17.12.2007 | 03:07
Útlend rigning og spítalar
Á leið minni heim úr vinnu lenti ég í þvílíku skýfalli. Þessi rigning passar alls ekki við íslenskan vetur, það var ekki einu sinni kalt. Skrýtið desemberveður. Átti eitt aðfangadagskvöld í Kaupmannahöfn fyrir margt löngu og þá rigndi ógurlega og var ekki jólalegt. Gaman að sjá jólaljósunum fjölga dag frá degi. Veitir ekki af í skammdeginu. Óskaplega er dimmt. Fyrri part dagsins vann ég á barnadeild. Þar er margt til og margir boðnir og búnir að gefa barnaspítalanum gjafir og börnunum glaðning.Sem er ánægjulegt. Kvöldvaktina tók ég á öldrunarstofnun. Það mættu nú einhver félagasamtök finna hjá sér hvöt til að gleðja og bæta líf gamla fólksins. Annars las ég loks grein í fréttablaðinu um aðstöðuna á hjartadeild Lsp. Þar held ég sé virkileg þörf á að hafa ró og næði. Sáuð þið myndina á forsíðu föstudagsblaðsins? Ég hef sjálf legið á spítalagangi, stöðugur erill, engin hvíld. Öll aðstaða er löngu sprungin.Það átti aldrei að leggja niður Landakotsspítala sem var manneskjulegasti spítalinn. Alltaf eru misvitrir stjórnmálamenn að ráðskast með það sem þeir hafa ekki hundsvit á. Ég legg til að við notum eitthvað af tekjuafgangi ríkissjóðs í þágu okkar allra og setjum aukið fé í heilbrigðiskerfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fátt eitt meira ömurlegt en að liggja á ganginum, við þekkjum greinilega báðar hvernig er að vera beggja megin við það borð. Engum bjóðandi, hvorki sjúklingum né starfsmönnum þó þeir fyrrrnefndu líði meira fyrir slíkar ömurlegar aðstæður. Ekkert ,,privacy", eilífur erill og skelfileg upplifun.
Er þér sammála með Landakot, þar var einingin ekki of stór, samskipti mannleg og mikill einhugur í starfsfólki.
Ertu farin að vinna eins og landafjandi um allt?? Klæjar smá í puttana...
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:31
Þú getur fengið vaktir hvar sem er. Allstaðar mannekla. En ég held þig vanti ekki meira að gera
Hólmdís Hjartardóttir, 18.12.2007 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.