Mönnun á hjúkrunarheimilum

Enn á ný er mönnunarvandi hjúkrunarheimila í kastljósi fjölmiðla. Svo er komið að sum þessara heimila eru að meiri hluta mönnuð erlendu starfsfólki og því miður eru tungumálaerfiðleikar daglegt brauð. Nú er svo komið að Hrafnista sér ekki annað í stöðunni en að bjóða útlendingum tveggja mánaða námskeið í íslensku gegn því að vinna í 2 ár. Þetta er hættuleg braut. Íslenskir starfsmenn gefast upp að vinna með illa talandi fólki. Gamalt heyrnarskert fólk einangrast vegna tungumálaerfiðleika. Droplaugarstaðir hafa farið þessa leið að bjóða erlendum starfmönnum kennslu. Það tekur langan tíma að læra íslensku þannig að þú sért fær um að sinna öldruðum. Stutt námskeið duga engan veginn til. En íslenska starfsfólkið gefst upp. Álagið af að vera kannske eini íslendingurinn á vakt er mikið.  Vonandi verður tekið tillit til þessa ófremdarástands í komandi kjarasamningum. Pólska er aðaltungumálið á Droplaugarstöðum, hana tala ég ekki, því gafst ég upp og margir aðrir. Snúum þróuninn við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, ég gæti ekki verið meira sammála. Það þarf að taka á laununum fyrst og fremst. Hvers vegna er t.d. borguð mikið hærri laun á bensínstöð en við umönnun? Laun umönnunaraðila; læðra sem ólæðra eru hræðileg í einu orði sagt. Þar liggur hundurinn grafinn.

Sigrún Óskars, 21.1.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband