12.3.2008 | 01:49
Bjart er yfir Reykjavík
Mikið skelfingar ósköp er betra að vakna í björtu á morgnanna. Það er orðið bjart klukkan hálfátta og birtan endist framundir kvöld.´Ég er búin að fá mikið af slæmum fréttum á örfáum dögum, ég er sannfærð um að það er auðveldara að takast á við það þegar sólin skín. Það eina slæma við sólina á þessum tíma er að maður sér hvert fingrafar, hvert rykkorn Í gær fór ég í langan göngutúr þrátt fyrir kuldann, bakið og sálin voru þakklát fyrir það. Í dag dreif ég mig svo út að sópa og hreinsa í kringum mig. Krókusarnir eru að teygja sig upp úr snjónum og ég er farin að gjóa augunum í beðin. Páskarnir eru snemma í ár, svo hægt er að ljúka hretinu af, svo getur bara vorið komið. Og þá gerist ég moldvarpa með sorgarrendur. Já það lifnar svo sannarlega allt með sólinni.....Ég geymi alltaf spjöldin sem fylgja laukunum sem ég set niður á haustin og fylgist vel með þegar þeir koma upp. Reyndar setti ég óvenju lítið niður sl. haust en margir koma upp ár eftir ár. Í kvöld eldaði ég ýsurétt frá Jóhönnu Vigdísi sem var bara ágætur og í fyrramálð verður gerð ítölsk marinering fyrir kjúklingabringur. Lífið heldur áfram hvað sem á dynur.
Athugasemdir
Ég þarf að fara að leigja mér keðjusög, ég þarf að saga svo margar greinar af trjánum mínum. Ég á góðar greinaklippur en þær klippa ekki sverustu greinarnar. Kveðja Jóna Kolla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2008 kl. 02:03
Ég reyni árlega að semja um að fjarlægja tré vegna myrkurs í garðinum gengur hægt, er að hugsa um að fara að verða aggressivari. Sagaðu þér nú greinar á morgun fyrir páskana..
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 02:06
Ójá, það er mun auðveldara að fara á fætur í björtu, ég er sammála þér þar. En eins og þú segir, þá fer að bera meira á alls kyns "ófögnuði" á heimili manns, ófögnuði sem manni hefur tekist að leiða hjá sér þegar dimmast er. Ætli maður verði ekki að fara að takast á við þetta einhverntímann fljótlega.....
Lilja G. Bolladóttir, 12.3.2008 kl. 02:20
Lilja nú dugir ekki lengur að dempa ljósin og kveikja á kerti...
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 02:23
átti að vera dugar
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 02:23
Leitt að heyra að áföllin dynji yfir þig Hólmdís. Slík tímabil eru alltaf erfið á meðan þeim stendur. Oftast leysast málin - einhvern veginn, kannski ekki eins og við viljum en alltaf léttir þegar botn fæst. Óneitanlega hjálpar til að daginn sé farið að lengja, tilveran ekki alveg eins grá. Vona að úr rætist hjá þér og þínum.
Ég keypti haug af haustlaukum í haust en ,,gleymdi" að setja þá niður, að sjálfsögðu. Hvað gera sýslumenn þá?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:22
Takk Guðrún Jóna, en með laukana þína hm...ég myndi bara grafa þá snemma í vor og vona hið besta......
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 17:14
Já það er gott að fá birtuna, það birtir yfir öllu - líkama og sál. Hlakka til að fara í garðvinnuna og ætla einmitt að taka fram sögina og byrja að saga hekkin og trén um helgina. Gangi þér allt í haginn með þessar slæmu fréttir.
Sigrún Óskars, 12.3.2008 kl. 20:14
Ég er nú það mikill garðyrkjubóndi (nota sem afsökun að ég bý á efstu hæð í fjölbýli) að fyndi ég lauka sem gleymst hefði að setja á réttan stað á réttum tíma, dytti mér ekkert annað í hug en að borða þá; í salati eða steikta!
Mjög mikilvæg ábending: EKKI leggjast á gólfið, sérstaklega í eldhúsinu, til að leika við börnin eða önnur gæludýr!!! Varúð! Þvílíkur vibbi sem er neðarlega á innréttingunum. Bara skil ekki hver kemur hingað og sullar allt út án þess að ég taki eftir neinu.
Beturvitringur, 13.3.2008 kl. 10:33
Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.