Heyrnarleysi

Ekki nokkur leið að hlusta á nokkurn skapaðan hlut í dag fyrir stöðugu sprengiregni. Mikið var gott þegar þetta þagnaði. Innra með mér var mikill sprengikraftur líka og vona ég nú því linni. Þetta er orðin vikumagapest. Þorði ekki í vinnu í gær út af þessum andskota. Ég er ekki frá því að sprengingar hafi líka verið í iðrum jarðar því það voru skjálftar víða um land. En ég trúi að þetta verði gott ár. Fall er fararheill stendur einhvers staðar. Á morgun fer jólatréð út. Læt alltaf þrettándann líða áður en en ég tek niður skraut.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka með pest, bara kvefpest og bronkítis, en fékk pensillín á fimmtudaginn var og er öll að hressast núna, mér er alltaf illa við það þegar titrar í Krísuvík, og á Reykjanestá og þar í kring, við finnum svo vel fyrir skjálftum hérna á Nesinu þegar stórir koma í Krísuvík

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Lett að heyra um pestina, tókstu ekki flensusprautuna, mín kæra A stofninn mættur.  Ekki frá því að inflúenza hafi herjað á mig, alla vega meira en umgangspest. Í öllu falli farðu vel með þig, ekki og snemma í vinnu. Það kallar alltaf á bakslag.

Sammála þér með sprengiregnið og bomburnar. Man ekki eftir öðru eins. Var ekkert skotið upp um áramótin? Mér datt helst í hug að flugeldar hafi verið á hörkuútsölu fyrir þréttándann 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband