Afhverju er bara nefnt verkfall hjúkrunarfræðinga?

..........kannski vegna þess að án þeirra er ekkert sjúkrahús?

Þetta ofbeldi sem ríkisstjórnin sýnir þessum stéttum á eftir að draga dilk á eftir sér. Samninganefnd ríkisins virtist umboðslaus í samningaviðræðum við hjúkrunarfræðinga. 3.5 % launahækkun var það sem var í boði þar til á síðasta fundi að þeir buðu 2000 kr í viðbót. Sýndarviðræður. Enginn vilji til leiðrétta laun kvennastéttar. Nei það stóð alltaf til að svínbeygja kerlingarnar.  " Ætlist þið virkilega til að vera bornar saman við viðskiptafræðinga var spurt á einum fundi......eh já því ekki. Hjúkrunarfræðingar eru með lengra nám en þeir.

Ég hef unnið sem hjúkrunarfræðingur í 33 ár. Er varla matvinnungur. Aldrei hefur verið eins mikil ólga innan stéttarinnar, aldrei eins mikil sorg. Gríðarlegt álag hefur verið á stéttina í mörg ár vegna manneklu. 

 Á næstu þremur árum munu 900 hjúkrunarfræðingar hætta vegna aldur.Á sama tíma munu að hámarki útskrifast 450. 

 Framkoma ríkisstjórnarinnar nú munu aðeins AUKA vandann.


mbl.is Málið ekki leyst nema í sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband