Skipun í dómaraembætti

Ungur maður hefur verið skipaður í embætti sem 3 aðrir voru taldir hæfari til. Sérvalin nefnd á launum mat hæfi umsækjenda. Nú hef ég engar forsendur til að meta hæfi eða vanhæfi þessara manna. Og  mér finnst hrokafullt af dýralækninum að telja sig dómbærari en nefndin. Þetta virðist fullkomlega dómgreindarlaus ákvörðun. En það myndi sparast mikið við að leggja af þessar nefndir fyrst ekkert er gert með álit þeirra NEMA ÞAÐ FARI EFTIR FLOKKSLÍNUM OG ÆTTARTENGSLUM. Nú  held ég líka að ungi maðurinn sé svo ungur að árum að hann geti vart talist mikill reynslubolti. Spillingarlyktin er megnari en skötulyktin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Pólitískar ráðningar hafa fylgt sjálfstæðismönnum frá því elstu menn muna. Framsóknarflokkurinn þekktur fyrir slíkt hið sama sem og kratarnir en í minna mæli, sennilega vegna þess að þeir hafa haft heldur minni völd í gegnum tíðina.

Ég á erftitt með að ímynda mér það hvernig þeir einstaklingar sem ráðnir eru með þessum hætti og valdir framyfir sér hæfari umsækjendur hafa dug og kjark til þiggja störf undir slíkum kringumstæðum. En allt er leyfilegt í pólitíkinni er sagt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.12.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband