Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.11.2009 | 00:33
MIG GRUNAR AÐ ÞAÐ VERÐI FELLT AFTUR.
Eða brennt...
Það er engin sátt í þessu þjóðfélagi. Úrræði ríkisstjórnar til handa heimilum í landinu eru einfaldlega ekki að duga. Og ekki er neitt skárra í boði.....Í kvöld heyrðum við að það ætti að draga úr atvinnuleysisbótum fyrir ungt fólk. Þetta hljómaði austan tjalds...
Við hreinlega þurfum byltingu. Það þarf að rústa þessu spillta flokkakerfi.
Ég þoli ekki íslenska pólitík
Óslóar-jólatréð fellt við hátíðlega athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2009 | 23:11
Boð og bönn,
Forræðishyggja er alls staðar skaðvaldur.
Ekki orð um það meir.
Bann við fóstureyðingum virkar ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2009 | 17:47
Háskaleikur.
,,,,,,,,,,,,,,,Og á sama tíma er verið að auka fjárveitingar til utanríkisþjónustu og til RUV.
Landspítali hefur búið við manneklu árum saman. Og nú á að herða að. Spítalinn getur ekki neitað að taka við sjúklingum. Og samkvæmt sjúklingalögum eigum við rétt á heilbrigðisþjónustu. Dæmið getur ekki gengið upp svo einfalt er það. Og við höfum ekki efni á að missa hundruð heilbrigðisstarfsmanna úr landi. Mér verður hreinleg illt að heyra á sama tíma um nýtt hátæknisjúkrahús. Við verðum að bíða með það. ( en hvar eru annars símapeningarnir?)
Þegar staðan er svona svört þarf að henda því út sem við getum verið án. Í stað þess að setja meira fé í Ruv á að sjálfsögðu að leggja Rás 2 niður.
Utanríksþjónustuna á að sjálfsögðu að skera niður...............almennur Íslendingur getur vel verið án hennar.
Aðskilja ríki og kirkju.
Hætta að styrkja stjórnmálaflokkana.
En umfram allt skulum við halda í heilbrigðis og menntakerfi.
Verulega skert þjónusta við sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 16:48
Soltin þjóð
...........Því ekki að leyfa þessa ræktun? Upplagt fyrir atvinnulausa með græna fingur. Leyfum þetta bara.....og hættum að eyða stórfé í þennan eltingarleik sem skilar engu...........Við þurfum peningana í annað.
Neysla efnanna slær á hungur.............og ekki veitir af á Íslandi.
Lögðu hald á 125 plöntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2009 | 09:52
Fullkomlega galið
...Rétt hjá Huldu. Það hefði átt að reyna að fá hana sem heilbrigðisráðherra.
Starfsfólk Landspítala þekkir ekkert annað en niðurskurð, hagræðingu og manneklu sem hefur farið versnandi ár frá ári. Sennilega er ennþá hægt að fækka stjórnendum og verkefnum sem ekki teljast lifsnauðsynleg.
Nú verður fólkið sem hefur unnið við óhóflegt álag og á of lágum launum verðlaunað með uppsögnum. Höfum við efni á að missa allt þetta fólk úr landi?
Nei....sennilega betra að lækka starfshlutfall og borga atvinnuleysisbætur á móti en kjaraskerðingin er gífurleg. Þeir sem eru á lægstu laununum á spítalanum er kannski nokk sama þvi launin eru ekki langt frá atvinnuleysisbótunum.
Þegar stórir hópar af heilbrigðisstarfsfólki hefur flúið land hættir það að sjálfsögðu að borga skatta og algerlega óvíst að það snúi aftur heim.
Þetta er stórslys.
Skerum frekar utanríkisþjónustuna alveg niður....
Aðskiljum ríki og kirkju.....
Skerum niður í stjórnsýslunni.....
Hættum að styrkja stjórnmálaflokka....
Hættum að borga 250 þús í dagpeninga á dag þegar elítan skreppur til útlanda...og fækkum ferðum við lifum við góð fjarskipti...
tökum skúffupeninga af ráðherrum
leggjum niður forsetaembættið...
Allt er betra en skera niður grundvallarmannréttindi......gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun...
Flatur niðurskurður hættulegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2009 | 07:59
Fjárlög 2009
Öllum sendiráðum lokað og eigur seldar.
Varnarmálastofnun lögð niður.
Alþingismönnum fækkað í 20. Ráðuneytum fækkað.
Utanlandsferðir á vegum ríkisins skornar niður um 80%. Við lifum á tímum góðra fjarskipta.
Forsetaembættið lagt niður.
Aðskilnaður ríkis og kirkju.
Með öllum ráðum verður reynt að halda í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. En stjórnendum fækkað og gæluverkefni lögð af.
Engin laun hjá ríkinu verða yfir 500 þúsund á mánuði. Og engum gert að lifa á lægri upphæð en 200 þús á mánuði. Því við eigum að taka á þessu saman....ekki satt?
Eignaskattur á eignir umfram 50 milljónir.
Hátekjuskattur á laun yfir 600 þúsund.
Höfnum Icesafe.
1.10.2009 | 22:21
LOKSINS, LOKSINS KOM AÐ HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI.
Já það kom að því. Það hefur aldrei verið réttur tími til að hækka laun umönnunarstétta sem hafa í gegum tíðina ekki verið samkeppnishæf við önnur störf. Bara í vor var staðfest hversu miklu dýrmætara starf það er að taka á móti kálfum en börnum. Allar launakröfur kvennastétta hafa verið felldar vegna mögulegs falls þjóðarskútunnar.
Og skútan sökk áður en þessar stéttir fengu kjör sín leiðrétt. Og nú koma verðlaunin fyrir óhóflega vinnu á lágum launum: ykkur verður sagt upp aularnir ykkar..............
Ég flúði land..............enda enga vinnu að fá. Lendi hér í því að bakskömmin gaf sig endanlega. Er í frábærri stöðu eftir 27 ár í starfi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi,,,,,,,,,,,,,á ekki veikindarétt og var auk þess svipt atvinnuleysisrétti á Íslandi vegna skráningar inn í annað land.
Erum við ekki örugglega hamingjusamasta þjóð í heimi?
Ég vil fá sökudólga sakfellda. Vona að ég verði ekki dauð úr hungri áður,
Bitur? já.............
1.10.2009 | 14:05
Hvenær hefjast handtökur?
.............Fólkið í landinu er orðið óþolinmótt. Hvenær verða stjórmálamenn yfirheyrðir um tengsl sín við bankana? Og útrásavíkinga. Afhverju eru bara 13 manns að rannsaka þessi mál? Fáum við allt upp á borðið hvað varðar greiðslur stórfyrirtækja til flokkanna og einstakra stjórnmálamanna?
Það er hrikalegt í þessu gjörningaveðri að hafa engan fjölmiðil sem maður getur treyst.
Í öllu gróðærinu bjuggum við við hæsta matvælaverð í heimi, hæstu vexti á byggðu bóli. Venjulegt launafólk lifði engu lúxuslífi. Nú erum við mörg við hungurmörk. Þegar sér til botns í grautarskálinni hjá okkur mörgum viljum við sjá þá seku á bak við lás og slá.
Að lokum legg ég til að allir núverandi stjórmálaflokkar verði lagðir niður.
Grunur um fjölda brota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.9.2009 | 00:07
Sleggjudómur
..............En hann hefur rétt fyrir sér.
Við Íslendingar höfum alltaf fyllst heilagri vandlætingu á þegar við heyrum um lönd þar sem stjórnmálaflokkar eru bannaðir. Ekkert lyðræði................hahahahahah
Á Íslandi er ekkert fjandans lýðræði. Og ég held að okkar sterkasti leikur í dag væri að banna stjórnmálaflokka. Eyðum fjórflokknum..............og losnum þannig við spillinguna.
Við þurfum einhvers konar byltingu...............að minnsta kosti hugarfarsbyltingu.
Upphefjum gömlu góðu gildin. Heiðarleiki í fyrirrúmi.
Flokksræðið er krabbameinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 11:41
Aðskilnaður ríkis og kirkju.
....Mér hefur reyndar alltaf þótt það skjóta skökku við að trú sé ríkisrekin. En mér finnst þetta tímaskekkja. En nú þegar verið er að skera niður í mennta-og heilbrigðismálum ætti það að vera krafa að aðskilja ríki og kirkju. Það er fráleitt að skattpeningarnir okkar fari í þetta. Aurana sem við spörum með þessu getum við notað til að efla velferðarkerfið. Við hljótum að þurfa að forgangsraða í hvað aurunum er eytt.
Sjálf var ég eins og svo margir skráð í þetta trúfélag að mér forspurðri . Minn trassaskapur er að hafa ekki skráð mig úr þessum félagsskap fyrir margt löngu.
Ég hef ekkert á móti því að fók iðki sína trú í sínum kirkjum en ég vil bara ekki borga fyrir það. "Neytendur" eiga sjálfir að borga fyrir.
Þetta finnst mér og hana nú.