23.1.2008 | 01:30
Skoðanakannanir
Visir.is hefur verið með skoðanakannanir í gangi í dag. U.þ.b. 20% hafa trú á að ný borgarstjórn lifi út kjörtímabilið. 80% treysta ekki Ólafi sem borgarstjóra. UM 30% styðja nýja stjórn. Þetta er ekki glæsilegt. Ólafur gleymdi að tala við þá sem voru með honum á lista, svo virðist sem Vilhjálmur hafi gleymt að ræða ýmislegt við sitt fólk. Ég man þegar Vilhjálmur tók við borginni síðast varð stórfelldur niðurskurður á Droplaugarstöðum með fyrstu verkum nýrrar stjórnar sem lagði svo mikla áherslu á málefni aldraðra. Ég held að farsinn haldi áfram. Allir tapa á þessum sandkassaleik. Vonandi gefst einhver tími til að vinna að málefnum borgarbúa. Þesssi gjörningur mun þjappa vinstri mönnum saman. Sundrungin mun vaxa í Sjálfstæðisflokknum. Ólafur hverfur úr stjórnmálum en hefur etv.náð að koma einhverjum hugðarefnum sínum í framkvæmd. Sennilega verða bara 3 flokkar í framboði í næstu borgastjórnarkosningum sem er gott mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:32 | Facebook
Athugasemdir
Já það er ekki hægt að kalla þetta nýjasta valdarán annað en sandkassaleik. En gamla valdaráns fólkið hafði ekki tilbúinn málefnasamning eftir þessa 102 daga í stjórn, var ekki allt vaðandi í ósamkomulagi þar? Ég bara spyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2008 kl. 01:39
Ég er sammála því að þeir hefðu átt að birta málefnasamning fyrr.Segjast hafa verið að vinna hann. Það er svakalegt að ekki sé hægt að fá nýjar kosningar. Ég hafði sannarlega efasemdir um ýmsa í stjórninni sem nú fer frá völdum. Nýjar kosningar gæfu möguleika á uppstokkun og nýju blóði.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2008 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.