Stagl

Ef sömu vitleysunni er haldið fram nægilega oft fer fólk að trúa henni. Það er staglast á að við lifum í velferðarþjóðfélagi og séum rík þjóð. Ég veit að Ísland er ríkt land og miklir peningar í umferð. En stórir hópar í þjóðfélaginu hafa það hreinlega skítt. Má nefna öryrkja, marga aldraða, einstæða foreldra, láglaunahópa, umönnunarstéttir, foreldra langveikra barna og fl. Langir biðlistar eru eftir plássum á hjúkrunarheimilum, langir biðlistar eftir aðgerðum á sjúkrahúsum. Það er skömm að þessu og einhverjir á góðum launum hafa ekki verið að vinna vinnuna sína. Það er eins og stjórnvöld vilji velta því yfir á Bónus að fólk eigi eittthvað að borða um jólin. Er ætlast til að þessir stóru hópar fái gefins mat? Æ fleiri þurfa að leita á náðir hjálparstofnana einfaldlega til að geta lifað. Það er komið að því að setja fólkið í landinu í forgang. Fólk þarf fæði , klæði og húsaskjól. Það þarf læknisþjónustu og umönnun. Þegar grunnþörfum fólks hefur verið sinnt þá fyrst er hægt að fara í gæluverkefni ss.Öryggisráð SÞ, glæsibyggingar sendiráða endalausar ferðir ráðamanna til útlanda og svo mætti lengi lengi telja. Ég held að fólk sé búið að fá ógeð á forgangsröðuninni í þessu landi. Fólk er orðið vonlaust.Frown Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband