Gulltennur.

Einu sinni þótti fínt að láta skína í gulltennurnar. Og gull heldur alltaf verðgildi sínu. Grafarræningjar stálu gulli úr tönnum. En nú er öldin önnur. Enginn sést lengur með gullbros. Statussymbolin eru önnur í dag.  Áður þótti gott að vera sigldur, nú skreppa menn til London rétt til að pissa. Það þótti fínna að búa í sumum hverfum en öðrum og auðvitað fínt að eiga gott hús. Og svo komu dýru bílarnir sem verða dýrari og dýrari. Nú er enginn maður með mönnum nema eiga sumarhús, húsnæði erlendis, dágóðan bílaflota og helst einkaþotu. Snekkja er sjálfsögð á betri bæjum. Hvað verður næst???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég á afmæli á árinu og er að hugsa um að fá Stones. Er það ekki dálítið flott???

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 eða stone age. Kannske betra að fá Kinks.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Snekkja og pungapróf í fermingargjöf.

Páll Jóhannesson, 15.1.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já blessaðar fermingargjafirnar, þær eru orðnar brjálæðislegar

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert lukkunar pamfýll Tryggvi

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband