50 gráða munur

Já veðrið hefur verið andstyggilegt lengi. Næstkomandi miðvikudagsmorgun flýg ég til London ef veður leyfir. Daginn eftir flýg ég til Hongkong og held svo áfram til HoChiMinCity (Saigon)lendi þar kl.18;00 föstudagskvöld að staðartíma. Spáin þar er 30 gráður, hér -17 gráður. ´Ég get ekki sagt að ég kvíði mismuninum en hann er óumdeilanlega mikill. Sannarlega ætla ég að reyna að blogga frá Víetnam þessar rúmu 3 vikur sem ég verð þar, en get engu lofað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góða ferð, vona að þú njótir í botn. Hlakka til að lesa bloggið að utan komist þú í það

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 03:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún er bara alveg að skella á þessi ferð til Víetnam.  Ég óska þér góðrar ferðar og ég vona að þú getir bloggað þaðan  Ekki deyja út hita

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2008 kl. 03:03

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Elsku þið báðar, ég veit að ég mun skemmta mér. Mér líður best við ca. 30 gráður. En það er svo mikið að gera hjá mér næstu 2 sólarhringana....Takk

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 03:08

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Já, vá hvað þú átt gott! Goða ferð og skemmtu þér vel. Það eru tölvur í Saigon í Vietnam (það er ein á blogginu sem var þar). Dóttir mín er í Hong Kong núna, 12 tíma flug frá London og 8 klst tímamismunur. Þetta verður ekkert smá ferðalag. En Hólmdís, þú ert kjarnorkukona og aftur góða ferð.

Hlakka til að lesa blogg frá Vietnam, þ.e.a.s. ef þú tímir að eyða tíma í það. 

Sigrún Óskars, 28.1.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband