Réttlætiskennd mín segir nei við Icesave.

Enginn getur sannfært mig um að það sé rétt að almenningur eigi að borga fyrir þessa glæpi bankamanna og vanhæfi stjórnmálamanna og eftirlitsstofnana.  Eins og staðan er í dag er fólk að missa heimili sín og margir eiga ekki fyrir mat.  Í dag sá ég langa röð af fólki bíða eftir að fá úthlutað mat.  Það er ekkert sólskin í kortunum. Almenningur fær enga miskunn hjá ríkisbönkunum á meðan milljarðalán eru afskrifuð hjá öðrum.  Ísköld kló kreppunnar er rétt að byrja að sýna sig.   Við getum ekki tekið á okkur Icesave líka. Skjaldborg um heimilin var tálsýn.

Og enn leika allir sem sök eiga að máli lausum hala.  Vegna þess að þjóðfélagið er svo gegnsýrt af spillingu.

Ég skrifaði undir áskorun til Forseta Íslands að neita að skrifa undir þessi lög.

Verði það örlög mín að missa húsnæði og þurfa að svelta ætla ég að velja mér aðsetur fyrir framan Alþingishúsið.

 


mbl.is Forseti synji Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

það er spurning hvort tjaldborg á Austurvelli gæti kannski vakið stjórnina af þessari ESB þjónkun?  Það virðist að sitjandi stjórn sætti sig við hvað sem er, bara til þess að komast inn í ESB himininn???  Fussumsvei segi ég bara!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.11.2009 kl. 02:29

2 identicon

Þetta er náttúrulega ömurlegt mál og það er ömurlegt að íslenska þjóðin þurfi að borga þetta en hefur einhver pælt í því afhverju ríkisstjórnin vill borga Icesave? Það er nú varla til þess að vera endurkosin, nei það er afþví að við verðum að borga til þess að fá lán og gjaldeyri til landsins. Ef við fáum engin lán þá fyrst hrynur allt draslið eins og spilaborg, þegar það gerist áttu eftir að sjá gott betur en bara röð af fólki bíða eftir mat.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 03:00

3 identicon

Þetta er nú bara versti áróður ríkisstjórnarinnar magnús.

Geir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:24

4 identicon

Þetta á að samþykkja til að hægja ekki á ESB umsókn samfylkingar.

Geir (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Jóhannes Þór Skúlason

Endilega kvitta á www.indefence.is ef þú ert sammála áskoruninni.

Þar er líka að finna ýmsar nánari upplýsingar um málstað InDefence varðandi Icesave málið.

Og svo væri frábært ef þú vildir hjálpa okkur að dreifa þessum boðskap og http://www.indefence.is eins mikið og þú getur, og hvetja sem flesta til að skrifa undir!  

 Takk fyrir stuðninginn,

Jóhannes Þ.

InDefence

Jóhannes Þór Skúlason, 26.11.2009 kl. 13:23

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jóhannes....er búin  og dreifði þessu á fb

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2009 kl. 13:33

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús.....ég lít á það sem gunguskap að samþykkja þetta.  Mín staða er sú að eiga ekki fyrir mat í dag......reikna engan veginn með að það batni við að samþykkja Icesave.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2009 kl. 13:35

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég þurfti að sætta mig við vaxandi ójöfnuð og vitfyrringu á þeim forsemdum að um einkaframtak færi að ræða og ábyrgðin væri öll þeirra samkvæmt lögum um eignarétt. Hún segir sama skepna að ég eigi skuldirnar vegna þess að ég sé með Íslenskan ríkisborgararétt.

Fjöldi vitleysinga réttlætir ekki ólög og vitleysu.

Ef þetta er það sem gildir í EU framtíðarinnar hvers vegna tökum við þá ekki  sénsinn og seljum fiskinn annað strax.

Júlíus Björnsson, 27.11.2009 kl. 17:27

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við sleppum EU

Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2009 kl. 22:05

10 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sammála þér Hólmdís..og ég er búinn að skrifa undir um að (Samfylkingar)forsetinn neiti að skrifa undir..Vona að þú sért öll að koma til...Bestu kveðjur.. 

Halldór Jóhannsson, 28.11.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband