uhu eða galdragrip

Eitthvað segir mér að nýji meirilutinn í borginni sé þegar sprunginn og óstarfhæfur. Enda tala allir út og suður, austur vestur. Það mun þurfa eitthvað sterkara en gamla uhu til að halda þessu saman. En að spaugstofunni, ég skemmti mér konunglega. Ég tók borgarstjóragríninu meira sem ádeilu á umræðu um veikindi Ólafs, alls ekki sem gert væri grín að veikindum hans. Hins vegar hefur mér þótt umfjöllun um veikindi hans ósmekkleg á köflum. Nú hefur hann opinberað veikindi sín nauðugur og vonandi hefur maðurinn bara náð sér. Gömlu húsin við Laugaveg hafa verið keypt allt of dýru verði. Til þess hefði ekki þurft að koma ef til væri almennilegt skipulag og heildstæð stefna í þessum málum.  Þetta er einfaldlega dálítið seint í rassinn gripið. Ég vil fá einhverja aðra en misvitra stjórnmálamenn til að marka stefnu í þessum málum. Fordæmið er ekki gott en þessi hús verða til prýði eftir rúman milljarð eða svo. Allir stjórnmálaflokkar eru samsekir um rugl í skipulagsmálum og stefnuleysi enda eru stjórnmálamenn ekki hæfastir til að móta stefnu í þessum málum. Lærum af mistökum,gerum betur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst spaugstofan frekar fyndin, Ólafur og allt og Googlaði þennan leikara sem lék Ólaf, mér fannst hann svo líkur fyrirmyndinni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2008 kl. 02:52

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég væri ekkert hissa að einhverjir sjálfstæðismenn hafi grætt á sölu þessara húsa

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband