fá að halda tekjustofnum sínum verður ekki mótmælt í nafni trúfrelsis.

Ekki tilheyri ég Þjóðkirkjunni, er ekki þess vegna að verja hana ásælni. En vegna þrákelkni Hope í atsókninni finnst mér rétt að hún upplýsi okkur um fáein atriði:

  1. Heldur hún að kristnir Íslendingar láti höggva undan sér þær efnalegu stoðir sem forfeður okkar reistu til að halda uppi kirkjum, helgihaldi og þjónustu í þágu safnaðanna?
  2. Telur hún kristið fólk svo auðblekkt og geðlaust, að það standi ekki á eignarrétti sínum og eftirkomenda sinna?
  3. Trúir hún í alvöru að hún geti biðlað til ríkisstjórnarflokkanna um stuðning við að ræna kirkjuna eignum sínum og/eða samningsbundinni réttarstöðu? M.ö.o.: Með hliðsjón af því, að ríkisstjórnin segir í stefnuskrá sinni að kristin trú og gildi hafi "mótað mannlíf í landinu og verið þjóðinni ómetanlegur styrkur," auk þess sem báðir flokkarnir eru því andvígir "að löggjafinn gangi of nærri friðhelgi eignarréttarins" eða "taki sér nokkurt vald sem stríðir gegn grundvallarréttindum," trúir Hope því, að flokkarnir gangi á bak þeirra orða? Hefur hún svo lágt álit á þeim að hún ímyndi sér að þeir fáist til þess í bráðræði að hafna þannig kjörfylgi fjölda kristinna manna?
  4. Álítur hún mín lúthersku systkini þvílíkar gungur að þau láti rifta einhliða þeim samningi sem gildir milli ríkis og Þjóðkirkju um árlegt framlag til hennar úr ríkissjóði (sem er metið sem eðlilegt endurgjald fyrir þau 16% jarðeigna í landinu sem kirkjan lét af hendi við ríkið)?
  5. Kæmi það henni á óvart að Þjóðkirkjan fengi (í Hæstarétti eða með því að leita til æðsta dómstigs í Evrópu) þann samning staðfestan eða jarðeignir sínar afhentar aftur, ef ríkið fremdi þau samningsrof að hætta að greiða þetta árlega afgjaldsígildi úr ríkissjóði?
  6. Ef Hope ánafnaði Siðmennt eignir sínar, fyndist henni þá réttlætismál að einhver ríkisstjórn þjóðnýtti þær með einu pennastriki?
  7. Af því að henni er tíðrætt um réttlæti, jafnrétti og trúfrelsi, er að lokum spurt: Yrði það í þágu réttaröryggis ef magnaðasta valdið, ríkisbáknið, gæti sölsað undir sig sameign frjálsra félagasamtaka?

Kirkjan fer ekki fram á ölmusu, einungis að ríkið standi við gerða samninga. Ef ekki væri samstaða á Alþingi um lögin frá 1907 og 1997, ætti Þjóðkirkjan að taka við eignum sínum aftur og ávaxta þær á arðsaman hátt með nútímalegri fjármálastjórn til að tryggja, að hún geti staðið undir helgihaldi, viðhaldi kirkjuhúsa, hjálparstarfi og þjónustu til frambúðar. Ef hún hlypist undan þeirri ábyrgð (t.d. af hræðslugæðum eða í viðleitni til að þókknast öllum, umfram allt einhverri tízkuhugsun), væru það svik við köllun kirkjunnar, þá sem hafa stutt hana og við sjálfan þann sem sendi hana. Til þess hefur kirkjan þegið þennan arf að vinna úr honum til heilla fyrir íslenzka þjóð.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 12:15

3 identicon

Æi predíkari, kirkjan rændi jörðum, laug út jarðir frá deyjandi fólki.. einhverjir voru brenndir til að ná jörðum þeirra... og við erum búin að vera að borga og borga og borga og borga... margfalt verð.

En eins og ég sagði, þú getur sagt þig úr þessu... það er eina "vopnið" sem við höfum gegn geimgaldrastofnum ríkisins, alþingismenn eru bleyður sem þora ekki að taka á þessu mikilvæga máli.
Þú skalt fara strax í dag og segja þig úr þessari svikamyllu...

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já ég mun segja mig úr þjóðkirkjunni....eda aldrei átt heima þar.  Ég bý í DK....ÞAÐ ER ekki hægt að gera þetta rafrænt.....er ekki með prentara til að prenta út eyðublaðið en mun gera þetta við fyrsta tækifæri.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

DoctorE, væri nú ekki rétt að þú upplýstir alla þá sem lesa bloggið um misgjörðir kirkjunnar og hvernig hún eignaðist sumar eigur sínar, eða eins og þú nefnir svo smekklega með alkunnum ærumeiðandi skrifum þínum : "....rændi jörðum, laug út jarðir frá deyjandi fólki.. einhverjir voru brenndir til að ná jörðum þeirra"

Í þeirri upptalningu væri gott að þú nefndir ártöl og eignir og hver aðferðin var. Getir þú ekki rökstutt fullyrðingar þínar þá skaltu ómerkingur vera orða þinna og uppvís að ærumeiðingum. Í framhaldi þess, fari svo að þú hafir ekki dæmi fyrir staðhæfingum þínum, væri rétt að þú bæðir byskupinn afsökunar á ærumeiðingunum á þessari síðu.

Við erum svo heppin að eiga nokkuð sem heitir Fornbréfasafn og er í 16 bindum og þar er að finna nærri 30.000 bréf og löggerningar sem ná í aldri nærri aftur til landnáms. Þarna er að finna helstu löggerninga þessara alda. Þar á meðal er að finna heimildir um hvernig kirkjan eignaðist mestallar eigur sínar, ef ekki allar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 12:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Predikari ég er þeirrar skoðunar að það sé tímaskekkja að skattfé renni í rekstur kirkjunnar.

Hef ekki kynnt mér sögu kirkjunnar sérstaklega en veit þó að hún er ekki öll falleg.

En kirkjan ætti að reka sig sjálf.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 12:40

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sjálf  hef ég reynt að temja mér umburðarlyndi gagnvart trú/trúleysi annara. Sjál er ég trúlaus með öllu.  Lít á það sem einkamál hvers og eins.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl Hólmdís. Þetta er ekki skattfé. Þetta er sóknargjald/félagsgjald sem ríkið sér um að innheimta fyrir öll trúfélögin og skila því þangað á hvern stað. R'ett eins og verlanir og fyrirtæki sjá um að innheimta virðisaukaskatt fyrir ríkið og skila honum þangað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 13:09

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Predikari eru prestar ekki á launum frá ríkinu?

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hólmdís, lestu nú greinina úr Morgunblaðinu eftir Jón Val sem fylgdi innleggi mínu að ofan. Þar er þetta skírt mjög vel.

Í hnotskurn er þetta að ríkið ásældist eignir Þjóðkirkjunnar og yfirtók megnið af þeim með samningi um að leigugjaldið skyldi vera laun ákveðið margra starfsmenn þjóðkirkjunnar. Það er alveg öruggt að þessar eignir hefðu gefið meira af sér með almennri eignastýringu á vegum kirkjunnar og leigu frá sér heldur en núverandi kerfi gefur af sér. Ég held að þetta hafi verið slök ráðstöfun fyrir kirkjuna á sínum tíma en stór ávinningur ríkisins sem fékk í hendurnar stórkostleg verðmæti sem hafa gefið miklu meira en það kostar til með þessum launum sem eru leigugreiðsla ríkisins af þessum eignum. Held ég geti fullyrt að enginn leigusali myndi sætti sig við svo lágt leigugjald af eignum sínum eins og kirkjan gerir þó.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 13:32

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þess vegna ætti kirkjan að reka sig sjálf....

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 13:45

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála Hólmdís. Ríkið ætti að skila eignunum sem það yfirtók á sínum tíma og kirkjan ráðstafa þeim sjálf.

Ég þekki til starfsmanna Þjóðkirkjunnar sem það gerðu á sínum tíma og gekk vel og mun gera taki kirkjan við þessu á nýjan leik og afsalar sér þessum samningsgreiðslum sem laun þessa umrædda fjölda starfsmanna eru.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 13:57

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sko

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 14:51

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir þetta Tinna......þetta er allríflegur arður...............

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 16:13

16 Smámynd: Óli Jón

Grein Brynjólfs á vantru.is er frábær og kollvarpar þessari mýtu að Ríkiskirkjan sé stöðugt að gera ríkinu greiða með því að viðhalda þessum samningi. Málið er að ef forstjórar Ríkiskirkjunnar teldu að þeir gætu fengið meira út úr því að sýsla sjálfir með eigur sínar, þá myndu þeir hreinlega gera það, enda bæri þeim í sjálfu sér skylda til þess.

Þessi grein Jóns Vals, sem vísað er í hér að ofan, er því innantómt píp hvað þetta varðar og er best fyrir allt skynsamt fólk að hafa hana að engu. Hún gerir hvort eð er ekkert nema að drepa umræðunni á dreif eins og títt er um óvandaðar og rangar upplýsingar.

Óli Jón, 22.9.2009 kl. 17:26

17 identicon

Vertu ekki svona mikil hræsnari predikari.. þú þekkir þetta vel sjálfur.. eins og vanalega er bara bull út í loftið.. komdu með hitt og þetta.. svo dembir þú einhverju bulli úr JVJ yfir okkur, eins og hann sé marktækur í þessu eða öðru sem viðkemur kristni.
Hann steinheldurkjafti yfir barnaníðingskirkjunni sinni... algerlega STUM

Og þessi helvítis græðgi og yfirgangur, við þjóðin eigum að skila kirkjunni því sem hún fékk með óheiðarlegum hætti, sem við erum búin að borga margfalt...
Mig hefur alltaf hlakkað til þess dags þegar krikjan verður rifin af spenanum, hlakkað til að sjá hana ætla að rífa allt til sín aftur... af íslendingum..
Kirkjan horfir á sig sem ríki í ríkinu... hún er ekki hér fyrir okkur, hún er hér fyrir sjálfa sig og kufla sína.. þannig eru allar kirkjur... þeim er sama um fólkið, það eina sem kirkjur vilja er að viðhalda sjálfum sér, maka krókinn.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 17:41

18 Smámynd: Óli Jón

Og enn varðandi þennan niðursetning sem Predikarinn skaut hér inn í upphafi þessa athugasemdaþráðs og svo neðar þar sem hann biður um dæmi þess að kirkjan hafi vélað til sín eignir í fornri tíð. Í athugasemd minni við nýlega bloggfærslu rek ég tvö dæmi þar sem sagnfræðingar lýsa hvernig kirkjan, með ofbeldi, sölsaði undir sig eignir í krafti yfirburða stöðu sinnar.

Eignarhaldsfélagið Ríkiskirkjan ohf. hefur lifað of góðu lífi í gegnum tíðina, það er kominn tími til þess að venja hana af spenanum og láta hana sprikla sjálfa. Og þó ekki ef einhver getur vísað í ritningargrein þar sem Jesús Jósepsson mælir með því að kirkjur komi sér fyrir undir pilsfaldi ráðandi afla. Sú ritningargrein hlýtur að vera til einhvers staðar, er það ekki?

Óli Jón, 22.9.2009 kl. 17:57

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Hólmdís, nú stakkst þú þér út í djúpu laugina  Góða skemmtun

Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2009 kl. 18:54

20 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón  , þessi dæmi þín koma þessu máli ekki við á þann veg sem hér er rætt.

Eftir stendur ósvífin aðdróttun DoctorE um að kirkjan "....rændi jörðum, laug út jarðir frá deyjandi fólki.. einhverjir voru brenndir til að ná jörðum þeirra".

Þessi aðdróttun stendur óskýrð og ef DoctorE á snefil af sómatilfinningu þá ætti hann að biðja byskupinn afsökunar á þessu fjölmæli sínu. Grein JVJ stendur fyrir sínu þar að auki.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 19:26

21 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Þú skellir hér inn margtuggnum orðahlemmi sem á að lýsa því hversu skuldugt ríkið er Ríkiskirkjunni sem vekur hér upp spurningar um hvernig Ríkiskirkjan eignaðist allt þetta góss. Mér sýnist þetta innskot mitt koma beint að því máli þar sem fjallað er um þær aðferðir sem kirkjan viðhafði hér áður fyrr og tryggði henni yfirráð yfir fjölda eigna.

Vera má að þú viljir ekki líta þetta mál eins og það er, en það breytir ekki því að þarna kemur fram að Ríkiskirkja nútímans er að höndla með, í einhverjum mæli, eignir sem hún vélaði til sín með óvönduðum meðulum.

Menn velja sér líklega sjónarhól eftir hentugleika.

Óli Jón, 22.9.2009 kl. 20:01

22 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón - þú virðist vera að falla í sömu upphrópanagryfju ósvífinna aðdróttana og DoctorE er búinn að týna sér í.

Ég skora á ykkur að nefna jarðirnar og hvort þær hafi síðan á grunni ranginda verið í eigu kirkjunnar, þá er hægt að ræða málið, en farið ekki fram úr sjálfum ykkur í fullyrðingunum á meðan. Viljið þið byggja upp röksemdafærslu, má undirstöðuna, réttar forsendur, ekki vanta.

Það væri ekki ónýtt að heyra um svona eins o 5 dæmi um slíkar eignir Þó ekki væri meira af þeim mikla fjölda sem liggur hér undir fjölmæli ykkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 20:08

23 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Ég læt mér nægja að vitna í mál virtra sagnfræðinga. Þeir eiga engra hagsmuna að gæta í þessu máli og m.a.s. kom önnur ofangreindra tilvitnana fram á einhverri kirkjulegri ráðstefnu.

Ég skil vel að þú teljir það sjálfsagt og eðlilegt mál að menn hafi dottið um hvern annan þveran í kapphlaupi um að gefa kirkjunni jarðir sínar, en ég leyfi mér að efast um að allir hafi verið svo áfjáðir sem þú vilt vera láta. Kirkjan var í yfirburðastöðu á þessum tíma og fór sínu fram. Auðvitað var hún ekki alslæm, en hún var langt frá því að vera algóð!

Óli Jón, 22.9.2009 kl. 22:32

24 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún mín ég reyni ekki að röræða við þá um þetta.....mín meinig kemur fram í þessu stutta bloggi...

Hólmdís Hjartardóttir, 22.9.2009 kl. 22:34

25 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óli Jón. Ekki eitt einasta dæmi að sjálfsögðu. Ég átti nú ekki von á því. Dæmin sem þessir „virtu sagnfræðingar“ voru með renna engum stoðum undir upphrópanir DoctorE og þínar um þjófnað kirkjunnar á eignum. Það eru til „virtir“ þetta og „virtir“ hitt, sumir álíta meira að segja Ólaf Ragnar virtan. Það gerir þessi fjölmæli ekkert sannari.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2009 kl. 22:52

26 Smámynd: Óli Jón

Predikari: Þá er það bara þannig. Þú trúir því að kirkjan hafi komist yfir allar þessar eignir með heiðvirðum hætti og er það vel. Þú verður bara að hafa þetta eins og þú verður að hafa það.

Lifðu heill.

Óli Jón, 22.9.2009 kl. 23:38

27 Smámynd: Eygló

MÆL þú kvenna heilust - kirkjan ætti að geta "borið sig uppi" sjálf (eða liggja dauð ella)

Eygló, 23.9.2009 kl. 01:13

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það eru kostir og gallar að hafa batterí sem heldur utan um starfsemi kirkjunnar. Báknið sem slíkt er galli, umhaldið kostar örugglega heilan helling.

Allt sem er "ríkisrekið" þýðir að það er aðgengilegt fyrir alla. Flestir þurfa einhvern tímann að nota þjónustu kirkjunnar, prestar fá laun (auðvitað) en þeir hanga heldur ekki uppí sófa á virkum dögum og prédika á sunnudögum. Álag á marga presta er gífurlegt, því að einmitt þeir sem ekki eiga peninga til að leita sér aðstoðar leita mjög mikið til prestanna. Líka auðvitað aðrir.  Þjóðkirkjan býður upp á eldriborgarasamveru sem er þeim að kostnaðarlausu, unglingastarf og barnastarf. Allt er þetta til að sinna þörf. Þjóðkirkjan hefur lagt fram og ber að starfa eftir jafnréttisáætlun,  hversu margir sjálfstæðir söfnuðir ætli geri það, eða t.d. bara kaþólska kirkjan. 

Eftir þessa upptalningu, þá tek ég það fram að ég er ekki sátt við allt innan þjóðkirkjunnar, en peningarnir sem fara í hana fara sem betur fer að miklu leyti í fólkið.

Ég hef alltaf verið á móti "Fancy" kirkjubyggingum og öllum flottræfilshætti á vegum þjóðkirkjunnar og finnst að þar mættu stjórnarmenn taka sig á. Mér finnst líka kominn tími til að fara að leggja af skrautklæðin og má taka þau fram í einhverjum sérstökum hátíðarmessum, eða öðru slíku - en það er alls ekki fyrir mig. 

Flestir prestar eru verðugir launa sinna, þó að auðvitað finnist svartir sauðir inn á milli eins og í öllum greinum. Nýlega ræddi ég við ekkil sem missti konuna sína í fyrra sem sagði að presturinn hefði komið nokkrum sinnum til sín í heimsókn og sinnt honum vel í sorgarferlinu og hann hefði hjálpað sér gífurlega. Hvað ætli sá prestur sé að sinna mörgum syrgjandi?  og vegna þess að hann er á launum frá ríkinu þá þarf hann ekki að rukka fyrir heimsóknir. 

Velti upp spurningunni hvort að ekki yrði misskipting á aðgengi að sáluhjálpurunum ef að ríkið sleppti alveg taumnum og hvað myndi spretta upp í staðinn?

Jóhanna Magnúsdóttir, 23.9.2009 kl. 07:44

29 identicon

Takið eftir kæru samlandar, takið eftir þruglinu í predíkaranum... þvæla og ömurlega léleg tilraun í útúrsnúning... plöggar Óla snobb inn til að reyna að gefa kirkjunni meira vægi í lygasögunni hans.
Sjáið Óla grís.. hann var virtur, því eru allir virtir menn eins og Óli

Baby sálfæði eins og allt hjá trúargeiranum.... já trúargeirinn hefur ekki meira álit á þér en þetta...

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 07:49

30 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Alveg eins og ég átti von á þá brást DoctorE ekki væntingum mínum með hann. Hann kemur ekki með einungis 5 dæmi um þjófnað sem hann vænir kirkjuna um, heldur ekki eitt einasta. Hann hefði verið maður að meiri að koma að minnsta kosti með 1 dæmi skjalfest eða vottað.

DoctorE skuldar byskupnum afsökunarbeiðni fyrir ósvífin fjölmæli sín - eða koma með dæmi til sönnunar máli sínu. Hann telst ómerkilegur upphrópari að öðrum kosti. DoctorE hefur um nokkurra ára skeið verið hvattur til að koma með dæmi þessum upphrópunum sínum til staðfestingar. En nei, engin dæmi sem von er.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 12:12

31 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 23.9.2009 kl. 14:15

32 identicon

Ég hef reyndar komið með mörg dæmi... td með að prestur sóttist í jörð og ásakaði bónda um galdra..

Við vitum að mbl er rekið af sjálfstæðisflokk, krossD; KrossD finnst kristni og hjátrú vera frábært dæmi, og bloggið mitt er lokað, raddir gegn hjátrú eru ekki liðnar... kreppa skollin á.. .sem er góður jarðvegur til að heimskuvæða ísland með að Sússi elski alla og því þurfi ekki að hafa áhyggjur af skuldum og öðru.

En bloggið mitt er lokað eins og áður segir, prédíkarinn veit alveg um þessi dæmi sem ég sagði oft fra... hann getur líka googlað það, og þið hin, flett í gegnum söguna ... netið er vinur ykkar

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 15:52

33 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

DocrorE, ekki vera með þetta. Þú ert ekki með eitt einasta skjalfest eða vottað dæmi og það veist þú best sjálfur. Svona getur hver sem er sagt eins og þú gerir. Ertu t.d. hættur að berja makann þinn ? Svona er auðvelt að segja til að strá efasemdum. Auðvitað hef ég ekkert sem styður svona fullyrðingu. En svona taktík nota PR menn eins og þú í stað staðreynda.

Sendu byskupi afsökunarbeiðni tafarlaust á ósvífinni fjölmælgi þinni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 17:19

34 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jón Valur...úps, ég meina "Predikari": Hvers vegna á DrE að biðja biskoppinn afsökunar á því að hafa sagt eitthvað um forvera hans í starfi? Ef ég segi að Leo X hafi verið fokking bastarður með lekanda og sárasótt, á ég þá að biðja Ratzinger afsökunar ef annað kemur í ljós?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.9.2009 kl. 18:24

35 identicon

Ok prédíkari.. .komdu með skjöl sem sýna að ég hafi rangt fyrir mér... annars tel ég að þú sér JVJ sjálfur, þykist gera stafssetningarvillur og svona.... persóna þín skýn samt í gegnum þetta rugl í þér

Getur biskup ekki talað við gudda í gegnum oddhvassa hattinn sinn... beðið hann að senda engisprettuplágu á mig.. eða.. hmmmm ég verð að segja að þær þúsundir milljóna sem við borgum kirkjunni í verndarfé.. það er bara ekki að skila sér.
Það má hæglega taka þann pól í hæðina að kirkjan sé að spila með okkur, að það sé ekki neinn guð, og því þurfum við ekki að borga honum mútur svo hann rústi okkur ekki.
Sjónvarpsstjóri Omega telur að það þurfið að setja skurðgoðið/idolið biblíu inn á alþingi, að þá linist guddi smá... hann totally þolir ekki að bókin hans sé ekki um allar trissur.
Bókin uber alles

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:35

36 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

WOW , nú fer sjálfur DoctorE fram úr sjálfum sér !

DoctorE hefur um árabil þjófkennt kirkjuna og er því sá sem er með eilífar upphrópanir en þar er ekkert að baki nema upphrópanir slagorðasmiðs sem hefur ekkert annað að færa fram. Nú ætlar hann að snúa þessu við - grátbroslegur orðinn í orðagjálfri sínu. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð segir í grundvallarlögum flestra þjóðríkja. Til að sanna sekt koma ásakendur og saksóknarar með sönnunargögn fyrir meintri sekt. Þá fyrst er dómur felldur þegar sannanir hafa verið samþykktar sem óyggjandi.

Þannig ber DoctorE að sanna fullyrðingar sínar, en það hefur hann aldrei getað enda ekki hægt.

Hann er ber að ósvífinni fjölmælgi og ber að biðja byskupinn afsökunar Tinna þar sem byskup kemur fram fyrir hönd þjóðkirkjunnar hverju sinni.

Það er ekki leiðum að líkjast þegar um Jón Val er að ræða. Ég frábið mér samt dylgjur um að ég sé eitthvað síðri honum í stafsetningu eða málfari. Einstaka innsláttarvillur skal ég viðurkenna á mig sem ég hef látið óleiðréttar annað slagið í fljótfærni minni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.9.2009 kl. 22:38

37 identicon

Kirkja og ríkið eiga að vera aðskilið. Punktur.

Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni sjálfur fyrir nokkrum árum. Lítið mál að gera það.

Hvet aðra til að huga að hvar þeir standa í þeim málum og bregðast við í samræmi við það.

Pretikarinn: Þú bullar slatta hérna.

kv.

Kristján (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 06:20

38 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já sammála því kirkja og ríki eiga að vera aðskilið.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2009 kl. 08:09

39 identicon

Ja eg er farinn ad halda ad vid munum aldrei losna vid helvitis truna sem hefur drullad mannkynid ut seinustu 2000 og svo vill folk halda thessu, er folk buinn ad gleyma ollu helvitis ogedinu sem thetta hefur med ser. Stundum dregur tru thad goda ur manninum en eins og vid hofum sed, lesid og heyrt tha gerir folk aldrei illverk eins hamingjusamlegra og thegar their gera thad fyrir truna. Separate Church And State Please, REMOVE THE CANCER

Franklinn J. (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 08:37

40 identicon

Ok predíkarinn kann ekki á google þannig að ég hendi einu dæmi inn fyrir hann

Jón Jónsson eldri- brenndur 1656

Síra Jón Magnússon sem kallaður var þumlungur, prestur á Eyri í Skutulsfirði, sótti þá feðgana Jón og Jón Jónssyni frá Kirkjubóli til saka fyrir að vera valdir að veikindum sínum og djöfullegum ásóknum. Eftir nokkurra mánaða varðhald játuðu feðgarnir á sig ýmiskonar kukl á þingi á Eyri, en þangað voru þeir fluttir í járnum. Jón eldri viðurkenndi að hafa haft tvær skræður undir höndum, skemmt kú, farið með tóustefnu aðstoðað son sinn við kukl og valdið veikleika prests með særingum.

Jón eldri var dæmdur til dauða og brenndur í apríl 1656, en prestur fékk skaðabætur af fé og eignum þeirra feðga.

Þeir voru brenndir á Kirkjubóli í Skutulsfirði.


Hver sá sem styður kirkju eða trúarbrögð... well, it's sick

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:09

41 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

DoctorE. Þetta er ekki dæmi um að kirkjan hafi stolið jarðeign ! Þú ert farinn að verða brjóstumkennanlegur í örvæntingarfullri tilraun þinni til að klína þjófnaði á kirkjuna.

Taktu þig saman í andlitinu ! Sendu byskupi afsökunarbeiðni tafarlaust á ósvífinni fjölmælgi þinni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2009 kl. 09:13

42 identicon

You just love to be silly dude... annars eru ótal svona dæmi... prestar voru mjög oft þeir síðustu sem töluðu við fólk á dánarbeði... komu út með að kirkjan erfði allt dæmið eftir þann dauða.
Hey you dying bastard, Jebu$ loves you.. BUT only if you give the church everything... else it's hell for you my son

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:18

43 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

DoctorE skilur ekki hvað DÆMI þýðir í þessu tilfelli. DoctorE kemur með ósvífin fjölmæli á kirkjuna að hún hafi stolið, eða eins og hann orðar það svo ósmekklega : "....rændi jörðum, laug út jarðir frá deyjandi fólki.. einhverjir voru brenndir til að ná jörðum þeirra".

Komdu með alvöru dæmi skjalfest eða vottuð með öðrum lögmæltum hætti. Vitaskuld veit ódámurinn DoctorE að slíkt er ekki til og hann reynir að klópra sig út úr þessum saknæmu fjölmælum sínum með einhverjum gróusögum sem varða málið einfaldlega ekki neitt - maður fer nú að gruna um greindarvísitölu DoctorE. Nema hann treysti á og trúi að lesendur hans hafi slíka vísitölu undir frostmarki ?

Taktu þig saman í andlitinu DoctorE og vertu maður að meiri ! Sendu byskupi afsökunarbeiðni tafarlaust á ósvífinum fjölmælum þínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2009 kl. 09:23

44 identicon

Sannleikanum verður hver sárreiðastur.

P.S. Jesú var aldrei til, ekki Guddi heldur... vonandi sýður á þér núna

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:32

45 identicon

Að auki: Það að guddi/sússi voru aldrei til, bara skáldskapur, þá hefur kirkjan lifað á lygum og svikum... svona eins og Nígeríusvindlarar..
Hvernig sem þú reynir að afsaka gjörðir kirkju.. þá er endapunkturinn sá að allt dæmið er byggt á lygum.. það eitt og sér er nóg til að segja að eignir eru allar sviknar út.

Tada

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:35

46 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

DoctorE orðinn uppvís endanlega að fjölmælum sínum. Ekki stendur steinn yfir steini í aumkunnarlegum málflutningi hans.

DoctorE stendur eins og keisarinn klæðlausi á berangri fjölmæla sinna og er dæmalaus sem von er. Minnir á smábarnarifrildi þegar rök þrýtur og sagt er EN þÚ ? PABBI MINN ER STERKARI EN .......................................

Taktu þig saman í andlitinu DoctorE og vertu maður að meiri ! Sendu byskupi afsökunarbeiðni tafarlaust á ósvífnum fjölmælum þínum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2009 kl. 09:43

47 identicon

Hver er þessi bYskup eiginlega???
En svona í alvöru talað þá þarftu að horfa í spegil maður, það fyrsta sem þú sérð ef þú ert með opin augun, er að þú ert ekki sonur master of the universe...
Get a life

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:16

48 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Aumkunarverði ósvífinna fjölmæla DoctorE. Sá sem hefur gegnt embætti byskups hjá þjóðkirkjunni mörg undanfarin á er Herra Karl Sigurbjörnsson dr. theol.

Þér er óhætt að senda honum afsökunarbeiðni þína á hinum verulega ósvífnu fjölmælum þínum á netfangið kirkjan@kirkjan.is.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2009 kl. 10:31

49 identicon

Dr. HarryPotterium

Karl ætti frekar að svipta af sér hempunni og biðja alla íslendinga afsökunar á að bera út eitthvað bull frá bronsaldarmönnum, selja fólki extra líf...
Ef hann gerir það þá verður hans minnst í sögunni sem fyrsti biskupinn sem tók af skarið og sagði sannleikann.... í stað þess að verða talin með síðustu risaeðlunum sem héngu á lygasögunni.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:56

50 identicon

"If Harry Potter is real, he should be put to death"

Magnus Shaft (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:23

51 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

DoctorE orðinn uppvís endanlega að fjölmælum sínum. Ekki stendur steinn yfir steini í aumkunarlegum málflutningi hans.

Penn & Teller BULLSHIT heitir þáttur í sjónvarpi.

Ég var að hugleiða að senda þeim DoctorE sem eitthvern besta BULLSHITefnivið sem um getur í sögu þáttanna. Slíkur er hinn ómálefnalegi málatilbúnaður DoctorE sem hann hefur orðið uppvís af.

 DoctorE : þér er óhætt að senda honum afsökunarbeiðni þína á hinum verulega ósvífnu fjölmælum þínum á netfangið kirkjan@kirkjan.is.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2009 kl. 12:26

52 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Predikari": Þessi krafa þín er gjörsamlega út í hött. Í fyrsta lagi eru engar vísbendingar um að biskoppurinn hafi lesið orð Doktorsins, hvað þá að hann hafi móðgast yfir þeim.

Í öðru lagi er þetta vart í fyrsta sinn sem þessar ásakanir eru settar fram, og líklegt að biskoppur hafi heyrt þær áður. Hafi þær sært hann er sjálfsagt að hann tjái sárindin, en það hefur hann ekki gert svo ég viti. 

Í þriðja lagi er það aukaatriði hvort kirkjunnar menn (forverar presta og biskoppa nútímans) hafi ólöglega svikið jarðir út úr landsmönnum, því sannarlega eignaðist kirkjan jarðirnar á siðferðislega vafasaman hátt. Nú veit eg ekki hvað þér var kennt, en samkvæmt minum standard er það siðferðislega rangt að telja fólki trú um að það fari beint til himna ef það "gefur" kirkjunni eitthvað en brenni í helvíti ella - jafnvel þó slíkt sé einungis óbeint gefið í skyn.

Þar að auki brutu þessir menn klárlega gegn þeim trúarboðskap sem þeir þóttust boða, með því að safna auði á jörðu, að ekki sé minnst á þau rök sem koma fram í vantrúargreininni sem ég benti á hér að ofan - ríkið er löngu búið að greiða upp andvirði (hugsanlega stolinna/áreiðanlega svikinna) jarðanna.

Vilji Kalli fá afsökunarbeiðni, getur hann hæglega farið fram á hana sjálfur, og Doktor E ræður þá hvort hann tekur tillit til viðkvæmra tilfinninga Karls. Persónulega tek ég það ekki nærri mér þó fyrirtækið sem ég starfa hjá sé sakað um að hafa brotið af sér í fyrndinni, enda er það klárlega ekki á mína ábyrgð. Kannske Hr. Kalli sé viðkvæmari en ég.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.9.2009 kl. 12:50

53 identicon

Predíkarinn hefur ekkert lært af því að horfa á Penn & Teller :)

Enda eru þeir sem biblíast út og suður alla daga með lokað fyrir allt sem heitir skynsemi.

Mér skilst reyndar að Kalli eigi að rétta mér hina kinnina... eða hvernig var þetta í kristni.. var það kannski auga fyrir auga.. DAMN hvað það er mikið um þversagnir í þessari bók mar.... enda skrifuð af fáfróðum fornmönnum... sem þó gerðu sér grein fyrir því sama og þeir sem senda Nígeríupósta.. græðgin fær fólk til að gera hvað sem er

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:08

54 Smámynd: Mofi

Þjóðkirkjan er kirkja þjóðarinnar, þjóðin að mínu mati á hana. Að láta sem svo að kirkjan ætti þá að fá einhverjar eignir og fara að ávaxta þær finnst mér ekki ganga upp. Ættu þá aðeins þeir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna að eiga hennar eignir?  Þetta er virkilega erfitt mál en það ætti að vera nokkuð augljóst að ríkið á að geta hætt að setja pening í þetta og ef að meðlimir þjóðkirkjunnar vildu halda henni gangandi þá myndi þeir velja sjálfir að gefa til hennar.

Mofi, 24.9.2009 kl. 13:10

55 identicon

Það sem á að gera er að taka hana af spena... ´íslendingar eiga allar jarðir sem hún sölsaði undir sig.
Allir afskráðir úr henni, þeir sem vilja fara svo og skrá sig inn... ríkið innheimtir ekki gjöld fyrir trúarsöfnuði.. + að ríkið sinnir eftirliti með að einfaldir og örvæntingarfullir verði ekki plataðir til að kaupa "kraftaverk" af þessum söfnuðum.

Borði á skjáinn á öllum trúarlegum stöðvum sem segir að ekkert sem þessir menn boða hafi verið staðfest... eða "For entertainment only"...

Trúarbragðafræði verði tekin upp í skólum þar sem krökkum verður kennt um uppruna trúarbragða og annað í þeim dúr.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:28

56 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Herra predikari og skrifræpa.

Í bókinni Saga Íslands, 6. bindi (2006), gerir Helgi Þorláksson sögu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi á 15. og 16. öld góð skil. Þar er því lýst hvernig tveir smákóngar skiptu landinu á milli sín og réðu því sem þeir vildu, annar sitjandi á Hólum en hinn í Skálholti. Smákóngar þessir réðu skreiðarverslun á landinu, þeir gátu mætt til Alþingis með yfir þúsund manns undir vopnum hvor, þeir riðu um með hópa þýskra knekta sér til aðstoðar (þýskir knektar voru brynvarðir málaliðar, skriðdrekar þeirra tíma).

Sögur af yfirgangi biskupanna eru mýmargar enda tókst þeim að leggja undir sig hálft landið á tveimur og hálfri öld, frá lokum 13. aldar fram á miðja 16. öld. Ránsferðir Jóns Arasonar til Hornafjarðar urðu frægar að endemum enda höfðu sveinar hans þann sið að drepa eða limlesta smámenni sem þeir mættu á vegi sínum. Jón fór þessar ferðir til að sækja með valdi stórar jarðeignir sem hann hafði sölsað undir sig í krafti kristnninar og kirkjulaga en í andstöðu við eigendur og erfingja. Í krafti kennivalds "sektuðu" biskuparnir þá sem þeim sýndist til að láta af hendi jarðir. Með vopnavaldi þvinguðu þeir sektirnar fram. Í dag kallast þannig aðfarir þjófnaður.

Enda hirti Danakonungur allar jarðirnar af biskupunum eftir að honum tókst að ráða niðurlögum þeirra, og þurfti vopnavald til.

Gott dæmi um aðferðir kirkjunnar manna á síðari öldum er sagan af því hvernig Staðastaður eignaðist dúntekjuhólma í vatni nokkru utar á Nesinu. Saga þessi gerist fyrir rúmri öld og er á þá leið að bræður tveir höfðu unnið við það nokkra vetur í röð að keyra steina á sleða út á ís á vatni sem tilheyrði jörð þeirra. Steinarnir sukku að vori en eftir langt erfiði tókst þeim að mynda hólma undir æðarvarp. Í einni af síðustu ferðunum drukna báðir bræðurnir og hverfa undir ísinn. Móðirin ein eftir og harmi slegin óskar þess að líkin finnist til greftrunar. Presturinn lofar henni þá að ef hún ánafni hólmann Staðastað muni líkin finnast. Sem þau auðvitað gerðu þegar ísa leysti. Þetta jafnast á við Nígeríusvindl. Dúntekja af hólma þessum hefur skilað prestinum á Staðastað dágóðri summu á hverju ári í meira en eina öld, summu sem hefur numið nokkrum mánaðarlaunum í aukasporslu. (Mér er ekki kunnugt um hvort hólminn sé enn nýttur, síðast þegar ég vissi hafði æðarvarpið minnkað mikið).

Kirkjan í Evrópu lét breyta lögum svo erfingjar gætu ekki heimtað aftur jarðir sem dauðvona einstaklingar gáfu til kirkjunnar. Á móti fóru jarðeigendur fram á, og fengu framgengt, að kirkjunnar menn mættu ekki kvænast og eignast sjálfir erfingja. Ægivald kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sést best í því að hér var aðeins önnur hlið peningsins gerð gild, sú sem hagnaðist kirkjunni.

Brynjólfur Þorvarðsson, 24.9.2009 kl. 13:55

57 identicon

Fínt hjá Brynjólfi... þó svo að prestar kirkjunnar í dag séu ekki sekir per se.. þá eru þeir að lifa á því sem var svikið út áður.. þeir taka þúsundir milljóna árlega fyrir það.

Fólk sem er í þessari kirkju eru faktískt að borga fyrir það sem var fengið óheiðarlega, stolið eða logið út úr samlöndum okkar til forna.
Það er sama hversu lengi einhver er með þýfi, það verður alltaf þýfi.... íslendingar eru búnir að borga leigu fyrir þetta þýfi allt of lengi...
Nú er tækifærið á að gera það eina rétta.. segja sig úr dæminu.. það er löngu komið nóg af óheiðarleika á íslandi, hvort sem það eru útrásarvíkingar, stjórnmálamenn eða prestar..

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:35

58 Smámynd: Offari

Messurnar þurfa að vera skemmtilegri ef maður á að fara að borga aðgangseyrir.

Annars bara til að stríða DoctorE . Þá er Guð til.

Offari, 24.9.2009 kl. 20:18

59 identicon

Guð er starfsheiti.. þarf ekki stóran staf í miðri setningu ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 20:37

60 identicon

DoctorE, Ég er til

Guð (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:58

61 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þá höfum við það!!

Hólmdís Hjartardóttir, 25.9.2009 kl. 03:31

62 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Flott hjá þér Hólmdís!   Við þurfum fleiri raddir í þessa veru.  Það er með ólíkindum að ríkið hafi gert samning við eina trúdeild um að borga henni til eilífðarnóns laun, rekstur biskupsstofu, kirkjusjóð, jöfnunarsjóð og viðgerðir stærri kirkna auk alls kyns annarra styrkja út á það að fá einhverjar landeignir sem kirkjan fékk mikið til gefins fyrir mörgum öldum.  Það er ekki eðlilegt að kirkjan eignaðist 1/3 hluta alls lands á landinu á tveimur öldum eftir kristnitökuna, sem var vissulega taka.  Undir hótunum um áframhaldandi viðskiptabann og áframhaldandi handtöku sona goða og höfðingja hérlendis var kristninni þröngvað upp á mikinn hluta Íslendinga.  Sá þjösnaskapur og yfirgangur hefur haldið áfram allar götur síðan.  Þjóðkirkjan nýtur gamals ríkidæmis og baðar sig í félagslegum og fjárhagslegum forréttindum ár frá ári, án þess að ljá þess máls að önnur lífsskoðunarfélög eigi að fá það sama.  Allt apparatið kostar of mikið og því á að skera verulega niður í greiðslum til Þjóðkirkjunnar og jafna þannig aðkomu ríkisins að trúfélögunum.

Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2009 kl. 12:59

63 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk Svanur.

Offari....mig grunar nú að þú hafir ekki sést í kirkju lengi...

Hólmdís Hjartardóttir, 26.9.2009 kl. 07:41

64 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ætli Predikarinn hafi gefist upp?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.9.2009 kl. 14:50

65 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Kirkjusókn Offara er takmörkuð við álfakirkjur og stolið messuvín.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.9.2009 kl. 14:51

66 Smámynd: Óli Jón

Það er skondið að sjá hvernig orðavaðall Predikarans þornaði upp eftir frábært innlegg Brynjólfs hér litlu ofar. Ég tel rétt að hann, Predikarinn, sendi einhverjum tölvupóst og biðjist afsökunar á gaspri sínu.

Óli Jón, 28.9.2009 kl. 11:35

67 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takið eftir því, hvernig Brynjólfur skiptir yfir frá 1. meginklausu sinni (með óbeinni ívitnun í rit virts sagnfræðings um ástandið á 15.–16. öld), þar sem þess er getið, að biskuparnir "gátu mætt til Alþingis með yfir þúsund manns undir vopnum hvor," og síðan yfir í þetta frá eigin brjósti Brynjólfs sjálfs í 2. klausu:

"Sögur af yfirgangi biskupanna eru mýmargar enda tókst þeim að leggja undir sig hálft landið á tveimur og hálfri öld, frá lokum 13. aldar fram á miðja 16. öld."

Lesandinn fær það á tilfinninguna, að biskuparnir hafi farið um rænandi og náð með vopnavaldi undir biskupsstólana meirihluta eða a.m.k. afar stórum hluta þeirra eigna, sem þessir sömu biskupsstólar áttu við siðaskiptin.

Þessi uppstilling mála í skrifi Brynjólfs (þ.e.a.s. ef hann er að gefa þetta í skyn) er RÖNG. Hér á landi var réttarríki, og það eru skráðar eignarheimildir fyrir mjög miklu af því sem kirkjan eignaðist og hvernig það átti sér stað.

Brynjólfur teiknar skrattann á vegginn, þegar hann segir frá kirkjunni og tekjum hennar, m.a. sektum; yfirleitt var enginn her á vegum kaþólsku kirkjunnar, þótt svo vildi til, þegar mest lá við, og ekki þá til þessa hlutverks.

Sagan frá Snæfellsnesi (úr lútherskum sið) er bara afmarkað dæmi, sem sannar ekkert til að vera með alhæfingar, og reyndar þarf að fara í saumana á því, enda er Brynjólfur varasöm heimild. Af hverju nefnir hann ekki nafn jarðarinnar sem bræðurnir bjuggu á? Það myndi auðvelda mér og öðrum rannsókn á málinu.

Jón Valur Jensson, 28.9.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband