Frumvarp á alþingi.

Nú á hlaupársdag berast þau ánægjulegu tíðindi neðan úr alþingi að frumvarp um breytingar á Tóbaksvarnarlögum hafi verið lagt fram(eða verði á næstu dögum).Frumvarpið gerir ráð fyrir að veitingastaðir geti haft sérstök reykrými að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ég fagna þessu. Ég hef varla nennt að fara inn á veitingahús í vetur vegna kulda og illviðra. Þá er nú betra að sitja í sinni stofu með bjór og smók heldur en að híma undir húsvegg við öldurhús. Ég held að lögin sem nú gilda hefðu þurft að fara í umhverfismat. Ef til vill þekkja alþingismenn ekki nægilega til íslensks veðurfars???? En veðrið er þó það hryssingslegt að þeir fóru ekki sjálfir út að reykja. Reyndar var ég farin að sjá hagnaðarvon í skemmtistaðakuldagöllum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Lögin eru ósanngjörn eins og þau eru í dag.  Brotið á mannréttinndum, enginn vafi. Mér finnst hrikalegt að einstaklingar sem leggjast inn á LSH þurfa að fara út fyrir lóð, eins og það sé ekki nægilega mikið álag að standa í veikindunum sem slíkum. Sjúkrahúslega býður ekki alltaf upp á réttu aðstæður til að hætta að reykja.  Tylliástæðan sem gefin var upp fólst í meintum dópviðskiptum inni á reykherbergjum LSH. Trúverðugt eða hitt þó heldur.

Sjúklingar með geðklofa hafa umtalsvert meiri nikótínþörf en aðrir, skv. niðurstöðum rannsókna. Þeim er boðið að fara út á lóð, ef þeir mega yfir höfuð fara út af deildinni, eða plástur. 

Forræðishyggjan innan geirans í algelymingi.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er ansi gróft að taka tóbak af sjúklingum hvað þá geðsjúklingum, það finnst mér hrein grimmd. Þeir sem ætla að ná í dóp gera það hvar sem er, líklegast helst við rúm sitt ef þeir eru á sjúkrahúsi eða bara á göngunum. En mér finnst sjálfsagt að hafa vel ræst reykherbergi fyrir okkur fíklana. Það var nú reykt inni á sjúkrastofum hér í den og ágætt að það er liðin tíð.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.2.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mannréttindi okkar reykingafólksins eru fótum troðin   Vér mótmælum allir!! Er það ekki?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.3.2008 kl. 02:10

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

óJÚ

Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2008 kl. 02:12

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Sammála ykkur með sjúklinga, skelfilegt að þeir geti ekki reykt neinstaðar. Við starfsfólkið getum alveg "hætt að reykja" í vinnutímanum.

Dóttir mín þurfti að fara með einhverjum ferðamanni á Háskólasjúkrahúsið í Hong Kong og þar reykti læknirinn inná sjúkrahúsinu -

Sigrún Óskars, 1.3.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband