Ísland -Japan

Ég hef það fyrir satt að í Japan þyki fínt að vinna við aðhlynningu aldraðra. Launin eru há og miklar kröfur gerðar um menntun og hæfni starfsmanna. Færri komast að en vilja og eru biðlistar fyrir þá sem vilja vinna á öldrunarstofnunum. Á Íslandi fær fólk vasapeninga fyrir að vinna þessi störf. Allir sem sækja um fá vinnu, engar kröfur gerðar. Mikil mannekla. Þykir mjög ófínt á Íslandi, svo mjög að sumir leyna því hvar þeir vinna. Þurfum við ekki að breyta einhverju hér??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Jú, Hólmdís, hér þarf að breyta og við vitum öll hverju þar að breyta.

Sigrún Óskars, 28.1.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef karlmenn væru að vinna þessa vinnu, væru launin miklu betri.  Þanig er það bara öll kvennastörf eru illa borguð en karlastörf eru vel borguð.    Í Japan verða konur eldri en annarsstaðar, vegna vel launaðra umönnunaraðila

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2008 kl. 02:19

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allir vita hverju þarf að breyta, viðhorfum og launum

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2008 kl. 04:39

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hrikalegt ástand hér. Sá umfjöllun um þessi mál í blöðunum. Vandinn er augljós, LAUNIN og óhóflegt vinnuálag!    

Ég er viss um að alþjóð gerir sér ekki grein fyrir t.d. launum hjúkrunarfræðinga sem eru langt undir launum sambærilegra stétta m.t.t. undirliggjandi náms. Þá á eftir að taka inn í myndina alla ábyrgðina.

Vona innilega að kröfur verði harðar í tillögum félagsins í komandi samningum. Ástandið hrikalegt. Á sama tíma eru einstaklingar í fjárfestingabransanum með árslaun ummönnunarstétta á mánuði eins og þú bendir réttilega á í næstu færslu. Svaaaaaaaakalegt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband