Allherjarspaugstofa.

Það er bara ekki hægt að láta sér leiðast á Íslandi. Nýir farsar á hverjum degi. Ég vona að dómarafarsinn lifi svolítið lengur. Svo er það framsókn. Kannske síðasti framsóknarmaðurinn fái legstað á Þingvöllum. Dánarorsök: sjálfsmorð. Meinið étur þá innan frá. Og svo er það Fischer, eigendur hans vilja að ríkið sjái um útför. þetta er allt saman svo sprenghlægilegt að það hálfa væri nóg. Og á eftir er handbolti, þjóðin fer allan tilfinningaskalann.  Hvað ætli verði svo á morgun?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Nóg að gera og margir farsar í gangi. Vandamálin halda áfram að steðja að innan Framsóknarflokksins, þó er ,,aðalsökudólgurinn" löngu farinn eftir að hafa bent á meinið Ég sagði á sínum tíma að til þess að Framóknarmenn gætu risið upp úr öskunni, þyrfti flokkurinn að þurrkast út, fyrr verður ekki hægt að byggja hann upp á ný.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 16:46

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já, samt leiðinlegt að horfa á menn sem eiga að vera samherjar stinga hvern annan fyrir opnum tjöldum

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Já, það er hrikalegt. Þessi aðferð hefur því miður tíðkast ansi lengi innan flokksins og er með þeim svæsnustu sem hægt er að hugsa sér.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband