Færsluflokkur: Trúmál
29.3.2009 | 03:47
Ég hlustaði á "RÆÐUNA"
....................................Ég ætla ekki að nefna ræðumanninn. Ræðan var prýðilega flutt og flytjandinn gerði hæfileg hlé á málflutningi sínum til að fólk gæti klappað og sýnt velþóknun sína.
Mér fannst ég vera komin á samkomu í sértrúarsöfnuði. Kannski í líkingu við Krossinn. Já mer datt hommafóbía Gunnars í hug þegar ræðumaður talaði um annað fólk. Bæði pólitíska andstæðinga sem aðra. Og þær voru vægast sagt ógeðfelldar pillurnar sem hann sendi. Eignilega þær eitruðustu sem ég hef heyrt. Og söfnuðurinn reis úr sætum sínum hallelúja. Sing glory hallelúja. Einhverjir villutrúarmenn yfirgáfu samkomuna.
Enga innri endurskoðun var að finna í "ræðunni". Heldur þvert á móti sjálfshælni og samlíking við Jésú nokkurn frá Nasaret. Og hann benti á alla aulana í kring um sig....
Það er gott til þess að vita að obbinn af trúflokknum er kominn af léttasta skeiði svo það er von til þess að hann deyi út.
Ég flokka þessar línur mínar undir trúarbrögð því það er engin flokkur um sjúkdóma.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)