Garðurinn minn.

  •  
    • Garðurinn minn er hulinn hvítu teppi. Ekkert bólar á krókusum. En ég sá í dag að kirsuberjatréð er farið að bólgna, verð þó að bíða fram í maí að það blómstri. En með aukinni birtu er ég farin að kíkja út. Fuglarnir gleðja og venjulega hef ég verið örlát við þá. Þó hef ég klikkað allan febrúar vegna fjarveru og síðan veikinda. Ég verð að standa mig í að gefa þeim á morgun því þeim hefur greinilega fækkað. En í dag var fallegt að horfa yfir garðinn í frosti og sólskini. Allar árstíðir eiga sína fallegu hlið.Garðurinn minn er gríðarstór og ég er farin að hlakka til að geta sinnt honum. Ég hef eytt miklum peningum á hverju vori í plöntur, vildi samt geta gert miklu meira!! Yfir veturinn hef ég verið dugleg að kveikja á kertum í garðinum en þessi vetur hefur verið óvenju leiðinlegur og lítið viljað loga á kertum. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga......Og ef bróðir minn sem er að skoða fugla á Costa Rica les þetta má hann vita að ég sá 2 King Fishers og einn örn á sveimi, hundruð storka og svo fjölda fugla í dýragarði í Víetnam.  Hvað heitir king fisher á íslensku??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Kvitt með kveðju til þín. Fjóla

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.2.2008 kl. 02:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Fjóla

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Tiger

  Ceryle alcyon skilst mér að Kingfisher heiti líka, en íslenska heitið hef ég ekki. Alltaf fallegt þegar nýfallin snjór er yfir öllu en dásamlegt þegar það fer að vora og allt byrjar að lifna við aftur ... takk fyrir innlit.

Tiger, 28.2.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta Tigercopper

Hólmdís Hjartardóttir, 28.2.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég fer nú að fá leið á þessu hvíta teppi sem er yfir mínum garði. Þarf að moka fyrir fuglanna og alltaf kemur bara meiri snjór. Það er svo notalegt að sjá glaða fugla í garðinum borða korn og epli - þeir eru svo þakklátir.

Minn garður er líka stór, en mér finnst gaman að dúlla í honum, ennþá. Er búin að ákveða að þegar ég verð orðin þreytt og of gömul til að standa í garðverkunum þá fæ ég mér fjallmyndarlegan garðyrkjumann. Það styttist í það  

Sigrún Óskars, 28.2.2008 kl. 19:56

6 identicon

Í ævafornri og úreltri fuglabók gefinni út af Fjölva þegar hann var til þá held ég að King Fisher hafi enfaldlega verið kallaður Fiskikóngur... það gæti þó verið rangt eins og margt sem minnið segir mér.

Danni (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:32

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll Danni Fiskikóngur. Er það í eldgömlu bókinni sem GH þurfti að eignast 4ra ára??? kVEÐJA

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband