Sofandi á verðinum

Ekki gat ég séð að lækkun matarskatts skilaði sér til okkar neytanda. Á Droplaugarstöðum hækkaði matarverð til starfsmanna þegar ;lækkunin tók gildi:. Virðisaukaskattur var lækkaður af bókum en bækur eru hreint ekkert ódýrari. Hér þarf að efla neytendavernd og meðvitund neytenda. Enginn nefnir lengur verðkönnunarkjöt. Allt fallið í gleymskunnar dá. Svona erum við Íslendingar látum alltaf vaða yfir okkur á skítugum skónum.........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Af hverju kemur mér ekki á óvart matarhækkunin á Droplaugastöðum

Hvernig er með talsmann neytenda? Þarf ekki að virkja það embætti meira....??? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.12.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rétt fyrir jólin var auglýst að í Krónunni fengist kók í flöskum kassi á 499 að mig minnir, ég fór tvær ferðir til að kaupa þetta ódýra kók.  En það boru fýluferðir fyrir mig í bæði skiptin.  Þetta er svínarí!  Og í sambandi við virðisaukaskattinn sem lækkaði, ég fann ekki fyrir lækkunum á matarverði

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2007 kl. 02:04

3 identicon

Já svona eru mörg tilboðin. Það er ekki hægt að eltast við þetta.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 02:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún ætlar örugglega að halda partý fyrir alla 50 vinina á gamlárskvöld, dóttir þín!! Varúð   og ég keypti bara flugelda fyrir 10 þús. frumburðurinn keypti fyrir 23 þús :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2007 kl. 02:44

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég kem heim á miðnætti, eru ekki flestir heima fram yfir 12????Ég hef yfirleitt keypt einhvern fjölskyldupakka. Dóttir mín hefur stundum haldið party þegar ég hef minnst þurft á því að halda. Já börnin eru stundum ríkari en maður sjálfur. Annars bjó ég eitt sinn í Selvogsgrunni þar sem er meira af peningum en sums staðar annars staðarþ Þar skutu menn viðstöðulaust upp flugeldum í meira en klukkustund....

.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.12.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband