18.2.2008 | 07:52
Cat Ba
Jaeja komin til Cat Ba eyju sem er mjog falleg. Klifradi upp a fjall i dag i rigningu og ledjuhalku. Var skithraedd. Atti eftir 5 min a toppinn tegar eg sneri vid og mer var bent a ad tad vaeri vonlitid a minum sandolum. Var miklu hraeddari a nidurleid og settist stundum a rassinn til ad mjaka mer afram. Ljosu buxurnar minar toku bara heilmikinn lit
Fini svarti jakkinn minn er ogedslegur svo og peysan min, verd ad reyna ad trifa tad mesta adur en eg fer um bord aftur i fyrramalid. Sigldi hingad a fallegum bati og gisti tar sl. nott. Godir ferdafelagar og eg spiladi i allt gaerkvold. Siglingaleidin um Halong Bay er hreint otrulega falleg, hlakka til ad sigla til baka a morgun. Nu veit eg ad ad medaltali 4 vietnamar deyja daglega vegna jardsprengja og tu maetir morgum sem vantar faetur eda framan a handleggi. Algeng sjon er ad sja folk tina lysnar hvort ur odru. Teir turfa endilega ad gera landid snyrtilegra. Sums stadar er to mjog fint. Eg slasadi mig i gaer vid ad skronglast a milli bata. Veit ekki hvort eg er fingurbrotin en er allavega mjog bolginn. I dag reif eg svo storutana i fjallgongunni. Eg verd feginn ad komast i hitann i Saigon.Her er bara rigningarsuddi og kuldi. Kaer kvedja
Athugasemdir
Það er huggulegt að vera bæði hand,og fótlama en ævintýralegt samt,góða skemmtun kveðja Addý
Arndís (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 09:43
Þvílík upplifun, Hólmdís og vonandi ertu ekki puttabrotin.
Takk fyrir hvað þú ert dugleg að blogga, það er svo gaman að lesa ferðasöguna. Sendi þér kveðjur,
Sigrún Óskars, 18.2.2008 kl. 18:37
Vá, þú ert virkilega að upplifa margt.... hvenær kemur þú heim??
Lilja G. Bolladóttir, 19.2.2008 kl. 21:46
Takk fyrir kvedjurnar
Hólmdís Hjartardóttir, 20.2.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.