Sakavottorð.

Nú hef ég verið beðin um að skila sakavottorði í fyrsta sinn í lífinu.(nei það er ekki vegna forsetaframboðs).  Nú ég fór í morgun og sótti það. 2 orð. Ekkert brot.  Ekki myndi nú slysadeildin skrifa undir þetta. Ég hef vissulega framið brot, það hefur bara ekki komist upp um mig. Semsagt hinn fullkomni glæpur. Ég ásamt vinkonu minni stal Royal búðingspakka sem kostaði 26 krónur. Versunin fór skömmu síðar á hausinn og eftir sitjum við með samviskubitið. Jæja á heimleið í fallegu veðri fékk ég smáþyngsli fyrir brjóstið sem gerist gjarnan í svona kulda. Þá áttaði ég á mig hvað ég væri vel búin til himnafararinnar ef ég dytti nú niður dauð. Með bevís upp á heiðarleika í töskunni. Þyrfti ekkert að útskýra fyrir Lykla-Pétri. Ég ætla að að hafa svona vottorð við hendina framvegis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Til hamingju með sakavottorðið, Hólmdís, og friðþæginguna sem því fylgir.

Sektarkennd er sérstök nauð.
Sæmdartaugin römm.
Ef þú niður dyttir  dauð
þrú dræpist varla úr skömm!

Hallmundur Kristinsson, 10.3.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Flott vísa sem þú færð frá Hallmundi. Gott að vera með pottþétt bevís uppá vasann.

Sigrún Óskars, 10.3.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir Hallmundur. Já Sigrún ég er að hugsa um að hafa þetta bara í veskinu

Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2008 kl. 00:38

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ótrúleg krafa einkafyrirtækis þess sem þú ert að fara að vinna hjá. Mér er eiginlega til efins að þetta megi, skv. lögum um Persónuvernd.

Hitt er svo annað mál að þú ert vel sett með slíkt hreint vottorð upp á vasann. Ekki öllum tekst að fremja hinn fullkomna glæp.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.3.2008 kl. 01:33

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GJ mörg fyrirtæki fara fram á skavottorð. Mér finnst það ekki óeðlilegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2008 kl. 11:39

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er víst það sem koma skal eða komið er hjá fyrirtækjum í vissum strfsgreinum. Pósturinn, löggan og lyfjafyrirtæki er þau sem ég hef heyrt nefnd í þessu sambandi....

Marta B Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 23:03

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður ætti að fara að ganga með sakavottorð í vasanum, bara svona til öryggis   Svo maður lendi ekki illa í Lykla Pétri

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2008 kl. 02:00

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Marta, mér þykir bara eðlilegt að þær stofnanir sem þú nefnir biðji um sakavottorð. Jóna Kolbrún.... þetta er örugglega hagræði þegar upp er komið, við lendum síður í biðröð..

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband