Laugavegur 4-6

Einhvern veginn held ég að lítið sé eftir af upprunanum í þessum hreysum. Þau eru forljót. Auðvitað væri gaman að færa þau til upprunans en ég held ekki að þetta hafi nokkru sinni verið miklar perlur. Miklilvægast er að halda  svip Laugavegarins. Byggja þarna nýtt sem fellur að götumyndinni. Sálarlaus steinkumbaldi á ekki heima þarna. Ekki nokkur ástæða að eyða stórfé í að flytja þau í Hljómskálagarðinn. Við getum notað sameiginlega sjóði svo miklu betur. Þegar ég skoða aðrar borgir eyðir maður lengstum tíma í gömlu miðborgunum, þar er sjarminn mestur.  Ekki allt gamalt er fallegt. Mörg hús voru byggð af vanefnum og því lítils virði frá upphafi. Hins vegar ætti heildarmynd Þingholtanna að vera friðuð. Mér þykja Lækjargötunýbyggingarnar forljótar og úr takti við umhverfið. Hverfisgatan er öll í niðurníðslu, fáum húsum sýndur sómi. Því miður Reykjavík er bara ekki falleg borg. Veggjakrotið og skelfileg umgengnin er ljótur blettur. Þó hafa krotarar hlíft Þjóðmenningarhúsi og Þjóðleikhúsi en hafa stórskemmt hina fallegu Heilsuverndarstöð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er á þeirri skoðun að Laugavegur 4 sé lýti á Laugaveginum, og það eigi að rífa það hús, númer 2 er svosem alltílagi hús og passar vel við götumyndina á Laugaveginum.  Sem betur fer er barinn sem ég vinn á í friðuðu húsi svo hann fær að standa, en húsið við hliðina á barnum var flutt út á Granda í fyrra.  Það er ennþá stórt gap og ljót girðing við hliðina á barnum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband