4.3.2008 | 03:28
Liðinn Mánudagur.
Já. Þessi mánudagur leið. Eins og allir mánudagar hafa reyndar gert til þessa. Morguninn hófst á því að reyna að koma unglingnum í skólann, það gekk ekki. Mínir morgnar eru svo erfiðir að ég fæ hálfgert kvíðakast þegar ég leggst á koddann. Þetta vesen dregur úr mér allan mátt. Reyndar er hún búin að vera lasin alla síðustu viku og hóstar enn ansi mikið. Komin á sýklalyf. Morguninn fór svo í að lesa fréttir og ég hugsaði með mér að náttúra Íslands sæi manni fyrir endalausum fréttum. Óveður, metsnjór í Eyjum. Skjálftahrina við Grímsey og í Álftadalsdyngju......eða við Upptyppinga. Gunnuhver í ham á Reykjanesinu. Ja mér kæmi bara ekkert á óvart að eigin völvuspá rættist. Eftir hádegið fór ég á fund og síðan í Landsbankann að skoða eiginfjárstöðu. Hef nú alltaf haft mitt á hreinu varðandi fjármál, nú er ég ekki viss lengur..
Ég þurfti lán til að endurnýja eldhúsið mitt í haust. Var spurð hvað ég treysti mér til að borga á mánuði. Ég sagðist vera með svo lág laun að ég gæti bara bætt við mig 10000 á mán. Að endingu varð stór yfirdráttarheimild niðurstaðan. Svo nefnilega athugaði ég stöðuna á reikningnum mínum um daginn í þeirri vissu að allt væri í góðu lagi. Átti ekki von á nema 50 þús útborguð þessi mánaðarmót og færði ferðareikninginn minn yfir á launareikninginn svo það væri nú innistæða fyrir visa og íbúðalánasjóð. En reikningurinn var í mínus. Bankinn hafði tekið 500þús til að borga yfirdrátt. Ég fór til þjónusturáðgjafa að leita skýringa. Mér var sagt að í rauninni hefði ekkert verið dregið af mér......
komst að því að raunverulega er ég búin að borga stærðarinnaryfirdrátt á 3 mán.....ég sem sagðist geta borgað 10 þús á mán. En hvernig er hægt að útskýra fyrir mér að þegar 500000 eru dregnar af reikningnum mínum þá hafi ég í raun ekkert borgað??? jæja eftir saltkjötsát keypti ég mér miða á tónleika Eric Clapton, sofnaði yfir kastljósi og vakna svo útsofin um hálftvö. Næstu 2 dagar strangir. Fyrirlestrar frá 9 að morgni til 3 og síðan kvöldvakt til hálftólf. Verð að minnsta kosti lítið í heimilisstörfunum.
Athugasemdir
Skrítin þessi peningamál og við hjúkkur getum ekki hugsað í stórum peningum. En eitt gott Hólmdís; við erum að fá úr vísindasjóðnum - glaðninginn - bara gaman.
En á hvaða fyrirlestrum ertu?
Sigrún Óskars, 4.3.2008 kl. 20:03
Þetta eru 2 fræðsludagar hjá Heilsuverndarstöðinni en þar verður opnuð ný deild í næstu viku og ég ætla að vinna þar. Þetta er hálfs árs tilraunaverkefni. Hvíldarinnlagnir.
Hólmdís Hjartardóttir, 4.3.2008 kl. 22:57
Ég var svo heppin að ég gat losað mig við 50.000 króna yfirdráttinn sem ég hef haft í yfir 20 ár í bankanum mínum. Núna finnst mér ég vera svo rík, er alltaf í plús Kveðja Jóna Kolla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2008 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.