Ég vil gjarnan fara til Haíti.

.......Ég hef skráð mig sem mögulegan sjálfboðaliða með Haítiskipinu.  Ég er hjúkrunarfræðingur án atvinnu. En atvinnulausir mega ekki fara úr landi.....þá missa þeir bæturnar. Mín skoðun er sú að í svo mikilvægu verkefni sem þessu eigi að gera undanþágu. Er ekki betra að nýta krafta okkar þarna.....?

Hef reyndar sent félagsmálaráðherra erindi þessa efnis.

Hvað finnst ykkur?  Svo skora ég á alla sem mögulega geta veitt þessu lið að gera það. Oft var þörf en nú er nauðsyn.


mbl.is Yfir 250 þúsund slasaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna. Má fólk ekki lengur gerast sjálfboðaliðar. Þvílík fásinna.Vonandi tekur félagsmálaráðherra vel í þetta bréf Hólmdís. Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 07:29

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er med ólíkyndum ad tú missir bæturnar tínar.

Tetta er eithvad sem yfirvöld verda taka til athugunnar.Breyta reglum o.s.f.v.

Vonandi gengur tér vel í tessu máli.

Gudrún Hauksdótttir, 21.1.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst það hreint út sagt fáránlegt að þú missir bæturnar á meðan, ekki fella þeir niður afborganir meðan þú ert í burtu.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2010 kl. 14:41

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já þetta er vanhugsað....og aldrei má hugsa út fyrir rammann

Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2010 kl. 22:51

5 Smámynd: Offari

Ég sem hélt að þú værir farin. Satt best að segja finnst mér sjálfsagt að atvinnulausir taki að sér svona sjálfboðastörf frekar en að sitja aðgerðarlausir heima.  Það vantar hinsvegar ennþá starfskrafta í álverið hér fyrir austan svo þú ættir að prófa að sækja um.

Offari, 22.1.2010 kl. 23:49

6 identicon

Mér finnst eðlilegast að stéttafélög og yfirvöld hvetji atvinnulaust fólk til að stunda sjálfboðavinnu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 01:28

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari gleymdu því

Sammála Húnboi

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2010 kl. 03:05

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi

Hólmdís Hjartardóttir, 25.1.2010 kl. 03:05

9 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæl Hólmdís... hvað er að frétta af þessu máli núna???

Halldór Jóhannsson, 1.2.2010 kl. 22:36

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ekkert enn...

Hólmdís Hjartardóttir, 2.2.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband