22.1.2008 | 00:53
Blaðamannafundur kl 19
Þetta var nú heldur kauðsleg uppákoma. Hanna Birna gat vart hamið kæti sína. Nýi borgarstjórinn kynnti málefnasamning. En það sem vakti mesta athygli mína þegar verið var að spyrja Ólaf F út í heilsufarið svaraði Villi ; hann Ólafur er jafntraustur og ég var þegar ég tók við þessu embætti: Það var nú einmitt það. Ekki held ég að Vilhjálms verði minnst fyrir traust. En það er á hreinu að þetta er ekki gæfuspor fyrir borgina. Og ekki mun þetta endast lengi. Eins og staðan er núna er Ólafur valdamesti maður borgarinnar. Hann fékk allar sínar óskir samþykktar. Sjálfstæðisflokkurinn vildi allt til vinna að ná völdum. Og svo að lokum, gott að Fischer fékk að hvíla þar sem hann vildi sjálfur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hrikalegt að vera með kjörgengi hér í borginni. Útilokað að kjósa nokkurn mann eftir uppákomur síðustu mánaða
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 22.1.2008 kl. 01:01
Það var fyndið að horfa á kerlingarnar í bakgrunninum með fýlusvip báðar á fréttamannafundinum, sú þriðja var ekki eins fúl á svipinn
Ég er nú fegin að búa ekki í henni Reykjavík
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.1.2008 kl. 01:03
Það verða spennandi næstu kosningar. Allir flokkar þurfa nýtt blóð. En þetta ástand er afar vont fyrir borgina. Það verður að vera hægt að mynda starfshæfa meirihluta.
Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.