23.12.2007 | 01:57
unglingajólaveiki
Á mínu heimili eru 2 unglingsstúlkur. Önnur er perfectionisti hin algerlega öfugt við það. Sú yngri er með herbergi sem er það svæsnasta sem ég hef séð. Geymir flest sitt á gólfinu, fatnað og leirtau með matarleifum. Hún ætlar að gera fínt fyrir jólin;seinna:. Á morgun ætlar hún að vinna, svo varla verður það þá. Steinhissa þegar ég sagðist ekki hafa tíma til að gera herbergið hreint á morgun. Ég er hætt að reyna við herbergið hennar. Hef stundum farið þarna inn og nánast sótthreinsað og hrætt hana á því að ymislegt líf geti nú kviknað við þessar aðstæður. Hin hefur verið í hvíld í allt kvöld með símann við eyrað og spjallað við kærastann....Báðar fylgjast mjög grannt með innkaupum mínum því þar má ekkert klikka. Hvorugri dettur í hug að þær mögulega geti hjálpað til ´við húsverkin. Enda vilja þær vera vel hvíldar um jólin. Ég myndi ekki ;meika þetta: ef ég vissi ekki af skötunni á morgun. Skötufíknin er slík að að um leið og ég verð afvelta af skötuáti á Þorláksmessu tel ég dagana til þeirrar næstu. Ég geri skötustöppu með hnoðmör og geri nógu mikið til að geta fengið mér bita yfir jólin meðan aðrir éta nóasíríus. Dagur heilags Þorláks er dagurinn minn,
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég á líka svona stelpur, sumar laga alltaf til og hafa snyrtilegt og hreint í kring um sig, svo eru sóðarnir, þar sem maður veður draslið í hné. Ég hef haft það fyrir reglu að ef óhreina tauið kemur ekki í þvottakörfuna, þvæ ég það ekki. það er ágætis regla, og hefur virkað. Þær vilja ekki vera skítugar sjálfar, eða í skítugum fötum, ég bjargaði skötunni minni út á svalir þar sem kettirnir og hundurinn geta ekki rænt henni, bara fuglinn fljúgandi gæti rænt henni núna, ég vona að engir svangir hrafnar séu á sveimi yfir húsinu mínu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.12.2007 kl. 03:02
Ég kem mjög lítið nálægt fötunum dóttur minnar. En stundum kemur heila gallerýið allt í einu í óhreina tauið, oftast þegar illa stendur á. Ég hef nefnilega fasta þvottadaga sem nágrannarnir á efri hæðinni stjórna...
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2007 kl. 03:11
heh. sem betur fer hef ég fulla stjórn á mínum þvottadögum, ég hef einka þvottahús og þurrkara, sem reddar flestum vandamálum á tveimur tímum. Ég hef fengið heilt gallerí til þvottar svo mörgu sinnum, en ég þvæ bara þegar ég nenni ekki þegar slóðunum hentar= þau þvo sjálf
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.12.2007 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.