Vorvindar glaðir..

Það er nú nánast logn svo fyrirsögnin á ekki við. Er búin að vera að vinna um helgina. Á laugardagsmorgun gekk ég til vinnu frá Hlemmi og var komin með naglakul eftir 10 mín labb. Á heimleið sá ég vetrargosa í blóma og páskaliljur sem blómstra fljótlega. Í dag var mun hlýrra, fór í Blómaval og keypti tete a tete, perluliljur og birkigreinar og gulblómstrandi greinar. Kannske ég fari út með málband á morgun og mæli hversu langt páskalilju- og túlípanalaukar hafa vaxið??? Og snæstjörnulaukarnir eru að skríða upp. En í Blómavali er mjög skemmtileg túlipanasýning sem ég hvet alla áhugasama til að kíkja á. Hálf íbúðin mín er rafmagnslaus, tilraunir með öryggisskifti skiluðu ekki árangri. Fyrsta verk í fyrramálið verður að reyna að ná í rafvirkja, hvenær fæ ég frið í þessari íbúð?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Krókusarnir mínir og páskaliljurnar eru farin að vaxa í mínum garði, og þegar ég var úti áðan að fá mér frískt loft heyrði ég í stelkum.  Allavega voru það blíb blíb hljóð sem ég heyrði.  Svo eru nóvemberkaktusarnir mínir allir að blómstra núna og þeir blómstruðu líka í nóvember.  Ég man ekki eftir því að þeir hafi blómstrað tvisvar áður

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Tiger

  Hvað í ósköpunum er tete a tete? Ég man eftir mikilli páskaliljubreiðu í kringum húsið hennar mömmu í gamladaga - og þá var nú ekki mikið um að páskaliljur væru að vaxa úti sko.. alltaf allt fulltaf páskaliljum um páskana og ætíð ferskar og ilmgóðar. Innlitskvitt og kveðja í vikuna framundan.

Tiger, 17.3.2008 kl. 03:12

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Jóna vorið er að koma....Tigercopper tete a tete eru litlu páskaliljurnar . Téte þýðir höfuð. Það eru oftast tvö blóm á hverjum stilk. En ég sé að það verða 3 blóm á hverjum stilk hér svo það er téte a téte a tete!!

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 09:32

4 Smámynd: Beturvitringur

"... hvenær fæ ég frið í þessari íbúð?" - Er reimt hjá þér?

Svo held ég að Jóna Kolbrún misskilji þetta með fuglana. Bölvi og ragni er skipt út fyrir "blíb-blíb". Voru þeir ekki bara að bölsótast yfir einhverju? Bensínverðinu?

Beturvitringur, 17.3.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beturvitringur......ég þarf stanslaust að standa í viðgerðum....pantaði nýtt rafmagn í morgun...allt verður endurnýjað. Þetta er 60 ára gamalt hús við Rauðalæk. Búin að lata brjóta  tvisvar upp gólf vegna rottugangs. Elhúsinnréttingin hrundi í bókstaflegri merkingu í sumar svo ég varð að endurnýja þar. Kannske ég ætti að tsala við prest???

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Beturvitringur

ja, presta eða iðnaðarmenn, veit ekki

En... sextugt hús virðist ekki frábrugðið jafnaldra fólki. Gigt hér og þar. Leiðslur leka. Það sem áður var reisulegt, lafir. Undirstöður (fætur) fúnar. Klæðning / húð, flagnar og rákast. Jamm, þekketta er að verða 6tug.

Beturvitringur, 18.3.2008 kl. 01:06

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það var reyndar iðnaðamaður sem ég talaði við í morgun....voru kannske mistök. Mig langar að not aurana mína öðruvísi En undan þessu verður ekki komist. já þú ert þá komin á viðgerðaraldur Beturvitringur...

Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband