Fiskisúpa

Á morgun koma 3 skólasystur úr MA Í mat til mín. Ég ætla að gefa þeim fiskisúpuna góðu frá henni Binnu á Egilsstöðum.    I/2 laukur saxaður,1/2 bolli saxaðar gulrætur, 1/2 bolli saxað sellery,1/2 bolli ,söxuð paprika.  Grænmetið er lettsteikt í oliu. Þá er 2 dósum af Hunts Original Garlic hellt yfir + 3 bollar vatn. 1/2 kjúklingateningur. 1 matskeið púðursykur. 1 peli rjómi . Ég bæti gjarnan 1-2 hvítlauksrifjum við. Þetta er latið malla góða stund (15 mín). þá set ég eitt ýsuflak skorið í munnbita,soðið í 5-7mín. gjarnan dál krabbakjöt eða hörpuskel. Að endingu ca 200gr af rækju sem ég set í pottinn um leið og ég ber fram.  Hvítlauksbrauð og gott hvítvín. Kerti og gleði. Verði ykkur að góðu.   PS. Afmælið hans Davíðs er búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Namm hljómar vel, það er á dagskránni hjá mér að gera fiski eða humarsúpu í fyrsta skipti fljótlega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessi súpa er mjög góð. Það er hægt að nota hvaða fisk sem er(kannske ekki kæsta skötu)

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

heh  Ég las kommentið þitt í sambandi við skólagöngu...ég á mörg börn með kvíðaröskun og áráttutengda þráhyggjuhegðun, það er ekkert grín að glíma við þannig hegðun, þetta er ættgengur fjandi í báðum ættum.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei þetta er ekkert grín. Dregur úr manni allan mátt.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 02:29

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Namm namm, má ég ræna þessarri uppskrift? Maður getur í raun notað hvaða grænmeti sem maður á, og liggur undir skemmdum.... notað þína uppskrift og einhvern góðan fisk.... og jammí

Ég ætla að benda þér á fisk, sem heitir Keila, í stað ýsu. Keila er fastari í sér og dettur síður í sundur, er hvítur og ótrúlega góður fiskur, bragðast að mörgu leyti eins og ýsa en er oft auðveldari í ýmsa matargerð, eins og t.d. til að grilla, setja í súpur ofl. Og, hún er ekki dýr - ef eitthvað er þá held ég m.a.s. að keilan sé ekki dýrari en ýsan. Hún er allavega á mjög svipuðu verði - ég hef oft notað keilu í hina ýmsu rétti

B.kv.

Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 18.1.2008 kl. 03:54

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæl Lilja. Já Keila er góð. Nú getur maður ekki lengur fengið búra sem mér fannst góður. Frábær fiskur eru líka steinbítskinnar sem ég hef m.a. keypt´frosnar í Nóatúni. Það er flottur og fallegur vöðvi. Uppskriftin að sjálfsögðu fyrir alla hollt og gott. Kannske set ég keilu í súpuna í kvöld á eftir að fara í fiskbúðina. Ég er ein af þeim sem prófa allt en fyrir ca 10 árum var meira úrval af fiski en mér finnst núna. Takk fyrir þína tillögu.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 08:12

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir þessa frábæru uppskrift, Hólmdís. Hljómar freistandi og örugglega góð með keilu.

kveðja,

Sigrún Óskars, 18.1.2008 kl. 15:27

8 identicon

Blessuð Hólmdís.

Pompaði inn á þessa dásamlegu síðu þína og skellti oft uppúr-sjálfri þér lík!! Já afmælisdagur okkar Davíðs liðinn en það veit ég að mitt var miklu skemmtilegra.

Súpan girnileg-slurp.

Kær kveðja. Magga.

maggatolla (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 18:30

9 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Systir Gauks já. Auðvitað. Þá get ég séð ættina hjá þér. Gaman.

Ragnar Bjarnason, 18.1.2008 kl. 20:16

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hljómar æðisleg þessi súpa, takk fyrir að deila henni með okkur. Mun prófa þessa uppskrift ef ég má....................

Hm.... Magga Tolla, eitthvað kannast ég við nafnið.........Á ég ekki eitthvað í þeirri konu.....

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Elsku hjartans Magga, áttu sama afmælisdag og Davíð, það skýrir ýmislegt,Óskar Pé held ég að hafi verið að skila hveðju frá´þér en hann mundi ekki nafnið þessi elska. Þannig er hann. En af minni alkunnu snilld reiknaði ég út að það  hafi verið þú. Ertu einhvers konar kirkjuvörður?? Auðvitað var þitt afmæli skemmtilegra, hefði ég átt val hefði ég valið þitt party. Hitti Busa í bænum í gær, hann var þetta litla glaður að sjá mig   Ragnar , já systir Gauks.  Guðrún Jóna , þetta er æðisleg súpa, holl og góð. Magga Tolla er búin að vinna á sjúkrahúsinu á Húsavík í mörg ár, megaskemmtileg

Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband