Á morgun

Á morgun þarf ég að vakna rúmlega 07. Þurfti reyndar að vakna 7:30 í morgun. Samt er ég enn á vappi. Klukkan inn í mér þarfnast nýs gangverks. Er eiginlega til í hvað sem er nema að fara að sofa, sem ég ætla þó að reyna eftir þessa færslu. Alger letidagur. Fór með vinkonu minni í verslunarleiðangur. Við keyptum eitt og annað af hjálpargögnum fyrir bróður minn og fjölskyldu. Það er hægt að gefa fólki sem á ekkert eiginlega allt. Hringdi í bróður minn til að fá nýtt heimilisfang. Ekki get ég sent pakka í brunarústirnar. Hann fann fartölvuna sín í brunarústunum í dag og hún VIRKAR. En lyktin af henni er slík að hún fer ekki inn í mannabústað á næstunni. Hann var sár yfir að komast ekki að ískápnum til að athuga bjórinn sinn ,komst ekki að fyrir braki og þakplötum. Kannske bjórinn hafi ekki ofhitnað inni í skápnum!!!En þau eru komin inn í fullbúna íbúð og staðráðin í að komast á réttan kjöl. Yndislegt að vita hvað margir eru tilbúnir að rétta hjálparhönd. Alcoa útvegaði þeim húsnæði. Búið var að setja á rúm og fylla í ísskápinn. Ég hins vegar ákveðin í að kíkja á Kringlukrá á morgun og hlusta á Eirík og Pops spila uppáhaldslögin mín þó mínir djammvinir virðist uppteknir. Enda þarf ég bara sæti og bjórglas.  Stytttist í draumareisu aldarinninnar til Vietnam. Hef verið í stöðugu Email sambandi margar nætur við UK og VN. Ferðafélagarnir búa í Brussel og London. Er ekki lífið bara dásamlegt???? Skítblönk sem ber sig vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þurfti að vakna í morgun eftir bara 3 tíma svefn og stóð mig eins og hetja,  kannski ég bara mæti í Kringlukrána á morgun.  Hvað ætlarðu að gera í Víetnam? ég á tvær dætur sem ætla að fara til Tælands í sumar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.1.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er að fara með fjölskyldu sem ég var hjá fyrir 29 árum. Konan er frá Vietnam,pabbinn var breskur ráðuneytiskarl sem dó ungur. Hún er að fara að sýna börnunum landið í fyrsta sinn. Stelpan mín verður 30 á árinu og hann líklega 27. Systir konunnar fer með okkur, hana hef ég aldrei séð. Ég lagði inn á reikning fyrir þessari ferð fyrir löngu síðan!!!Þetta verður bara skemmtiferð um allt VN Í 3 vikur. Fer út 30.jan. Komdu svo á Krána ég mun pota í þig amk. ef verður gangfært vegna mannmergðar!!!Ég er búin að tala við vinkonu mína sem ég hef verið þarna með undanfarin 2 ár. Þegar ég djamma fer ég seint út, á morgu ætla ég snemma til að lenda ekki í erfiðleikum

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 03:03

3 identicon

Bloody hell. Vinkonurnar að vinna. Moggabloggið óvirkt.

Hólmdís Hjartardóttitr (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband