Status Quo

Ja hérna. Það er undarlegt eftir að hafa verið í burtu í rúmar 3 vikur að sjá að að að ekkert hefur gerst hjá sjálfstæðismönnum í borginni. Eg las helstu fréttir meðan ég var í burtu. Ég geri ráð fyrir að öll orka sjálfstæðismanna hafi farið í þetta Villa-mál. Því hefur flokkurinn ekki verið að vinna fyrir borgarbúa undanfarnar vikur. Ég vona að lögum verði breytt á þann hátt að hægt verði að krefjast kosninga þegar slík kreppa er í borgarstjórn.        Ég var að vona að við heimkomuna sæi ég fyrstu krókusana gægjast upp en því var ekki að heilsa en það styttist í það. Snjór yfir öllu á konudaginn, landið klætt hvítu eins og ung brúður. Er óhemju andlaus og löt í dag, dorma í hvert skipti sem ég sest niður er núna að vakna upp enda komin nótt. Yngri dóttirin svaf í allan dag, er lasin með ljótan hósta. Sú eldri svaf langt fram á dag. Vekjaraklukkan stillt á 7:30, nú er bara harkan sex í fyrramálið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er ekki hissa þó syfja og þreyta banki upp á. Langt og strangt ferðalag, tímamismunur o.s.frv. Mér finnst þú algjör hetja að ætla þér í vinnu svona skömmu eftir lendingu. Þessi vika fer í að hlaða batteríin, gangi þér sem best

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.2.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Er sammála Guðrúnu, það tekur sko tíma að venjast svona miklum tímamismun. Gangi þér vel, þú ert hetja að fara svona snemma í vinnu.

Sigrún Óskars, 25.2.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband