vatnsveður úti og inni

Talsvert vatnsveður geysaði á Landspítalanum í dag. Hjá mér flæddi inn í forstofu. Þetta eru nú meiri ósköpin. Reykjavík minnti á Feneyjar um tíma í dag. Vantaði bara :o sole mio:                                               Um áramótin í fyrra var eg sannfærð um að árið 2007 yrði sérlega gott. Árið hefur verið tíðindalítið. Veðrið óvenjugott í sumar en hundleiðinlegt haust og vetur. Hér voru brotin upp gólf í annað sinn síðan ég flutti hingað fyrir 5 árum vegna rottugangs. Samt heyri ég enn til þeirra. Eldhúsið var endurnýjað,það gamla hrundi bókstaflega. Tókst vel til en það er ennþá of lítið. Ég eignaðist bróðurdóttur.  Mér í fyrsta sinn kynntur tilvonandi tengdasonur??   Við mæðgur fórum á ættarmót. Einnig skruppum við í vikuferð til Fuerteventura með viðkomu á Lanzarote. Þangað borga ég mig ekki aftur. Lauk 3. áfanga í Ítölsku við öldungadeild MH. Gaman að því. Næsta ár eru hins vegar ýmis stór plön svo það verður viðburðarríkt.                       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef nú líka staðið í framkvæmdum í fyrra var hálft húsið mitt klætt að utan með álklæðningu og dóttir mín keypti og lagði parket á ganginn hjá mér og öll herbergin líka, hún fékk vinkonu sína til að hjálpa til við parket lögnina.  Einu húsdýrin fyrir utan kettina og hundinn eru silfurskottur sem ég hef séð einu sinni til tvisvar á ári undanfarin 16 ár

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2007 kl. 03:10

2 identicon

Silfurskottur eru meinlausar en hvimleiðar.Erfitt að losna við þær. Rottur eru ógeðslegar.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 03:27

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Oj, rottur eru vægast sagt ógeðslegar. Meindýr af verstu gerð og því miður ,,of vel gefnar", kunna að leynast og koma sér undan. Lifa af hörmungar.

Ég ætla rétt að vona að þú náir að losna við þann ófögnuð úr nærumhverfinu, hvimleiðir fjandar. Þú átt alla mína samúð í þessum efnum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband