20.12.2007 | 02:24
Hlutverk nefsins um jólin
Nú er verið að skrifa síðustu kortin og pakka inn síðustu gjöfunum. Mér þykir þetta ósköp skemmtilegt. Um leið og kortin eru skrifuð rifjar maður upp skemmtilegar stundir með viðkomandi einstaklingum. Ég hef aldrei verið eins værukær og fyrir þessi jól og er bara róleg með það. Þau koma samt. Ég var orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að það hlakka ekki allir til jólanna. Ég hlakka til alls. Finna skötulytina, hangikjötslyktina, lyktina af hamborgarahryggnum (sem ég þori bara að kaupa í Nóatúni),lyktin af rauðvínssósunni og rauðkálinu. Nefið er mikið notað þessa daga. Greniilmur.Hýacyntulykt. Villibráðarlyktin um áramótin. Lykt af flugeldum. Nostalgian alger. Ekki gleyma ilminum af piparkökunum og jólaglögginni og ameríska fjallateinu. Ég man reyndar eftir fleiri ilmtegundum um jól sem eru ekki jafnspennandi. Andið rólega,njótið aðventu
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Á morgun verður skatan keypt, ég þarf að sjóða fyrir tvö heimili vegna þess að mamma þolir ekki lyktina og pabbi og litli bróðir elska skötu eins og ég Lyktin af nýuppsettu jólatré er æðisleg!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2007 kl. 02:32
Já á morgun verður skatan keypt. Og já það kemur góð jólalykt með trénu. Gerði smájólaskreytingar í kvöld. Og eplalykt og kanellykt. Lykkt af appelínum með negulnöglum í (geri það nú bara á 10 ára fresti) Allt skapar þetta réttu stemninguna.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2007 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.