Bjartsýni á nýju ári

Var að tala við Pollyönnu mágkonu mína sem missti allt sitt á Gamlárskvöld. Þau ætla líta á brunann sem atburð síðasta árs. Taka nýju ári fagnandi. Munu hafa verið þolanlega tryggð. Alcoa búið að láta þau hafa hús og hjálp berst hvaðanæva að.Þeim er gert þetta eins létt og hægt er. Og þau eru þakklát fyrir allt sem fyrir þau hefur verið gert. Þau fá allt í hendur sem nauðsynlegt er. Litla frænka mín var svo forsjál að hún tók allar jólagjafirnar með sér til afa og ömmu og á þær því óskemmdar. Þetta er eitt af því góða við litla Ísland, allir hjálpast að ef svona atburðir koma upp. Sennilega kviknaði í út frá rafmagni. Ekki var það flugeldur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

það er frábært að þau hafi haft tryggingar í lagi, sem er náttúrulega grundvallaratriði á Íslandi í dag, ein vel tryggð  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2008 kl. 02:07

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já, það er nauðsynlegt að vera vel tryggður. Ég verð alltaf fúl að fólk trassi það. En tryggingar eru dýrar. Bróðir minn var nú ekki eins brattur og konan enda sá hann afleyðingarnar. Stöð 2 var að mynda innvolsið í dag

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2008 kl. 02:54

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sá fréttina á stöð 2 í kvöld, þetta var hrikalegt tjón.  Það brann ofan af vinkonu minni rétt fyrir jólin, hún er gamall bekkjarfélagi og hárgreiðslumeistarinn minn undanfarin 25 ár, og fyrir tveimur árum slapp dóttir mín með barnabörnin mín út úr brennandi húsi í Grafarvogi á náttfötunum einum saman, það brann ofan af tengda mömmu hennar, þar sem þau voru gestkomandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2008 kl. 03:15

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já.Ég sá ekki fréttina. Ég hef grun um að gömul vinkona mín hafi lent í bruna rétt fyrir áramót. Vinafólk mitt lenti í stórbruna á jólum fyrir tveimur árum. Langamma mín dó af brunasárum en hún kveikti í sér við heimilisstörfin. Brunar eru skelfilegir.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2008 kl. 04:10

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég skoðaði þetta núna áðan og tárin runnu.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.1.2008 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband