Færsluflokkur: Bækur
5.12.2007 | 11:00
Stagl
Ef sömu vitleysunni er haldið fram nægilega oft fer fólk að trúa henni. Það er staglast á að við lifum í velferðarþjóðfélagi og séum rík þjóð. Ég veit að Ísland er ríkt land og miklir peningar í umferð. En stórir hópar í þjóðfélaginu hafa það hreinlega skítt. Má nefna öryrkja, marga aldraða, einstæða foreldra, láglaunahópa, umönnunarstéttir, foreldra langveikra barna og fl. Langir biðlistar eru eftir plássum á hjúkrunarheimilum, langir biðlistar eftir aðgerðum á sjúkrahúsum. Það er skömm að þessu og einhverjir á góðum launum hafa ekki verið að vinna vinnuna sína. Það er eins og stjórnvöld vilji velta því yfir á Bónus að fólk eigi eittthvað að borða um jólin. Er ætlast til að þessir stóru hópar fái gefins mat? Æ fleiri þurfa að leita á náðir hjálparstofnana einfaldlega til að geta lifað. Það er komið að því að setja fólkið í landinu í forgang. Fólk þarf fæði , klæði og húsaskjól. Það þarf læknisþjónustu og umönnun. Þegar grunnþörfum fólks hefur verið sinnt þá fyrst er hægt að fara í gæluverkefni ss.Öryggisráð SÞ, glæsibyggingar sendiráða endalausar ferðir ráðamanna til útlanda og svo mætti lengi lengi telja. Ég held að fólk sé búið að fá ógeð á forgangsröðuninni í þessu landi. Fólk er orðið vonlaust.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2007 | 01:07
Tillitssemi
Mikið vildi ég að fólk hætti að dæma og tjá sig um slysið í Keflavík. Mannlegur harmleikur. Getur eitthvað verið skelfilegra en að verða barni að bana? Sem foreldri barnsins myndi ég vilja sem minnsta umfjöllun. Látum fólk í áfalli í friði.
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 02:25
Tvítyngi,þrítyngi,fjöltyngi
Umræða hefur verið um það hvort taka eigi upp ensku sem annað mál okkar Íslendinga. Í dag er staðan sú að stækkandi hlutfall íbúa talar pólsku. Á sumum vnnustöðum er talað allt að 14 tungumál. Ég er alvön að heyra pólsku, króatísku, rússnesku, og fleiri mál ,i minni vinnu. Oft hef ég verið eini Íslendingurinn á vakt á Íslensku hjúkrunarheimili. Og verið nánast sambandslaus eins og skjólstæðingarnir. Mér hefur þótt langskemmtilegast að hlusta á Suður-Afrískt smellumál. Svo margir Pólverjar hafa sest hér að að ef enska yrði tekið upp sem ;annað mál; held ég að það verði að viðurkenna pólsku sem 3. mál. Þarf að fara að skoða tungumálakennsluna í skólunum upp á nýtt? Öll lærum við ensku,dönsku svo margir seinna þysku,frönsku, jafnvel latínu. Ég sjálf var í síðasta ítölskutíma í dag fyrir próf. Ég vil halda ensku og dönsku inni en ætti pólska að fara inn á námskrá sem 3. mál? Annars er veðrið þannig að ég vil helst læra :suðlæg mál:,núna er ég til í að fara burt sem flóttamaður vegna veðurs. Góðar stundir ,
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)