Nú árið er liðið

  •  
    • Gleðilegt ár. Versti dagur ársins er liðinn. Vaknaði með gubbupest og fór slöpp á kvöldvakt. Fegin að skríða bara í rúmið.  En ég ætla að strengja áramótaheit.               Ég ætla að gera fyrst og fremst það sem mér finnst skemmtilegt.    Helst að verða moldrík og undirbúa mig undir að verða einræðisherra. (það er draumadjobbið) Annars las ég viðtal við breska stúlku sem fer á milli landa og smakkar bjór fyrir verslunarkeðju. Ef bjórinn fer í búðir vil ég gjarnan svona vinnu. Fyrst og fremst ætla ég að verða betri við sjálfa mig.                                                                                                                                                               

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

ÚFF, fórstu á kvöldvakt með gubbupest! Uss, suss, svei. Af hverju gerum við hjúkrunarfræðingar alltaf þessi mistök?????

Vona svo sannarlega að þú jafnir þig fljótt, gott að versti dagur ársins er liðinn. Vona að þú eigir gleðilega rest af áramótunum.
Nýjárskveðjur frá Debrecen

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt ár, ég hef farið í vinnuna á barnum með lungnabólgu en það var fyrir nokkrum árum, ég myndi ekki gera það í dag. Láttu þér batna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2008 kl. 02:15

3 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Gleðilegt ár til þín, Úff það hefur verið erfitt að vera á vakt með gubbupest, ég vona að þú hafir ekki smitað sjúklingana Ég var að klára síðustu vaktina eftir erfiða vaktatörn, nýtt ár og nýtt líf. Úje..

Já ég held að þú gætir orðið ágætis einræðisherra mér líst bara vel á þá hugmynd þú mundir auðvitað byrja á því að hrista vel upp í heilbrigðiskerfinu já áfram með þig..  

Margrét Guðjónsdóttir, 1.1.2008 kl. 03:00

4 identicon

Takk stelpur mínar,ég var nú ekki gubbandi á vaktinni. Ég hef nokkrum sinnum farið veik á vakt á stórhátíð.Það er bara ekki hægt að hringja sig veikan á þessum dögum. En auðvitað á enginn að bera ælupest í aðra.Ég náði þessari pest á barnadeildinni. Ég gerði tilraun til að losna við vaktina og lét vita af ástandi mínu en það gekk ekki....ég fer aftur á vakt í kvöld, vona bara að ég hafi ekki smitað línuna. Var eins lítið nálægt fólkinu og ég mögulega gat.       En nú fer sólin hækkandi og bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,sæta langa sumardaga....

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband