Verslunarleiðangur

Skrapp inn í nýja Hagkaupsverslun í Holtagörðum í síðustu viku. Ég reyndi að fá aðstoð þriggja starfsmanna en vegna tungumálaörðugleika gat ég enga þjónustu fengið. Þetta var vonlaust. Fór út úr versluninni með 2 poka, 3 bækur og lítiræði af mat. Borgaði heilar 22 þús. Ég er enn í áfalli eftir þessa ferð og ætla ekki þarna aftur. Tek fram að ég versla gjarnan í öðrum Hagkaupsbúðum. Mér finnst að matvara sé þarna ansi dýr. Eins held ég að mér höndum í Nóatúni og 10-11. Getur verið að meira sé lagt á vörur í desember en aðra mánuði, í trausti þess að í öllum hraðanum geri fólk sér enga grein fyrir því??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef farið tvisvar í Hagkaup í Holtagörðum, og finnst mér verðlagið þar vera hátt, en í fyrri ferðinni keypti ég úr salat barnum þar risa-rækjur í svaka góðri sósu, svo fór ég aðra ferð til að kaupa meiri risa-rækjur, en einhver útlendingur mállaus gat ekki sagt mér hvort þær væru til á lager, allavega var dollan með risa-rækjunum rækjulaus og bara sósan var til, hún skildi mig ekki!!! Og ég get gert mig skiljanlega á allavega 6 tungumálum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.12.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband