Freixenet

Já skál, nú eru mín áramót og ég opnaði Freixenet sem er cava. Annars ætla ég að eiga mitt áramótarall næsta laugardag þegar hin stórkostlega hljómsveit; Pops: spilar að venju á Kringlukránni. Alltaf eins og síld í tunnu þegar þeir spila. Löngu tímabært að ég sýni smá lífsmark. Annars var ég að vinna í kvöld. Heilsan komst í lag . Gat byrjað að borða. Mér datt í hug þegar búið var að legggja á borð að ég ætti að henda inn á bloggið gullkornum af öldrunardeildum. Þau á ég mörg í pokahorninu og finnst engin óvirðing að nota þau nafnlaust. Það getur verið drepfyndið að vinna á svona stöðum. Annar kostur er sá að ég sé ógrynni af flottum málverkum sem ég sæi aldrei annars. Ég hef séð meistaraverk Muggs, Kjarvals, Ásgríms, Þórarins B, og ótal annara sem aldrei sjást á sýningum. Ég man td. eftir listaverki eftir Ásgeir forseta og þau eru nú ekki út um allt.       Í kvöld hrutu engin gullkorn. Borðhald að hefjast. Dúkuð borð. Reyndar gleymdist að kveikja á kertum. Góður matur. Falleg stemning. :ÉG ÞARF AÐ KÚKA: kallað hástöfum.(maðurinn nýtekin af salerni). JÆJA ÉG SKÍT ÞÁ BARA Á MIG. Algert antiklimax á Nýárskvöldi. Ég er full bjartsýni á nýja árið. Fall er fararheill. Og við verðum að trúa því sem misstum af gleðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg frásögn, og ég hef bara einu sinni komið á Kringlukrána, mér finnst vera okrað á fólki þar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2008 kl. 03:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef stundum komið þangað. Síðast líklega í júní. Hvað kostar stór bjór hjá þér? Annars kom ég síðast inn á skemmtistað 5.okt og keypti bara snafsa vegna reykingabannsins. Og hafði ekkert allt of gott af því. Mér finnst gaman að fara út að skemmta mér en áhuginn dvínaði við reykbannið.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2008 kl. 03:36

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heh stór bjór kostar 550 :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2008 kl. 03:39

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Annars ef þú veist hvað :Pops: spila þá er það gamla rokkið. Stones og Kinks osfrv. Fór sjálf á Stones tónleika í fyrra. Eiríkur Hauksson fer mjög vel með þessi gömlu lög. En ég á aðra hlið. Hlustaði dáleidd á Catherine Jenkins vinkonu Garðars Cortes hér um jólin. Pantaði mér hana í jólagjöf eftir þrálátar óskir dætra um pöntun(sem er mér ekki alveg að skapi.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2008 kl. 03:43

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég mæti, besta verð í bænum

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2008 kl. 03:47

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Spennandi ég er nú gamall Stones aðdáandi og Kinks voru líka góðir, kannski maður ætti bara að skella sér :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2008 kl. 03:56

7 identicon

Ef þetta er músíkin þín skaltu skella þér. Ég hnyppi í þig. Ég hef farið undanfarin á og það er vart gangfært. .Verður að mæta snemma.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband