Ruslpóstur

Er ekki einfaldast að banna allan ruslpóst. Í tonnatali fer pappírinn í ruslið ólesinn. Ekki vil ég þetta pappírsflóð inn til mín. Mikið held ég að póstburðarfólk sem er að sligast undan þunganum af þessu rusli yrði fegið. Þetta er tilgangslaus sóun á pappír. Þekkið þið einhvern sem vill þetta heim til sín???

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ekki banna, menn hafa rétt á því að auglýsa sig. Hitt er annað mál að þeir sem búa til ruslið eiga að greiða fyrir förgun þess. Það er stórmál því annars er þetta kostnaður sem enginn hefur beðið um að fá yfir sig.

Annars er ég aðfluttur andskoti eins og þeir segja hér í Reykjadalnum, er úr Skagafirði en er samt búinn að vera hér meira og minna í bráðum tuttugu ár.

Ragnar Bjarnason, 16.1.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll, Ragnar það er hægt að auglýsa sig á svo marga vegu. Mér finnst þetta svo mikil sóun allur þessi pappír sem fer beint í ruslið.  En það er gott að vera í Reykjadalnum, var þar á ættarmóti í sumar. Tel mig samt Húsvíking fremur en Reykdæling þó ég hafi verið 29 ár í Reyjavík

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll Tryggvi mínar ættir eru úr Reykjadal, Aðaldal, Eyjafirði og Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst nú alltaf gaman að skoða ruslpóstinn, allavega Elko blaðið og sonurinn skoðar BT blaðið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2008 kl. 02:08

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

OK. Ekki meirihluti fyrir að banna ruslpóstinn. En mér finnst að ég eigi að hafa rétt til að hafna honum á mitt heimili

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2008 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband